Innlent

Frumvarpinu vísað í aðra umræðu

Nýju fjölmiðlafrumvarpi ríkisstjórnarinnar var í dag vísað til annarrar umræðu á Alþingi eftir að fyrstu umræða hafði farið fram. Hún var í styttra lagi enda ræðutími þingmanna takmarkaður. Í atkvæðagreiðslu sem fram fór með nafnakalli um hvort vísa ætti frumvarpinu áfram greiddu 29 atkvæði með því en 25 þingmenn stjórnarandstöðunnar greiddu ekki atkvæði.  Fyrsta umræða um frumvarp stjórnarandstöðunnar um þjóðaratkvæðagreiðslu um gildi laga um breytingu á útvarpslögum og samkeppnislögum fór einnig fram í dag. Samkvæmt frumvarpi ríkisstjórnarinnar verða þau lög nú afnumin. Frumvarpi stjórnarandstöðunnar var vísað til annarrar umræðu með 55 samhljóðandi atkvæðum. Báðum frumvörpunum var vísað til allsherjarnefndar þingsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×