Stærsta bankayfirtaka allra tíma 26. júlí 2004 00:01 Santander, stærsti banki Spánar og rómönsku Ameríku, hefur ákveðið að kaupa breska bankann Abbey National Plc. Kaupverðið er 8,3 milljarða punda sem samsvarar um einni billjón íslenskra króna og er þetta stærsta yfirtaka allra tíma á banka milli landa. Ennfremur er það mjög sjaldgæft að erlendur banki fái tækifæri til þess að komast inná eins arðsaman markað og sá breski hefur verið en ástæðuna má einkum rekja til þeirra vandamála sem Abbey hefur verið að glíma við. KB banki greinir frá þessu. Samkvæmt Santander munu kaupin gera bankann þann tíunda stærsta að markaðsvirði í heiminum. Á síðustu sjö árum hefur Santander tekið þátt í tugum yfirtaka, þ.á m. eru kaup hans á Banco Central Hispano árið 1999 að virði 12 milljarða evra. Árið 2002 keypti bankinn AKB Bank í Þýskalandi sem er stærsti bílalánveitandinn í landinu. Á þessu ári keypti Santander pólskt fjármögnunarfyrirtæki og greiddi um $514 miljónir fyrir DnB NOR ASA’s Elcon sem er norrænt kaupleigufyrirtæki sem sérhæfir sig í kaupleigum fyrir bíla. Kaupverðið er 1,7 sinnum bókfært virði en meðaltal þeirra tíu banka sem hafa verið keyptir á $1 milljarð og yfir á árinu er 2,6 svo verðið virðist í lægri kantinum miðað við það. Í dag klukkan 13:43 á íslenskum tíma höfðu hlutabréf Abbey lækkað um 3,4% í London en bréfin hækkuðu um 18% á föstudaginn. Þá höfðu hlutabréf Santander lækkað um 2,4%. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Santander, stærsti banki Spánar og rómönsku Ameríku, hefur ákveðið að kaupa breska bankann Abbey National Plc. Kaupverðið er 8,3 milljarða punda sem samsvarar um einni billjón íslenskra króna og er þetta stærsta yfirtaka allra tíma á banka milli landa. Ennfremur er það mjög sjaldgæft að erlendur banki fái tækifæri til þess að komast inná eins arðsaman markað og sá breski hefur verið en ástæðuna má einkum rekja til þeirra vandamála sem Abbey hefur verið að glíma við. KB banki greinir frá þessu. Samkvæmt Santander munu kaupin gera bankann þann tíunda stærsta að markaðsvirði í heiminum. Á síðustu sjö árum hefur Santander tekið þátt í tugum yfirtaka, þ.á m. eru kaup hans á Banco Central Hispano árið 1999 að virði 12 milljarða evra. Árið 2002 keypti bankinn AKB Bank í Þýskalandi sem er stærsti bílalánveitandinn í landinu. Á þessu ári keypti Santander pólskt fjármögnunarfyrirtæki og greiddi um $514 miljónir fyrir DnB NOR ASA’s Elcon sem er norrænt kaupleigufyrirtæki sem sérhæfir sig í kaupleigum fyrir bíla. Kaupverðið er 1,7 sinnum bókfært virði en meðaltal þeirra tíu banka sem hafa verið keyptir á $1 milljarð og yfir á árinu er 2,6 svo verðið virðist í lægri kantinum miðað við það. Í dag klukkan 13:43 á íslenskum tíma höfðu hlutabréf Abbey lækkað um 3,4% í London en bréfin hækkuðu um 18% á föstudaginn. Þá höfðu hlutabréf Santander lækkað um 2,4%.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira