Bið Guð að blessa manninn! 18. júlí 2004 00:01 Neyslusamfélagið - Hulda Jensdóttir, fyrrverandi yfirljósmóðir Já, það er rétt, ég ætla að biðja Guð að blessa manninnn. Vel getur verið að hann kæri sig hreint ekkert um það, og kannske trúir hann alls ekki á Guð, en mér er alveg sama, ég ætla samt að biðja fyrir honum. Það er minn þakklætisvottur fyrir "Tvær fréttir" sem hann skrifaði nýverið í Fréttablaðið. Við höfum svo sem heyrt svipaðar fréttir áður: Um strákana sem sitja 4-5 klukkustundir á dag yfir tölvuleikjum í stofufangelsinu sínu. Um íslensku barnaoffituna og þreyttu foreldrana sem sitja eins og klessur í hinu stofufangelsinu, starandi á sinn skjá, stjörfum þreyttum augum! Er þetta rétt? Já því miður. Á hverju einasta ári í mörg ár sitja einhver börn við skjáinn sinn, sérstaklega drengir, 60 til 80 sólarhringa af 365 sólarhringum ársins án allra athugasemda að því er virðist. En ef þessum börnum verður á að færa tölvuleikinn út í veruleikann, þá ætlar allt vitlaust að verða. Er þetta ekki þversögn? Venjulegar fréttir færa okkur hryllinginn frá morðunum, limlestingunum, nauðgununum og hvað það nú heitir allt saman og að auki fá börnin okkar risa aukaskammta, þar sem þau sitja lokuð inni í gerviheimi, jafnvel klukkustundum saman, horfandi á framhalds ofbeldisfréttir og margt þaðan af verra, sem litlar sálir ráða hreint ekkert við, allt þetta, - segi ég aftur - án nokkurra athugasemda að því er virðist. Þurfum við ekki að fara að skoða forgangsröðunina? Hvað hefur eiginlega gerst, ekki viljum við hafa þetta svona? Svarið er í raun sára einfalt. Við erum svo upptekin í vinnunni, að afla tekna fyrir nauðsynjum og auka nauðsynjum, fyrir menninguna, fyrir allar uppákomurnar, fyrir öll skemmtilegheitin, fyrir alla vinina, fyrir heilsuræktina, allt, allt, allt og kraftarnir því meira en búnir þegar tíminn er inni til að sinna fjölskyldunni. Við ráðum ekki einu sinni við gerviþarfirnar hvað þá meira og því ábyrgðarminnst að setjast við skjáinn, áður en maður dettur alveg útaf. Til hvers erum við að stofna heimili / fjölskyldu, ef hún húkir á hakanum í tóminu og afskiptaleysinu meðan stjórnlausum tækjum og tólum er falið uppeldið. Og svo skiljum við ekkert í því hversvegna fór sem fór. Ofurtrúin á sífelldri dægrastyttingu í einhverri mynd er að leiða okkur út í ógöngur, burt frá okkur sjálfum og raunveruleikanum. Á sama tíma og rannsóknir sýna að skjá áhorf er komið út yfir allan þjófabálk, og athyglisbrestur er að verða áberandi hjá ungu fólki sem getur varla lagt saman einn og tvo, án reiknis, er talað fjálglega um að tölvuvæða þau minnstu, helst á vöggustofunni hvað þá í leikskólanum, því það sé svo þroskandi! Þvílíkt rugl. Við sáum fréttir nýverið um að allt bendi til að skjá áhorf barna eins til þriggja ára kunni að örva heila barnanna of mikið og hafa óafturkræf áhrif á þroska þeirra (tímaritið Pediatries). Það sem þroskar börn mest og best og gefur þeim fætur til að standa á eru náin samskipti við fólk, við foreldra, við afa, ömmu og vini, að einhver megi vera að því að svara spurningunum, hlusta, vera til staðar. Það ætti heldur að virkja ellilífeyrisþegana sem leiðist heima hjá sér, fá þá inn í leikskólana og vöggustofurnar nokkra tíma á dag, þeim og börnunum til heilla. Gleðin og ánægja barnanna yrði þeirra laun. Hversvegna skyldu unglingar sitja í skuldasúpu sem tvöfaldast og þrefaldast hvert ár rétt eins og lyfjanotkunin. (Lyf eru nauðsyn, en óþarfi að slá öll met í notkun þeirra) Svarið er ekki flókið. Annarsvegar gera bankar og lánastofnanir ótrúlega hluti til að ná til unga fólksins og að auki er Veruleikafirringin botnlaus!! Stundum vegna þess að enginn hafði tíma til að tala um veruleikann, tala um áhugaverða ábyrgð daglega lífsins, tala um að lífið sem bæði gefur, krefur og tekur, lítur vissu lögmáli, er regla. Ef vel á til að takast þarf að taka tíma og rýna í lífið. Ímyndaðar þarfir, tímaeyðslan og tímaleysið sem þeim fylgir eru óvinir okkar. Ég sá viðtal við unga hæfileikakonu nýverið, hún var að vinna alla daga sagði hún og öll kvöld og ég hugsaði hver hugsar þá um börnin hennar? Ung kona nýkomin af fæðingardeild, eftir sólarhringsdvöl, (þyrfti að vera vika, allt of fátt starfsfólk eða kannske of margir yfirmenn) fyrsta barn, allt í vandamálum og engin hjálp, maðurinn í fæðingarorlofi norður á ströndum að vinna fyrir einhvern. Til hvers er fæðingarorlofið? Þyrfti ekki að skoða það? Ef þú spyrð fjögurra barna móðir hvað hún starfi, þá færðu svarið: Í banka, búð, skrifsofu eða á þingi. Ef hún myndi svara ég er móðir. Þá spyrð þú aftur, Ha,! já, en hvað gerir þú? Að vera móðir, faðir, foreldri er veigamesta og göfugasta starf sem til er, allt lífið byggist á því. Án góðra foreldra er ekkert. En að vera góðir foreldrar í þeim kröfum sem neyslusamfélagið setur um þessar mundir, er nánast útilokað. Þessvegna fjölgar þeim útbrenndu/ útkeyrðu (sem sitja eins og klessur í sófanum sínum), þeim atvinnulausu, öryrkjunum og að auki eykst taugapillu- og lyfjanotkunin með hraða ljóssins. Er þetta ekkert ógnvekjandi? Gervikröfurnar og álagið sem fylgir fer óravegu yfir öll vitræn mörk. Allir á flótta. Foreldrar vilja gera vel fyrir börnin sín, en neyslusamfélagið setur foreldrahlutverkið ekki í forgang, þvert á móti, neyslusamfélagið er ófreskja sem engu eirir til að ná sínu fram. Margir foreldrar gera sér ekki grein fyrir gildrunum og áður en þau vita af sitja þau í súpunni og teyga beiskt vandamálaseyðið og verður illt af. Margt mætti hindra, minnka eða útrýma með öllu, ef foreldrar væru í jafnvægi, ræktuðu hamingjuna, væru mátulega útivinnandi og mátulega heimavinnandi, ekki margfalt útivinnandi og margfalt púlandi á mörgum vígstöðvum til að geta komið til móts við allar gerviþarfirnar. Ég tek af heilum hug undir "Tvær fréttir", það ætti að kalla saman þing hið snarasta og taka upp málefnalega umræðu um mál allra mála. Ekki þetta sífellda þjark og þras um hreint ekki neitt. Forsetinn mætti vel leggja sitt til málanna og forsætisráðherra kalla saman ríkisstjórnina en þar eru hinar ágætustu ráðherrakonur, meðvitaðar og með reynslu, það gæti hjálpað til. Jæja nú er svo komið að ég held bara að ég verði að biðja fyrir öllum. Auðvitað verð ég að biðja fyrir foreldrunum, biðja fyrir forsetanum og óska honum og konunni hans til hamingju og vona að þau haldi áfam að bera hróður Íslands út um víðan völl og að við hin berum gæfu til að standa á bak við þau. Forsetinn er jú sameiningartákn - best að halda sig við það - hvað sem öllum auðum seðlum og fullorðins sandkassaleik líður - ótrúlega þreytandi rugl - og auðvitað gleymi ég ekki að biðja fyrir forsætisráðherra allra forsætisráðherra. Ég las nýverið yndislegan jólasálm eftir hann, þvílíkur friður, fegurð og auðmýkt og ekki lítil lífkúnst að kúpla sig út úr öllu þrasinu og innstilla á fegurðar- og friðar bylgjulengdina svona snilldarlega, og ekki má ég gleyma að biðja fyrir biskupnum okkar, að undir hans góðu stjórn aukist kristnar meginreglur í framkvæmd á Íslandi, ekki veitir af og svo get ég alls ekki annað en beðið fyrir manninum sem gefur okkur Fréttablaðið. Hugsið ykkur allt fátæka fólkið, öryrkjana og gamla fólkið, sem fær alvörudagblað beint heim til sín án þess að borga krónu fyrir og lækkaða vöruverðið sem er honum að þakka. Hann má sko sannarlega vera ríkur mín vegna enda njóta margir góðs af, margir mættu læra af honum. En nú er ég komin heldur betur út á glerhálan ís og svakalega langt frá upphafinu og mál að linni, svo ég bara enda á því að biðja fyrir Hróknum því hann er blessun fyrir börnin okkar. Þökk fyrir lesandi góður að þú tókst tíma til að lesa þennan pistil. Í Guðs friði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Neyslusamfélagið - Hulda Jensdóttir, fyrrverandi yfirljósmóðir Já, það er rétt, ég ætla að biðja Guð að blessa manninnn. Vel getur verið að hann kæri sig hreint ekkert um það, og kannske trúir hann alls ekki á Guð, en mér er alveg sama, ég ætla samt að biðja fyrir honum. Það er minn þakklætisvottur fyrir "Tvær fréttir" sem hann skrifaði nýverið í Fréttablaðið. Við höfum svo sem heyrt svipaðar fréttir áður: Um strákana sem sitja 4-5 klukkustundir á dag yfir tölvuleikjum í stofufangelsinu sínu. Um íslensku barnaoffituna og þreyttu foreldrana sem sitja eins og klessur í hinu stofufangelsinu, starandi á sinn skjá, stjörfum þreyttum augum! Er þetta rétt? Já því miður. Á hverju einasta ári í mörg ár sitja einhver börn við skjáinn sinn, sérstaklega drengir, 60 til 80 sólarhringa af 365 sólarhringum ársins án allra athugasemda að því er virðist. En ef þessum börnum verður á að færa tölvuleikinn út í veruleikann, þá ætlar allt vitlaust að verða. Er þetta ekki þversögn? Venjulegar fréttir færa okkur hryllinginn frá morðunum, limlestingunum, nauðgununum og hvað það nú heitir allt saman og að auki fá börnin okkar risa aukaskammta, þar sem þau sitja lokuð inni í gerviheimi, jafnvel klukkustundum saman, horfandi á framhalds ofbeldisfréttir og margt þaðan af verra, sem litlar sálir ráða hreint ekkert við, allt þetta, - segi ég aftur - án nokkurra athugasemda að því er virðist. Þurfum við ekki að fara að skoða forgangsröðunina? Hvað hefur eiginlega gerst, ekki viljum við hafa þetta svona? Svarið er í raun sára einfalt. Við erum svo upptekin í vinnunni, að afla tekna fyrir nauðsynjum og auka nauðsynjum, fyrir menninguna, fyrir allar uppákomurnar, fyrir öll skemmtilegheitin, fyrir alla vinina, fyrir heilsuræktina, allt, allt, allt og kraftarnir því meira en búnir þegar tíminn er inni til að sinna fjölskyldunni. Við ráðum ekki einu sinni við gerviþarfirnar hvað þá meira og því ábyrgðarminnst að setjast við skjáinn, áður en maður dettur alveg útaf. Til hvers erum við að stofna heimili / fjölskyldu, ef hún húkir á hakanum í tóminu og afskiptaleysinu meðan stjórnlausum tækjum og tólum er falið uppeldið. Og svo skiljum við ekkert í því hversvegna fór sem fór. Ofurtrúin á sífelldri dægrastyttingu í einhverri mynd er að leiða okkur út í ógöngur, burt frá okkur sjálfum og raunveruleikanum. Á sama tíma og rannsóknir sýna að skjá áhorf er komið út yfir allan þjófabálk, og athyglisbrestur er að verða áberandi hjá ungu fólki sem getur varla lagt saman einn og tvo, án reiknis, er talað fjálglega um að tölvuvæða þau minnstu, helst á vöggustofunni hvað þá í leikskólanum, því það sé svo þroskandi! Þvílíkt rugl. Við sáum fréttir nýverið um að allt bendi til að skjá áhorf barna eins til þriggja ára kunni að örva heila barnanna of mikið og hafa óafturkræf áhrif á þroska þeirra (tímaritið Pediatries). Það sem þroskar börn mest og best og gefur þeim fætur til að standa á eru náin samskipti við fólk, við foreldra, við afa, ömmu og vini, að einhver megi vera að því að svara spurningunum, hlusta, vera til staðar. Það ætti heldur að virkja ellilífeyrisþegana sem leiðist heima hjá sér, fá þá inn í leikskólana og vöggustofurnar nokkra tíma á dag, þeim og börnunum til heilla. Gleðin og ánægja barnanna yrði þeirra laun. Hversvegna skyldu unglingar sitja í skuldasúpu sem tvöfaldast og þrefaldast hvert ár rétt eins og lyfjanotkunin. (Lyf eru nauðsyn, en óþarfi að slá öll met í notkun þeirra) Svarið er ekki flókið. Annarsvegar gera bankar og lánastofnanir ótrúlega hluti til að ná til unga fólksins og að auki er Veruleikafirringin botnlaus!! Stundum vegna þess að enginn hafði tíma til að tala um veruleikann, tala um áhugaverða ábyrgð daglega lífsins, tala um að lífið sem bæði gefur, krefur og tekur, lítur vissu lögmáli, er regla. Ef vel á til að takast þarf að taka