Framsóknarflokkurinn upp við vegg 2. júlí 2004 00:01 Leiðtogar stjórnarandstöðunnar segja átökin í dag snúast um hversu mikið sé hægt að beygja Framsóknarflokkinn. Formaður Vinstri grænna segir að Framsókn sé búin að kaupa forsætisráðherrastólinn svo dýru verði að hana muni ekkert um smávegis í viðbót. Formaður Samfylkingarinnar segir að nú komi í ljós hvort það séu bein eða brjósk í baki Framsóknarflokksins. Formönnum stærstu stjórnarandstöðuflokkanna kom ekki á óvart sá vandræðagangur sem þeir segja að sé á ríkisstjórninni ogi endurspeglaðist í atburðarás dagsins. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir þetta birtast sér sem afleiðingar af þeim þrákelknislegu og fráleitu viðbrögðum og vinnubrögðum sem ríkisstjórnin hafi viðhaft í málinu. Hann telur að utankjörstaðaratkvæðagreiðsla gæti þegar verið hafin ef ríkisstjórnin hefði valið að fara einfalda og óumdeilda leið og ýtt til hliðar öllum hugmyndum um girðingar og þröskulda í atkvæðagreiðslunni. Össur Skarphéðinsson segir ekki annað hægt að skilja af atburðarás dagsins en að það sé bullandi ágreiningur innan ríkisstjórnarinnar og greinilega sé farið að reyna á þanþol hennar. „Manni finnst nú að átök af þessu tagi sýni að ekki sé mikið traust lengur manna á millum. Hins vegar álít ég að þessi átök séu í raun óþörf,“ segir Össur. Össur segir Samfylkinguna hafa kynnt vandað lögfræðiálit sem sýni að ekki megi, gagnvart stjórnarskránni, setja kosningahöft. Steingrímur gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir að láta tímann fara til spillis; nú sé mánuður liðinn frá því forsetinn synjaði fjölmiðlalögunum staðfestingar. Menn hafa velt fyrir sér hvort atburðir dagsins þýði að það hrikti í stjórnarsamstarfinu. Steingrímur segir þessa ríkisstjórn nánast frá upphafi hafa „lafað saman á völdunum og stólafíkninni.“ Össur segir þetta vera mynstur sem hann hafi séð áður, þ.e. að Sjálfstæðisflokkurinn stilli Framsóknarflokknum upp við vegg og athugi hvað hægt sé að komast langt með hann. „Ég hef engan framsóknarmann hitt undanfarið sem er ánægður með að setja höft af því tagi sem hér um ræðir,“ segir Össur. Össur segir grasrót Framsóknarflokksins ósammála sumum forystumönnum flokksins og Steingrímur tekur undir það. Hann segist halda að mörgum framsóknarmönnum sé að verða það ljóst að „stóllinn Halldórs sé að verða þeim ansi dýr ef þeir verða að gefa eftir í hverju málinu á fætur öðru. Einhvern tímann hefði verið sagt: Dýr myndi Hafliði allur,“ segir Steingrímur. Össur og Steingrímur segja að hjá stjórnvöldum virðist ríkja sá hugsunarháttur að í lagi sé að brjóta gegn stjórnarskránni, bara ef það sé ekki of mikið. Steingrímur telur að ríkisstjórnin muni lifa hremmingarnar af. „Ég held að það sé þegar búið að kaupa 15. september það dýru verði að menn láti ekki standa á smá viðbótarinnborgun,“ segir Steingrímur J. Sigfússon. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Sjá meira
Leiðtogar stjórnarandstöðunnar segja átökin í dag snúast um hversu mikið sé hægt að beygja Framsóknarflokkinn. Formaður Vinstri grænna segir að Framsókn sé búin að kaupa forsætisráðherrastólinn svo dýru verði að hana muni ekkert um smávegis í viðbót. Formaður Samfylkingarinnar segir að nú komi í ljós hvort það séu bein eða brjósk í baki Framsóknarflokksins. Formönnum stærstu stjórnarandstöðuflokkanna kom ekki á óvart sá vandræðagangur sem þeir segja að sé á ríkisstjórninni ogi endurspeglaðist í atburðarás dagsins. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir þetta birtast sér sem afleiðingar af þeim þrákelknislegu og fráleitu viðbrögðum og vinnubrögðum sem ríkisstjórnin hafi viðhaft í málinu. Hann telur að utankjörstaðaratkvæðagreiðsla gæti þegar verið hafin ef ríkisstjórnin hefði valið að fara einfalda og óumdeilda leið og ýtt til hliðar öllum hugmyndum um girðingar og þröskulda í atkvæðagreiðslunni. Össur Skarphéðinsson segir ekki annað hægt að skilja af atburðarás dagsins en að það sé bullandi ágreiningur innan ríkisstjórnarinnar og greinilega sé farið að reyna á þanþol hennar. „Manni finnst nú að átök af þessu tagi sýni að ekki sé mikið traust lengur manna á millum. Hins vegar álít ég að þessi átök séu í raun óþörf,“ segir Össur. Össur segir Samfylkinguna hafa kynnt vandað lögfræðiálit sem sýni að ekki megi, gagnvart stjórnarskránni, setja kosningahöft. Steingrímur gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir að láta tímann fara til spillis; nú sé mánuður liðinn frá því forsetinn synjaði fjölmiðlalögunum staðfestingar. Menn hafa velt fyrir sér hvort atburðir dagsins þýði að það hrikti í stjórnarsamstarfinu. Steingrímur segir þessa ríkisstjórn nánast frá upphafi hafa „lafað saman á völdunum og stólafíkninni.“ Össur segir þetta vera mynstur sem hann hafi séð áður, þ.e. að Sjálfstæðisflokkurinn stilli Framsóknarflokknum upp við vegg og athugi hvað hægt sé að komast langt með hann. „Ég hef engan framsóknarmann hitt undanfarið sem er ánægður með að setja höft af því tagi sem hér um ræðir,“ segir Össur. Össur segir grasrót Framsóknarflokksins ósammála sumum forystumönnum flokksins og Steingrímur tekur undir það. Hann segist halda að mörgum framsóknarmönnum sé að verða það ljóst að „stóllinn Halldórs sé að verða þeim ansi dýr ef þeir verða að gefa eftir í hverju málinu á fætur öðru. Einhvern tímann hefði verið sagt: Dýr myndi Hafliði allur,“ segir Steingrímur. Össur og Steingrímur segja að hjá stjórnvöldum virðist ríkja sá hugsunarháttur að í lagi sé að brjóta gegn stjórnarskránni, bara ef það sé ekki of mikið. Steingrímur telur að ríkisstjórnin muni lifa hremmingarnar af. „Ég held að það sé þegar búið að kaupa 15. september það dýru verði að menn láti ekki standa á smá viðbótarinnborgun,“ segir Steingrímur J. Sigfússon.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Sjá meira