Annar í Hróarskeldu 3. júlí 2004 00:01 Birgir Örn Steinarsson bloggar frá Hróarskeldu Ha ha, hí á ykkur sem hlóguð djöflahlátri þegar þið heyrðuð hvernig veðurspáin fyrir Hróarskelduhátíðina átti að vera. Jú, það er reyndar satt að klukkutíma áður en hliðin opnuðust á fimmtudaginn, þá rigndi eins og einhver hefði ákveðið að dömpa Faxaflóa yfir hátíðargesti. Þrumur og eldingar fylgdu í kjölfarið. Eftir það var jarðvegurinn blautur, en hiti og sól brutust út og þannig hefur veðrið verið eftir að hátíðin fór af stað. Nú er föstudagur, og hátíðin vöknuð... ég rétt svo líka. Byrjaði hátíðarhöldin á því að sjá Blonde Redhead með hópi íslenskra kunningja og vina. Ég var í gírnum, en sveitin hefur látið rigninguna hafa einhver áhrif á sig, því hún lék nánast bara hæg lög. Fyrirgaf þeim það, en bara vegna þess að Kazu, söngkona og bassaleikari, er kynþokkafyllsta kona rokksins. Rölti á milli tjalda þar og missti svo andlitið í leðjuna þegar ég sá Scratch Perverts. Fjórir plötusnúðar, með átta spilara, trommuheila og titrandi hendur eins og Parkinson-sjúklingar. Fann andlitið svo í leðjunni aftur og hélt af stað, reyndar með neðri vörina í eftirdragi. Gaf TV on the Radio annan séns, eftir að þeir ollu mér vonbrigðum á Airwaves. Fannst þeir bara leiðinlegri núna. Held að ég hafi séð eina stelpuna úr Nylon á tónleikunum. Hún var klædd í hvíta síða dömulega kápu. Leðjan var byrjuð að skríða upp á bak hennar. Henni var alveg sama. Seinna um kvöldið hitti ég strákana í Lokbrá. Þeir eru svo tjillaðir að þeir höfðu misst af öllum sveitum dagsins og ætluðu bara að sjá Korn. Það var svo sem kannski alveg nóg. Fullt tungl, heiður sumarhiminn, eitt besta tónleikaband í heimi og 70 þúsund manns öskrandi. Ógleymanlegt. Svo tóku þeir lagið Another Brick in the Wall og gítarleikararnir fóru í gítareinvígi. Sá sem tapaði rauk fúll aftur fyrir gítarstæðu sína á meðan hinn skælbrosti. Ekki mjög vinalegt. Fór í rannsóknarleiðangur fyrir ykkur á almenningstjaldsvæðið í Íslendingapartí. Óð leðju upp að hnjám. Partíið var svo óvenju rólegt, og menn greinilega með hugann einhvers staðar annars staðar. Ég kvaddi og fór heim. Stoppaði þó á leiðinni í risastórum gulum kubb, með flugvélasætum í miðjunni. Í loftinu voru skjáir þar sem þögla meistaraverkið Metropolis var sýnt við harða teknótóna. Menn eru eins og maurar í þessari mynd og í lokin komu skilaboð um að hvorki hjartað né hugurinn ætti að ráða ferðinni, heldur eitthvað æðra. Skýr skilaboð um að fara í háttinn. Í dag ætla ég að reyna að sjá Dj Krush, Meshuggah, Graham Coxon, Slipknot, N.E.R.D., Pixies, Avril Lavigne, Wire og Sly & Robbie Taxi. Þarf svo að hitta einhvern Nicholas úr The Hives klukkan 18. Sólin skín, lífið á Hróarskeldu er yndislegt. Birgir Örn Steinarsson Hróarskelda, föstudagur 2. júlí 2004 Lífið Mest lesið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Stjörnum prýdd kynning enska boltans Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Sjá meira
Birgir Örn Steinarsson bloggar frá Hróarskeldu Ha ha, hí á ykkur sem hlóguð djöflahlátri þegar þið heyrðuð hvernig veðurspáin fyrir Hróarskelduhátíðina átti að vera. Jú, það er reyndar satt að klukkutíma áður en hliðin opnuðust á fimmtudaginn, þá rigndi eins og einhver hefði ákveðið að dömpa Faxaflóa yfir hátíðargesti. Þrumur og eldingar fylgdu í kjölfarið. Eftir það var jarðvegurinn blautur, en hiti og sól brutust út og þannig hefur veðrið verið eftir að hátíðin fór af stað. Nú er föstudagur, og hátíðin vöknuð... ég rétt svo líka. Byrjaði hátíðarhöldin á því að sjá Blonde Redhead með hópi íslenskra kunningja og vina. Ég var í gírnum, en sveitin hefur látið rigninguna hafa einhver áhrif á sig, því hún lék nánast bara hæg lög. Fyrirgaf þeim það, en bara vegna þess að Kazu, söngkona og bassaleikari, er kynþokkafyllsta kona rokksins. Rölti á milli tjalda þar og missti svo andlitið í leðjuna þegar ég sá Scratch Perverts. Fjórir plötusnúðar, með átta spilara, trommuheila og titrandi hendur eins og Parkinson-sjúklingar. Fann andlitið svo í leðjunni aftur og hélt af stað, reyndar með neðri vörina í eftirdragi. Gaf TV on the Radio annan séns, eftir að þeir ollu mér vonbrigðum á Airwaves. Fannst þeir bara leiðinlegri núna. Held að ég hafi séð eina stelpuna úr Nylon á tónleikunum. Hún var klædd í hvíta síða dömulega kápu. Leðjan var byrjuð að skríða upp á bak hennar. Henni var alveg sama. Seinna um kvöldið hitti ég strákana í Lokbrá. Þeir eru svo tjillaðir að þeir höfðu misst af öllum sveitum dagsins og ætluðu bara að sjá Korn. Það var svo sem kannski alveg nóg. Fullt tungl, heiður sumarhiminn, eitt besta tónleikaband í heimi og 70 þúsund manns öskrandi. Ógleymanlegt. Svo tóku þeir lagið Another Brick in the Wall og gítarleikararnir fóru í gítareinvígi. Sá sem tapaði rauk fúll aftur fyrir gítarstæðu sína á meðan hinn skælbrosti. Ekki mjög vinalegt. Fór í rannsóknarleiðangur fyrir ykkur á almenningstjaldsvæðið í Íslendingapartí. Óð leðju upp að hnjám. Partíið var svo óvenju rólegt, og menn greinilega með hugann einhvers staðar annars staðar. Ég kvaddi og fór heim. Stoppaði þó á leiðinni í risastórum gulum kubb, með flugvélasætum í miðjunni. Í loftinu voru skjáir þar sem þögla meistaraverkið Metropolis var sýnt við harða teknótóna. Menn eru eins og maurar í þessari mynd og í lokin komu skilaboð um að hvorki hjartað né hugurinn ætti að ráða ferðinni, heldur eitthvað æðra. Skýr skilaboð um að fara í háttinn. Í dag ætla ég að reyna að sjá Dj Krush, Meshuggah, Graham Coxon, Slipknot, N.E.R.D., Pixies, Avril Lavigne, Wire og Sly & Robbie Taxi. Þarf svo að hitta einhvern Nicholas úr The Hives klukkan 18. Sólin skín, lífið á Hróarskeldu er yndislegt. Birgir Örn Steinarsson Hróarskelda, föstudagur 2. júlí 2004
Lífið Mest lesið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Stjörnum prýdd kynning enska boltans Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Sjá meira