Jón Ásgeir tekjuhæstur 2. ágúst 2004 00:01 Aðeins einn maður á Íslandi er með meira en tíu milljónir króna í laun á mánuði. Það er Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri Baugs. Stöð 2 fékk að rýna í árlegt Tekjublað Frjálsrar verslunar áður en prentsvertan þornaði á því. Í blaðinu, þar sem birtar eru tekjur nálægt 2400 einstaklinga víðs vegar af landinu kemur meðal annars fram að tveir tekjuhæstu einstaklingarnir eru úr hópi forstjóra í fyrirtækjum. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs er með 11 milljónir og 366 þúsund krónur í mánaðarlaun og er hann jafnframt tekjuhæsti maður landsins á síðasta ári samkvæmt úttektinni. Wilhelm Róbert Wessmann, forstjóri Actavis Group er næsthæstur með 9 milljónir og 662 þúsund og Tryggvi Jónsson, forstjóri Heklu er í þriðja sæti með tæpar 7 milljónir á mánuði. Næstur á eftir Tryggva er svo Kári Stefánsson, sem með tæpar 3 milljónir á mánuði er þó ekki hálfdrættingur á við Tryggva á síðastliðnu ári. Af starfsmönnum fjáramálafyrirtækja eru þessir hæstir: Sigurður Einarsson, starfandi stjórnarformaður KB Banka með 5 milljónir og 720 þúsund. Árni Tómasson fyrrverandi bankastjóri Búnaðarbanka með 4 milljónir og 366 þúsund krónur í tekjur og þriðji er svo Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB Banka með tæplega 3,7 milljónir á mánuði. Skammt undan eru svo Elín Sigfúsdóttir framkvæmdastjóri hjá Landsbankanaum og Sigurjón Árnason bankastjóri hjá sama banka, sem bæði voru með rétt tæpar 3 og hálfa milljón á mánuði í fyrra. Af ýmsum mönnum úr atvinnulífinu eru þessir þrír hæstir: Tekjuhæstur er Jón Ólafsson, fyrrverandi eigandi Norðurljósa, hafði á síðasta ári rúmar 7 milljónir í tekjur á mánuði. Næstir á eftir honum koma svo Valur Valsson, fyrrverandi forstjóri íslandsbanka með tæpar fjórar milljónir og Kristinn Björnsson, stjórnarformaður Straums með rúmar þrjár. Úr öðrum hópum er langhæstur Sigurgeir Sævaldason, skipstóri Bergs frá Vestmannaeyjum, sem þénaði 7 milljónir og 370 þúsund krónur á síðastliðnu ári og hafði þar með um fimm sinnum hærri tekjur en forseti Íslands, sem var með rétt tæpa eina og hálfa milljón í mánaðartekjur. Hæstir Alþingismanna voru þeir Davíð Oddsson, forsætisráðherra og Gunnar Birgisson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og forseti bæjarstjórnar Kópavogs, báðir með á þrettánda hundrað þúsund króna í laun. Fyrir þá sem vilja kynna sér tekjulistann nánar er rétt að benda á að Tekjublað Frjálsrar Verslunar kemur út á morgun, þriðjudaginn 3. ágúst. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og ferðamannaiðnað Viðskipti innlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Kaupmáttur jókst á milli ára Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og ferðamannaiðnað Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Sjá meira
Aðeins einn maður á Íslandi er með meira en tíu milljónir króna í laun á mánuði. Það er Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri Baugs. Stöð 2 fékk að rýna í árlegt Tekjublað Frjálsrar verslunar áður en prentsvertan þornaði á því. Í blaðinu, þar sem birtar eru tekjur nálægt 2400 einstaklinga víðs vegar af landinu kemur meðal annars fram að tveir tekjuhæstu einstaklingarnir eru úr hópi forstjóra í fyrirtækjum. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs er með 11 milljónir og 366 þúsund krónur í mánaðarlaun og er hann jafnframt tekjuhæsti maður landsins á síðasta ári samkvæmt úttektinni. Wilhelm Róbert Wessmann, forstjóri Actavis Group er næsthæstur með 9 milljónir og 662 þúsund og Tryggvi Jónsson, forstjóri Heklu er í þriðja sæti með tæpar 7 milljónir á mánuði. Næstur á eftir Tryggva er svo Kári Stefánsson, sem með tæpar 3 milljónir á mánuði er þó ekki hálfdrættingur á við Tryggva á síðastliðnu ári. Af starfsmönnum fjáramálafyrirtækja eru þessir hæstir: Sigurður Einarsson, starfandi stjórnarformaður KB Banka með 5 milljónir og 720 þúsund. Árni Tómasson fyrrverandi bankastjóri Búnaðarbanka með 4 milljónir og 366 þúsund krónur í tekjur og þriðji er svo Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB Banka með tæplega 3,7 milljónir á mánuði. Skammt undan eru svo Elín Sigfúsdóttir framkvæmdastjóri hjá Landsbankanaum og Sigurjón Árnason bankastjóri hjá sama banka, sem bæði voru með rétt tæpar 3 og hálfa milljón á mánuði í fyrra. Af ýmsum mönnum úr atvinnulífinu eru þessir þrír hæstir: Tekjuhæstur er Jón Ólafsson, fyrrverandi eigandi Norðurljósa, hafði á síðasta ári rúmar 7 milljónir í tekjur á mánuði. Næstir á eftir honum koma svo Valur Valsson, fyrrverandi forstjóri íslandsbanka með tæpar fjórar milljónir og Kristinn Björnsson, stjórnarformaður Straums með rúmar þrjár. Úr öðrum hópum er langhæstur Sigurgeir Sævaldason, skipstóri Bergs frá Vestmannaeyjum, sem þénaði 7 milljónir og 370 þúsund krónur á síðastliðnu ári og hafði þar með um fimm sinnum hærri tekjur en forseti Íslands, sem var með rétt tæpa eina og hálfa milljón í mánaðartekjur. Hæstir Alþingismanna voru þeir Davíð Oddsson, forsætisráðherra og Gunnar Birgisson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og forseti bæjarstjórnar Kópavogs, báðir með á þrettánda hundrað þúsund króna í laun. Fyrir þá sem vilja kynna sér tekjulistann nánar er rétt að benda á að Tekjublað Frjálsrar Verslunar kemur út á morgun, þriðjudaginn 3. ágúst.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og ferðamannaiðnað Viðskipti innlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Kaupmáttur jókst á milli ára Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og ferðamannaiðnað Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Sjá meira