Stærsta hlutafjárútboð Íslands 28. júlí 2004 00:01 Sala á hlutafé fyrir 40 milljarða í KB banka hefst í dag. Þetta er langstærsta hlutafjárútboð á íslenskum markaði frá upphafi. Yfir 36 þúsund hluthafar sem áttu hlut í í KB banka þann 5. júlí hafa forkaupsrétt að hlutum í bankanum. Gengið í útboðinu er 360 krónur á hlut, en gengi bankans á markaði hefur verið á milli fimmtán og tuttugu prósent hærra á markaði. Þetta þýðir í raun að bréfin eru seld með afslætti miðað við mat markaðarins og hluthafar fá samstundis góða ávöxtun á kaup haldist gengið óbreytt. Ráðgjöf fjármálafyrirtækja til viðskiptavina er sú að hluthafar eigi að taka þátt í útboðinu. Miðað við þetta verður að teljast líklegt að forkaupsrétthafar kaupi allt sem er í boði í útboðinu. "Við erum tiltölulega bjartsýn á útboðið," segir Sigurður Einarsson, stjórnarformaður KB banka. Hlutafjáraukningin er til þess að fjármagna kaupin á danska FIH-bankanum sem KB banki tryggði sér kaup á fyrir skemmstu. Þá liggur fyrir heimild til að auka hlutafé um 40 milljarða að markaðsvirði í viðbót. Hluthafar hafa afsalað sér forkaupsrétti að þeim hluta. KB banki á fimmtungshlut í breska bankanum Singer and Friedlander. Bankinn er metinn á um 50 milljarða króna. Sigurður verst allra frétta af því hvort yfirtaka sé í farvatninu. Á markaðnum er hún talinn markmið bankans. KB banki er skráður í sænsku kauphöllinni. Lítill hluti hlutafjár bankans er á sænska markaðnum. Umræða um bankann er mun jákvæðari í Svíþjóð en hún var í upphafi og hugsanlegt að tækifæri kunni að myndast á að auka fjölda hluta á sænska markaðnum. Sigurður gefur ekkert út á framhaldið. "Viðhorfið til bankans í Svíþjóð er ágætt í dag. Það er margbúið að sannast að umfjöllun um bankann í Svíþjóð á sínum tíma var af annarlegum hvötum." Þegar útboðið hefst munu allar nýjustu upplýsingar um rekstur bankans liggja fyrir því uppgjör fyrir fyrstu sex mánuði ársins verður birt í dag. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hvernig get ég ávaxtað peninga barnanna minna sem best? Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Viðskipti innlent Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Sjá meira
Sala á hlutafé fyrir 40 milljarða í KB banka hefst í dag. Þetta er langstærsta hlutafjárútboð á íslenskum markaði frá upphafi. Yfir 36 þúsund hluthafar sem áttu hlut í í KB banka þann 5. júlí hafa forkaupsrétt að hlutum í bankanum. Gengið í útboðinu er 360 krónur á hlut, en gengi bankans á markaði hefur verið á milli fimmtán og tuttugu prósent hærra á markaði. Þetta þýðir í raun að bréfin eru seld með afslætti miðað við mat markaðarins og hluthafar fá samstundis góða ávöxtun á kaup haldist gengið óbreytt. Ráðgjöf fjármálafyrirtækja til viðskiptavina er sú að hluthafar eigi að taka þátt í útboðinu. Miðað við þetta verður að teljast líklegt að forkaupsrétthafar kaupi allt sem er í boði í útboðinu. "Við erum tiltölulega bjartsýn á útboðið," segir Sigurður Einarsson, stjórnarformaður KB banka. Hlutafjáraukningin er til þess að fjármagna kaupin á danska FIH-bankanum sem KB banki tryggði sér kaup á fyrir skemmstu. Þá liggur fyrir heimild til að auka hlutafé um 40 milljarða að markaðsvirði í viðbót. Hluthafar hafa afsalað sér forkaupsrétti að þeim hluta. KB banki á fimmtungshlut í breska bankanum Singer and Friedlander. Bankinn er metinn á um 50 milljarða króna. Sigurður verst allra frétta af því hvort yfirtaka sé í farvatninu. Á markaðnum er hún talinn markmið bankans. KB banki er skráður í sænsku kauphöllinni. Lítill hluti hlutafjár bankans er á sænska markaðnum. Umræða um bankann er mun jákvæðari í Svíþjóð en hún var í upphafi og hugsanlegt að tækifæri kunni að myndast á að auka fjölda hluta á sænska markaðnum. Sigurður gefur ekkert út á framhaldið. "Viðhorfið til bankans í Svíþjóð er ágætt í dag. Það er margbúið að sannast að umfjöllun um bankann í Svíþjóð á sínum tíma var af annarlegum hvötum." Þegar útboðið hefst munu allar nýjustu upplýsingar um rekstur bankans liggja fyrir því uppgjör fyrir fyrstu sex mánuði ársins verður birt í dag.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hvernig get ég ávaxtað peninga barnanna minna sem best? Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Viðskipti innlent Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Sjá meira