tíma og rýna í lífið. Ímyndaðar þarfir, tímaeyðslan og tímaleysið sem þeim fylgir eru óvinir okkar. Ég sá viðtal við unga hæfileikakonu nýverið, hún var að vinna alla daga sagði hún og öll kvöld og ég hugsaði hver hugsar þá um börnin hennar? Ung kona nýkomin af fæðingardeild, eftir sólarhringsdvöl, (þyrfti að vera vika, allt of fátt starfsfólk eða kannske of margir yfirmenn) fyrsta barn, allt í vandamálum og engin hjálp, maðurinn í fæðingarorlofi norður á ströndum að vinna fyrir einhvern. Til hvers er fæðingarorlofið? Þyrfti ekki að skoða það? Ef þú spyrð fjögurra barna móðir hvað hún starfi, þá færðu svarið: Í banka, búð, skrifsofu eða á þingi. Ef hún myndi svara ég er móðir. Þá spyrð þú aftur, Ha,! já, en hvað gerir þú? Að vera móðir, faðir, foreldri er veigamesta og göfugasta starf sem til er, allt lífið byggist á því. Án góðra foreldra er ekkert. En að vera góðir foreldrar í þeim kröfum sem neyslusamfélagið setur um þessar mundir, er nánast útilokað. Þessvegna fjölgar þeim útbrenndu/ útkeyrðu (sem sitja eins og klessur í sófanum sínum), þeim atvinnulausu, öryrkjunum og að auki eykst taugapillu- og lyfjanotkunin með hraða ljóssins. Er þetta ekkert ógnvekjandi? Gervikröfurnar og álagið sem fylgir fer óravegu yfir öll vitræn mörk. Allir á flótta. Foreldrar vilja gera vel fyrir börnin sín, en neyslusamfélagið setur foreldrahlutverkið ekki í forgang, þvert á móti, neyslusamfélagið er ófreskja sem engu eirir til að ná sínu fram. Margir foreldrar gera sér ekki grein fyrir gildrunum og áður en þau vita af sitja þau í súpunni og teyga beiskt vandamálaseyðið og verður illt af. Margt mætti hindra, minnka eða útrýma með öllu, ef foreldrar væru í jafnvægi, ræktuðu hamingjuna, væru mátulega útivinnandi og mátulega heimavinnandi, ekki margfalt útivinnandi og margfalt púlandi á mörgum vígstöðvum til að geta komið til móts við allar gerviþarfirnar. Ég tek af heilum hug undir "Tvær fréttir", það ætti að kalla saman þing hið snarasta og taka upp málefnalega umræðu um mál allra mála. Ekki þetta sífellda þjark og þras um hreint ekki neitt. Forsetinn mætti vel leggja sitt til málanna og forsætisráðherra kalla saman ríkisstjórnina en þar eru hinar ágætustu ráðherrakonur, meðvitaðar og með reynslu, það gæti hjálpað til. Jæja nú er svo komið að ég held bara að ég verði að biðja fyrir öllum. Auðvitað verð ég að biðja fyrir foreldrunum, biðja fyrir forsetanum og óska honum og konunni hans til hamingju og vona að þau haldi áfam að bera hróður Íslands út um víðan völl og að við hin berum gæfu til að standa á bak við þau. Forsetinn er jú sameiningartákn - best að halda sig við það - hvað sem öllum auðum seðlum og fullorðins sandkassaleik líður - ótrúlega þreytandi rugl - og auðvitað gleymi ég ekki að biðja fyrir forsætisráðherra allra forsætisráðherra. Ég las nýverið yndislegan jólasálm eftir hann, þvílíkur friður, fegurð og auðmýkt og ekki lítil lífkúnst að kúpla sig út úr öllu þrasinu og innstilla á fegurðar- og friðar bylgjulengdina svona snilldarlega, og ekki má ég gleyma að biðja fyrir biskupnum okkar, að undir hans góðu stjórn aukist kristnar meginreglur í framkvæmd á Íslandi, ekki veitir af og svo get ég alls ekki annað en beðið fyrir manninum sem gefur okkur Fréttablaðið. Hugsið ykkur allt fátæka fólkið, öryrkjana og gamla fólkið, sem fær alvörudagblað beint heim til sín án þess að borga krónu fyrir og lækkaða vöruverðið sem er honum að þakka. Hann má sko sannarlega vera ríkur mín vegna enda njóta margir góðs af, margir mættu læra af honum. En nú er ég komin heldur betur út á glerhálan ís og svakalega langt frá upphafinu og mál að linni, svo ég bara enda á því að biðja fyrir Hróknum því hann er blessun fyrir börnin okkar. Þökk fyrir lesandi góður að þú tókst tíma til að lesa þennan pistil. Í Guðs friði.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun