Innlent

Til marks um vantraustið

"Þessi vandræðalega uppákoma þar sem ráðherrar annars stjórnarflokksins storma út af fundi er til marks um það innbyrðis vantraust sem er farið að einkenna ríkisstjórnina," segir Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingar. Það segir hann sjást af því að tveimur sólarhringum fyrir sumarþing sé aðalmálið enn ekki tilbúið. "Sjálfstæðisflokkurinn er bersýnilega af mikilli hörku að freista þess að vínbeygja Framsóknarflokkinn einn ganginn enn," segir Össur um deilur stjórnarflokkanna. "Reynslan sýnir að Framsókn lætur alltaf beygja sig." Össur segir deiluefni stjórnarflokkanna í raun sorglegt. Ekki sé deilt um hvort setja eigi kosningahöft heldur hversu mikil þau eigi að vera. "Þetta mál væri einfaldast að leysa með því að leyfa vilja fólksins að koma fram í anda sögulegrar og lýðræðislegrar hefðar á Íslandi, það er með því að einfaldur meirihluti ráði," segir Össur. "Það væri í takt við niðurstöður næstum allra lögmanna sem um þetta hafa fjallað því enn veit ég ekki um neinn alvöru lögmann sem heldur því fram að það sé örugglega ekki í andstöðu við stjórnarskrá að setja upp þessi höft sem ríkisstjórnin er núna að bræða með sér. Meira að segja nefnd sjálfrar ríkisstjórnarinnar þorði ekki að fullyrða að þetta væri heimilt og rakti marga varnagla um þetta mál.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×