Innlent

SUF vill samráð um frumvarpið

Ungir framsóknarmenn telja að ekki eigi að samþykkja ný lög um fjölmiðla án samráðs við stjórnarandstöðu, hagsmunaaðila og fólkið í landinu. Mikið ríði á að frumvarpið fái vandaða meðferð en verulega hafi skort á það við afgreiðslu fyrri laganna. Haukur Logi Karlsson, formaður ungra Framsóknarmanna, segir félagið fagna því að fjölmiðlalögin hafi verið afturkölluð en segir það vilja sjá meira samráð við stjórnarandstöðu, hagsmunaaðila og þjóðina. Hann segir m.a. viðbrögð forseta Alþingis ekki hafa verið þeim hætti að það eigi að leita sátta í þessu máli. Þjóðarhreyfingin sem berst gegn fjölmiðlalögunum efnir til mótmæla fyrir utan Alþingishúsið í hádeginu á morgun. Hans Kristján Árnason, einn af meðlimum heyfingarinnar, segir að hún vilji láta ríkisstjórnina vita að Þjóðarhreyfingin muni ekki líða þetta. Hann skorar á þjóðina að mæta á morgun og sýna á táknrænan hátt andstöðu sína við þessa meðferð. Hans Kristján segir mikinn hug í Þjóðarheyfingunni. Hann segir hreyfinguna ekki „þola þetta“ og hún heimti að „þetta verði allt saman tekið aftur“. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×