Forsetaembættið hefur breyst 28. júní 2004 00:01 "Það er ljóst að þegar Ólafur Ragnar fær tvo þriðju hluta af greiddum atkvæðum er hann ekki óumdeildur friðarhöfðingi eins og Vigdís Finnbogadóttir og Kristján Eldjárn voru," segir Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Ólafur vill hins vegar ekki leggja mat á hvort þetta sé góð eða slæm útkoma fyrir sitjandi forseta. "Í ljósi þess að hann er nýbúinn að taka mjög umdeilda ákvörðun sem hefur verið harðlega gagnrýnd af pólitískum forystumönnum þarf þetta kannski ekki að koma á óvart." Ólafur telur helstu ástæðuna fyrir dræmri kjörsókn vera þá að úrslitin virtust ráðin fyrir fram. "Árið 1988 dalaði kjörsókn um 18 prósent frá því í kosningunum 1980. Núna dalar hún um 23 prósent og líklegast af sömu ástæðum og þá. Það er hins vegar ekki hægt að ráða í afstöðu þeirra sem sátu heima gagnvart frambjóðendum." Haft var eftir Ólafi Ragnari Grímssyni í gær að úrslit sem þessi væru svo afgerandi að forsetar í lýðræðisríkjum gætu varla látið sig dreyna um slíkan stuðning. segir Ólafur Þ. Harðarson segir að það sé spurning hversu langt sá samanburður nær. "Valdalitlir forsetar eru ekki algengir í heiminum. Þetta er kannski rétt hjá Ólafi Ragnari en á þá við um pólitíska forseta sem eru fullir þátttakendur í stjórnmálastarfi." Hlutfall auðra seðla í kosningunum er einsdæmi í íslenskri kosningasögu og telur Ólafur að það liggi beinast við að túlka það sem andóf gegn forsetanum og skipti fjölmiðlafrumvarpið eflaust þar miklu. Hann segir að dræm kjörsókn sé hins vegar til marks um það að fjölmiðlamálið hafi ekki haft áhrif á stóran hluta kjósenda. "Stór hluti þjóðarinnar er greinilega ekki mjög æstur í málinu, fyrst hann mætir ekki á kjörstað og annaðhvort mótmælir forsetanum og ákvörðun hans með því að styðja annan frambjóðanda eða skila auðu eða styður hann með því að greiða honum atkvæði sitt." Forsetakjör Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
"Það er ljóst að þegar Ólafur Ragnar fær tvo þriðju hluta af greiddum atkvæðum er hann ekki óumdeildur friðarhöfðingi eins og Vigdís Finnbogadóttir og Kristján Eldjárn voru," segir Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Ólafur vill hins vegar ekki leggja mat á hvort þetta sé góð eða slæm útkoma fyrir sitjandi forseta. "Í ljósi þess að hann er nýbúinn að taka mjög umdeilda ákvörðun sem hefur verið harðlega gagnrýnd af pólitískum forystumönnum þarf þetta kannski ekki að koma á óvart." Ólafur telur helstu ástæðuna fyrir dræmri kjörsókn vera þá að úrslitin virtust ráðin fyrir fram. "Árið 1988 dalaði kjörsókn um 18 prósent frá því í kosningunum 1980. Núna dalar hún um 23 prósent og líklegast af sömu ástæðum og þá. Það er hins vegar ekki hægt að ráða í afstöðu þeirra sem sátu heima gagnvart frambjóðendum." Haft var eftir Ólafi Ragnari Grímssyni í gær að úrslit sem þessi væru svo afgerandi að forsetar í lýðræðisríkjum gætu varla látið sig dreyna um slíkan stuðning. segir Ólafur Þ. Harðarson segir að það sé spurning hversu langt sá samanburður nær. "Valdalitlir forsetar eru ekki algengir í heiminum. Þetta er kannski rétt hjá Ólafi Ragnari en á þá við um pólitíska forseta sem eru fullir þátttakendur í stjórnmálastarfi." Hlutfall auðra seðla í kosningunum er einsdæmi í íslenskri kosningasögu og telur Ólafur að það liggi beinast við að túlka það sem andóf gegn forsetanum og skipti fjölmiðlafrumvarpið eflaust þar miklu. Hann segir að dræm kjörsókn sé hins vegar til marks um það að fjölmiðlamálið hafi ekki haft áhrif á stóran hluta kjósenda. "Stór hluti þjóðarinnar er greinilega ekki mjög æstur í málinu, fyrst hann mætir ekki á kjörstað og annaðhvort mótmælir forsetanum og ákvörðun hans með því að styðja annan frambjóðanda eða skila auðu eða styður hann með því að greiða honum atkvæði sitt."
Forsetakjör Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira