Innlent

44% þurfi til að fella lögin

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra telur eðlilegt að miða við að 44% kjósenda þurfi til að fella fjölmiðlalögin.  Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra segir vinnu starfshópsins sýna að ekkert hafi verið hugsað fyrir þessum hlutum þegar stjórnarskráin var samin. Dómsmálaráðherra segir skýrslu starfshópsins mjög gagnlega og vel hafi verið farið yfir sviðið. Hópurinn hafnar hugmyndum um 75% kosningaþátttöku og að 2/3 kjósenda þurfi til að fella fjölmiðlalögin. Í framhaldi af skýrslu starfshópsins kemur það í hlut ríkisstjórnarinnar að semja frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslu sem lagt verður fram þegar þing kemur saman í næsta mánuði. Utanríkisráðherra vill ekkert segja um það að svo stöddu  en dómsmálaráðherra býst við að frumvarp ríkisstjórnarinnar verði innan þess ramma sem starfshópurinn leggur til.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×