Gamlir seldir sem nýir 10. ágúst 2004 00:01 Nokkuð er um að bílar sem seldir eru á Íslandi sem nýir séu í raun gamlir bílar sem staðið hafa óseldir erlendis jafnvel í nokkur ár. Þetta getur haft í för með sér vandamál þar sem bílar geta skemmst ef þeir standa óhreyfðir. Að sögn Stefáns Ásgrímssonar hjá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda hafa fimm slík mál borist á borð félagsins á þessu ári. Í framleiðslunúmeri er meðal annars að finna upplýsingar um í hvaða mánuði bílar hafa verið afgreiddir frá verksmiðju. Þetta framleiðslunúmer er ekki hluti af þeim upplýsingum sem nauðsynlegt er að fylgi skráningarskírteini á íslenskum bílum. Stefán segir Félag íslenskra bifreiðaeigenda vera mjög ósátt við að þær upplýsingar þurfi ekki að fylgja skráningarskírteinum. "Við sem neytendafélag teljum að það sé verið að fara aftan að venjulegu fólki. Satt að segja skiljum við ekki af hverju þetta var gert og af hverju þetta fyrirkomulag er hér," segir Stefán. Hann segir að upp hafi komið mál bæði hjá bílaumboðum og einstaklingum sem flytja inn bíla þar sem þetta hafi verið vandamál. Hann segir að umboðin hafi jafnvel þráast við að gefa upplýsingar um framleiðslunúmer þegar eftir því sé sóst. Stefán segir að ýmsir hlutir í bílum geti skemmst og ryðgað ef bíllinn er ónotaður en þær skemmdir komi svo í ljós þegar bíllinn sé gangsettur. Þar sé meðal annars um að ræða gírabúnað og annað sem ekki situr í olíu þegar bíllinn stendur óhreyfður. Einnig munu vera dæmi þess að bílar sem seldir eru sem nýir hafi orðið fyrir ryðskemmdum af því að standa lengi óhreyfðir utandyra. Erfitt er fyrir kaupendur að sækja rétt sinn í slíkum málum þar sem seljendum er ekki gert að gefa upplýsingar um framleiðslunúmerið. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Nokkuð er um að bílar sem seldir eru á Íslandi sem nýir séu í raun gamlir bílar sem staðið hafa óseldir erlendis jafnvel í nokkur ár. Þetta getur haft í för með sér vandamál þar sem bílar geta skemmst ef þeir standa óhreyfðir. Að sögn Stefáns Ásgrímssonar hjá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda hafa fimm slík mál borist á borð félagsins á þessu ári. Í framleiðslunúmeri er meðal annars að finna upplýsingar um í hvaða mánuði bílar hafa verið afgreiddir frá verksmiðju. Þetta framleiðslunúmer er ekki hluti af þeim upplýsingum sem nauðsynlegt er að fylgi skráningarskírteini á íslenskum bílum. Stefán segir Félag íslenskra bifreiðaeigenda vera mjög ósátt við að þær upplýsingar þurfi ekki að fylgja skráningarskírteinum. "Við sem neytendafélag teljum að það sé verið að fara aftan að venjulegu fólki. Satt að segja skiljum við ekki af hverju þetta var gert og af hverju þetta fyrirkomulag er hér," segir Stefán. Hann segir að upp hafi komið mál bæði hjá bílaumboðum og einstaklingum sem flytja inn bíla þar sem þetta hafi verið vandamál. Hann segir að umboðin hafi jafnvel þráast við að gefa upplýsingar um framleiðslunúmer þegar eftir því sé sóst. Stefán segir að ýmsir hlutir í bílum geti skemmst og ryðgað ef bíllinn er ónotaður en þær skemmdir komi svo í ljós þegar bíllinn sé gangsettur. Þar sé meðal annars um að ræða gírabúnað og annað sem ekki situr í olíu þegar bíllinn stendur óhreyfður. Einnig munu vera dæmi þess að bílar sem seldir eru sem nýir hafi orðið fyrir ryðskemmdum af því að standa lengi óhreyfðir utandyra. Erfitt er fyrir kaupendur að sækja rétt sinn í slíkum málum þar sem seljendum er ekki gert að gefa upplýsingar um framleiðslunúmerið.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira