Harður og óvenjulegur tónn 28. júní 2004 00:01 "Það er óhætt að segja að þarna ber nýrra við," segir Þorbjörn Broddason fjölmiðlafræðingur og prófessor við Háskóla Íslands um beitta gagnrýni Ólafs Ragnars Grímssonar á ritstjórnar- og fréttaskrif Morgunblaðsins dagana fyrir forsetakjör. Ólafur Ragnar sagði Morgunblaðið hafa skrifað gegn sér, jafnt í ritstjórnarefni sem fréttaskrifum, og nefndi sérstaklega forsíðufrétt blaðsins á kjördag þar sem greint var frá að auðir seðlar yrðu í fyrsta sinn taldir sérstaklega samhliða gildum atkvæðum. Þá frétt túlkaði hann sem ábendingu til lesenda um að skila auðu. "Þessi harði tónn milli Morgunblaðsins og forsetans er óvenjulegur en það er auðvitað rétt sem Ólafur Ragnar segir að Morgunblaðið hefur brugðist mjög harkalega við þeirri ráðstöfun hans að beita synjunarvaldinu," segir Þorbjörn. Aðspurður hvort líklegt sé að blað og forseti slíðri sverðin segist Þorbjörn heldur búast við að svo verði. "Ég er allavega handviss um að Ólafur Ragnar mun ekki erfa þetta við Morgunblaðið. Það eru til stjórnmálamenn sem hafa gert sitt besta til að ná sér niður á fjölmiðlum sem þeim mislíkar við, með því t.d. að neita þeim um viðtöl. Það væri mjög ólíkt Ólafi Ragnari því ef þú lítur yfir feril hans þá sést að hann er alveg laus við langrækni. Og það er kannski eitt sterkasta einkenni Ólafs Ragnars. Það verður hinsvegar að koma í ljós hvað Morgunblaðið gerir. Það tekur sjálft sig mjög alvarlega en blaðið vill, og gerir með nokkrum rétti tilkall til þess að vera blað allra landsmanna og það getur auðvitað ekki leyft sér neinar erjur sem eru bundnar einhverjum tilfinningaskýringum. Það verður bara að stunda opna blaðamennsku." Forsetakjör Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira
"Það er óhætt að segja að þarna ber nýrra við," segir Þorbjörn Broddason fjölmiðlafræðingur og prófessor við Háskóla Íslands um beitta gagnrýni Ólafs Ragnars Grímssonar á ritstjórnar- og fréttaskrif Morgunblaðsins dagana fyrir forsetakjör. Ólafur Ragnar sagði Morgunblaðið hafa skrifað gegn sér, jafnt í ritstjórnarefni sem fréttaskrifum, og nefndi sérstaklega forsíðufrétt blaðsins á kjördag þar sem greint var frá að auðir seðlar yrðu í fyrsta sinn taldir sérstaklega samhliða gildum atkvæðum. Þá frétt túlkaði hann sem ábendingu til lesenda um að skila auðu. "Þessi harði tónn milli Morgunblaðsins og forsetans er óvenjulegur en það er auðvitað rétt sem Ólafur Ragnar segir að Morgunblaðið hefur brugðist mjög harkalega við þeirri ráðstöfun hans að beita synjunarvaldinu," segir Þorbjörn. Aðspurður hvort líklegt sé að blað og forseti slíðri sverðin segist Þorbjörn heldur búast við að svo verði. "Ég er allavega handviss um að Ólafur Ragnar mun ekki erfa þetta við Morgunblaðið. Það eru til stjórnmálamenn sem hafa gert sitt besta til að ná sér niður á fjölmiðlum sem þeim mislíkar við, með því t.d. að neita þeim um viðtöl. Það væri mjög ólíkt Ólafi Ragnari því ef þú lítur yfir feril hans þá sést að hann er alveg laus við langrækni. Og það er kannski eitt sterkasta einkenni Ólafs Ragnars. Það verður hinsvegar að koma í ljós hvað Morgunblaðið gerir. Það tekur sjálft sig mjög alvarlega en blaðið vill, og gerir með nokkrum rétti tilkall til þess að vera blað allra landsmanna og það getur auðvitað ekki leyft sér neinar erjur sem eru bundnar einhverjum tilfinningaskýringum. Það verður bara að stunda opna blaðamennsku."
Forsetakjör Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira