Vítishringur vinnualkans 26. júlí 2004 00:01 Helvíti eins og það birtist í Vítisljóðum Dantes er sniðugur staður. Það gengur niður á við í spíral og á botninum situr Djöfullinn sjálfur en syndugar sálirnar kveljast í vítishringjunum fyrir ofan hinn illa. Þetta Víti minnir helst á opinbert apparat í deildarskiptingu sinni þar sem syndararnir eru flokkaðir eftir því hvað þeir gerðu af sér í lifanda lífi og er síðan fundinn staður í tilteknum hring þar sem þeir taka út píslir sem ríma við afbrot þeirra í jarðlífinu. Hefði Dante gert ráð fyrir sérstökum hring fyrir vinnualka héti hann eflaust "sumarfrí". Þegar vinnualkinn fer í frí er stoðunum kippt undan tilveru hans. Hann verður eins og segir í ljóðinu, líkastur hundi sem á ekki bein eða leikara sem finnur sig ekki í rulluni. Göturnar eru mældar fram og aftur, sígaretturnar fuðra upp og kaffið flæðir í lítratali á hverjum degi. Jörðin heldur áfram að snúast á fullri ferð. Lífið gengur sinn vanagang en vinnualkinn stendur í stað. Frosinn, útlægur vegna þess að hann kann ekki að slappa af. Fíklar eru býsna lunknir við að redda sér því sem þeir þarfnast og þannig er fræg sagan af hasshausnum sem átti aldrei fyrir strætó en gat alltaf skrapað saman fyrir köggli. Vinnualkanum eru hins vegar allar bjargir bannaðar og honum líður eins og kynóðum geldingi í kvennabúri soldánsins. Það þarf ekki að hafa mörg orð um það hvað læknadópari gerir ef hann fær lykla að lyfjabúri eða fyllibytta með fulla vasa fjár gerir á barnum. Það þarf svo sem heldur ekki að fjölyrða um hvað vinnualkinn gerir í sumarfríinu. Hann bíður, telur dagana, engist um í fullkomnu tilgangsleysi og berst við að halda sönsum. Held að það sem hann er að glíma við sé kallað fráhvörf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stuð milli stríða Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Helvíti eins og það birtist í Vítisljóðum Dantes er sniðugur staður. Það gengur niður á við í spíral og á botninum situr Djöfullinn sjálfur en syndugar sálirnar kveljast í vítishringjunum fyrir ofan hinn illa. Þetta Víti minnir helst á opinbert apparat í deildarskiptingu sinni þar sem syndararnir eru flokkaðir eftir því hvað þeir gerðu af sér í lifanda lífi og er síðan fundinn staður í tilteknum hring þar sem þeir taka út píslir sem ríma við afbrot þeirra í jarðlífinu. Hefði Dante gert ráð fyrir sérstökum hring fyrir vinnualka héti hann eflaust "sumarfrí". Þegar vinnualkinn fer í frí er stoðunum kippt undan tilveru hans. Hann verður eins og segir í ljóðinu, líkastur hundi sem á ekki bein eða leikara sem finnur sig ekki í rulluni. Göturnar eru mældar fram og aftur, sígaretturnar fuðra upp og kaffið flæðir í lítratali á hverjum degi. Jörðin heldur áfram að snúast á fullri ferð. Lífið gengur sinn vanagang en vinnualkinn stendur í stað. Frosinn, útlægur vegna þess að hann kann ekki að slappa af. Fíklar eru býsna lunknir við að redda sér því sem þeir þarfnast og þannig er fræg sagan af hasshausnum sem átti aldrei fyrir strætó en gat alltaf skrapað saman fyrir köggli. Vinnualkanum eru hins vegar allar bjargir bannaðar og honum líður eins og kynóðum geldingi í kvennabúri soldánsins. Það þarf ekki að hafa mörg orð um það hvað læknadópari gerir ef hann fær lykla að lyfjabúri eða fyllibytta með fulla vasa fjár gerir á barnum. Það þarf svo sem heldur ekki að fjölyrða um hvað vinnualkinn gerir í sumarfríinu. Hann bíður, telur dagana, engist um í fullkomnu tilgangsleysi og berst við að halda sönsum. Held að það sem hann er að glíma við sé kallað fráhvörf.