Óeðlileg hækkun bensíngjalda 30. júlí 2004 00:01 Hafnarnefnd Reykjavíkurhafnar hefur hækkað vörugjöld á bensíni úr 172 krónum í 210. Þessi breyting var gerð 1. júlí síðastliðinn og er hækkunin 23%. Frá sama tíma hækkaði hafnarnefndin vörugjöld á öllum algengasta neysluvarningi um 184% eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær. Þessar hækkanir voru framkvæmdar með þeim hætti að vörutegundirnar voru færðar milli gjaldflokka, það er úr ódýrari flokkum í dýrari. Þessar hækkanir komu Sturlu Böðvarssyni samgönguráðherra gjörsamlega í opna skjöldu, enda taldi hann að sú hækkun á hafnargjöldum Reykjavíkurhafnar hefði átt að mæta útgjöldum hafnarinnar. "Við erum að reyna að horfa á verðmæti vöru, þegar við erum að raða þessu í gjaldflokka," sagði Bergur Þorleifsson hafnarstjóri Reykjavíkurhafnar. "Við fórum hér út í 10 - 11 og kynntum okkur kílóverðið á alls konar vöru. Við þá athugun kom í ljós, að af bensíni er borgað langtum lægra hlutfall á útsöluverði af tonni heldur en nokkru öðru. Þess vegna var sú hækkun gerð. Hvað varðar hækkun á neysluvarningi eftir tilfærslu úr 3. gjaldflokki í 4. gjaldflokk, sem gekk í gildi 1. júlí síðastliðinn, þá eiga dýrustu vörurnar að vera í 4. flokki, að undanskildum landbúnaðarvörum. Svo má deila um þennan 4. gjaldflokk hvort hann sé raunhæfur." Fulltrúi eins af olíufyrirtækjunum, sem Fréttablaðið ræddi við, sagði að þetta væri "mikil hækkun" sem færi "beint út í verðlagið, með einum eða öðrum hætti." "Okkur finnst vörugjald á eldsneytistegundum vera hækkað óeðlilega mikið, miðað við aðra vöruflokka," sagði hann. "Við erum þeirrar skoðunar að eldsneytið sé látið bera óeðlilega stóran hluta af þessum tekjustofni Reykjavíkurhafnar, miðað við þá aðstöðu sem við höfum þar." Hafnirnar í landinu hafa algjört sjálfdæmi í ákvörðunum um gjaldtökur eftir lagabreytingu sem gerð var 1. júlí 2003. Stjórnvöld hafa ekki lengur lögsögu yfir slíkum gjaldbreytingum, að sögn Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Hafnarnefnd Reykjavíkurhafnar hefur hækkað vörugjöld á bensíni úr 172 krónum í 210. Þessi breyting var gerð 1. júlí síðastliðinn og er hækkunin 23%. Frá sama tíma hækkaði hafnarnefndin vörugjöld á öllum algengasta neysluvarningi um 184% eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær. Þessar hækkanir voru framkvæmdar með þeim hætti að vörutegundirnar voru færðar milli gjaldflokka, það er úr ódýrari flokkum í dýrari. Þessar hækkanir komu Sturlu Böðvarssyni samgönguráðherra gjörsamlega í opna skjöldu, enda taldi hann að sú hækkun á hafnargjöldum Reykjavíkurhafnar hefði átt að mæta útgjöldum hafnarinnar. "Við erum að reyna að horfa á verðmæti vöru, þegar við erum að raða þessu í gjaldflokka," sagði Bergur Þorleifsson hafnarstjóri Reykjavíkurhafnar. "Við fórum hér út í 10 - 11 og kynntum okkur kílóverðið á alls konar vöru. Við þá athugun kom í ljós, að af bensíni er borgað langtum lægra hlutfall á útsöluverði af tonni heldur en nokkru öðru. Þess vegna var sú hækkun gerð. Hvað varðar hækkun á neysluvarningi eftir tilfærslu úr 3. gjaldflokki í 4. gjaldflokk, sem gekk í gildi 1. júlí síðastliðinn, þá eiga dýrustu vörurnar að vera í 4. flokki, að undanskildum landbúnaðarvörum. Svo má deila um þennan 4. gjaldflokk hvort hann sé raunhæfur." Fulltrúi eins af olíufyrirtækjunum, sem Fréttablaðið ræddi við, sagði að þetta væri "mikil hækkun" sem færi "beint út í verðlagið, með einum eða öðrum hætti." "Okkur finnst vörugjald á eldsneytistegundum vera hækkað óeðlilega mikið, miðað við aðra vöruflokka," sagði hann. "Við erum þeirrar skoðunar að eldsneytið sé látið bera óeðlilega stóran hluta af þessum tekjustofni Reykjavíkurhafnar, miðað við þá aðstöðu sem við höfum þar." Hafnirnar í landinu hafa algjört sjálfdæmi í ákvörðunum um gjaldtökur eftir lagabreytingu sem gerð var 1. júlí 2003. Stjórnvöld hafa ekki lengur lögsögu yfir slíkum gjaldbreytingum, að sögn Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira