Innlent

Svipting kosningaréttar

Ólafur Hannibalsson, talsmaður Þjóðarhreyfingarinnar - svokallaðs viðbragðshóps sérfræðinga, segir þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að leggja nýtt fjölmiðlafrumvarp fyrir Alþingi, eftir að því fyrra hafi verið vísað til þjóðaratkvæðagreiðslu, sé svipting á kosningarétti landsmanna og stjórnarskrábundinna réttinda þeirra. Þjóðarhreyfingin vonar að kjósendur láti ekki yfir sig ganga að vera sviptir atkvæðisrétti án þess að þeir sýni minnsta vott mótmæla. Þjóðarhreyfingin, sem hafinn var handa við að hvetja landsmenn til að hafna fjölmiðlalögunum í þjóðaratkvæðagreiðslunni sem fyrirhuguð var, mun efna til mótmælafundar við Alþingishúsið á morgun klukkan 12:30. Hægt er að hlusta á viðtal við Ólaf með því að smella á hlekkinn sem fylgir fréttinni í fréttayfirlitinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×