Innlent

Síminn ósammála Samkeppnisstofnun

Eva Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, segir fyrirtækið ósammála niðurstöðu Samkeppnisstofnunar sem úrskurðarði til bráðabirgða að Síminn hafi brotið samkeppnislög. "Með afsláttarkjörunum hafi fyrirtækið einfaldlega verið að mæta hliðstæðum afsláttarkjörum sem tíðkast hafi um nokkurt skeið hjá helsta samkeppnisaðilanum, OgVodafone." Síminn uni þó bráðabirgðaákvörðuninni og bíði endanlegri niðurstöðu samkeppnisráðs. Eva segir Símann telja sér heimilt að taka þátt í virkri samkeppni með hliðsjón af sterkri markaðsstöðu beggja fyrirtækjanna. Síminn hafi 60% markaðshlutdeild en OgVodafone 40% á landsvísu. "Önnur niðurstaða leiðir til lakari kjara fyrir neytendur og fer þ.a.l. gegn markmiði og tilgangi samkeppnislaga." Forsvarsmenn OgVodafone kærðu Símann til Samkeppnisstofnunar 4. júní og úrskurðaði hún til bráðabirgða á föstudag að með auglýsingaherferðinni "Allt saman hjá Símanum" væri verið að bjóða tryggðarafslætti sem markaðsráðandi fyrirtækjum er bannað að gera.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×