Landsbankinn blæs til sóknar 10. ágúst 2004 00:01 Landsbankinn blæs til sóknar í samkeppninni um viðskipti einstaklinga með því að bjóða upp á nýja leið til að tryggja afkomu fjölskyldunnar lendi hún í áföllum. Fréttastofan kynnti sér þetta útspil bankans í dag en í því felst meðal annars að möguleikar viðbótarlífeyrissparnaðar eru nýttir til fulls. Bankastjórar Landsbankans lýstu yfir áhyggjum af fjárhagslegu öryggi fjölskyldna í landinu þegar þeir kynntu nýjungina fyrir fjölmiðlum í dag. Segja þeir kannanir sýna að einungis lítill hluti landsmanna hafi hugað að því að tryggja með viðundandi hætti afkomu sína komi til áfalla vegna veikinda eða dauðsfalla. Benda bankastjórarnir á að fjárhagslegar skuldbindingar íslenskra fjölskylda séu hátt hlutfall tekna og að fæstir megi af þeim sökum verða við tekjuskerðingu vegna áfalla. Þeirra lausn, og um leið aðferð til að fjölga viðskiptavinum, er að bjóða þeim sem hafa launareikning hjá bankanum upp á líf og sjúkdómatryggingu fyrir litla skerðingu ráðstöfunartekna. Launþegum gefst kostur á að leggja til hliðar í viðbótarlífeyrissparnað allt að sex prósent af tekjum. Hluta af því - eða um það bil eitt prósent - bjóða Landsbankamenn upp á að notaður verði til að kaupa lífeyristryggingu og með því að greiða fasta fjárhæð mánaðarlega, t.a.m. þúsund krónur fyrir einstakling með þrjú hundruð þúsund króna mánaðarlaun, fæst sjúkdómatrygging að auki. Fyrir það fæst trygging fyrir sjötíu prósent launa í sjö ár vegna dauðsfalls, tvö ár vegna veikinda launþegans og sex mánuði vegna veikinda barns. Landsbankinn hefur stækkað um hundrað prósent á síðustu fimmtán mánuðum - þ.e.a.s. jafn mikið og síðustu 118 ár þar á undan. Sigurjón Þ. Árnason bankastjóri segir vöxtinn undanfarna mánuði og misseri einkum hafa verið í verðbréfa- og fyrirtækjaviðskiptum. Sóknin hafi verið hlutfallslega minni á sviði einstaklingsviðskipta og að bankinn hafi í rauninni verið að undirbúa að hefja þá sókn sem hafi hafist í dag með nýju „vörunni“. Myndin er af Sigurjóni Þ. Árnasyni, bankastjóra Landsbankans. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Landsbankinn blæs til sóknar í samkeppninni um viðskipti einstaklinga með því að bjóða upp á nýja leið til að tryggja afkomu fjölskyldunnar lendi hún í áföllum. Fréttastofan kynnti sér þetta útspil bankans í dag en í því felst meðal annars að möguleikar viðbótarlífeyrissparnaðar eru nýttir til fulls. Bankastjórar Landsbankans lýstu yfir áhyggjum af fjárhagslegu öryggi fjölskyldna í landinu þegar þeir kynntu nýjungina fyrir fjölmiðlum í dag. Segja þeir kannanir sýna að einungis lítill hluti landsmanna hafi hugað að því að tryggja með viðundandi hætti afkomu sína komi til áfalla vegna veikinda eða dauðsfalla. Benda bankastjórarnir á að fjárhagslegar skuldbindingar íslenskra fjölskylda séu hátt hlutfall tekna og að fæstir megi af þeim sökum verða við tekjuskerðingu vegna áfalla. Þeirra lausn, og um leið aðferð til að fjölga viðskiptavinum, er að bjóða þeim sem hafa launareikning hjá bankanum upp á líf og sjúkdómatryggingu fyrir litla skerðingu ráðstöfunartekna. Launþegum gefst kostur á að leggja til hliðar í viðbótarlífeyrissparnað allt að sex prósent af tekjum. Hluta af því - eða um það bil eitt prósent - bjóða Landsbankamenn upp á að notaður verði til að kaupa lífeyristryggingu og með því að greiða fasta fjárhæð mánaðarlega, t.a.m. þúsund krónur fyrir einstakling með þrjú hundruð þúsund króna mánaðarlaun, fæst sjúkdómatrygging að auki. Fyrir það fæst trygging fyrir sjötíu prósent launa í sjö ár vegna dauðsfalls, tvö ár vegna veikinda launþegans og sex mánuði vegna veikinda barns. Landsbankinn hefur stækkað um hundrað prósent á síðustu fimmtán mánuðum - þ.e.a.s. jafn mikið og síðustu 118 ár þar á undan. Sigurjón Þ. Árnason bankastjóri segir vöxtinn undanfarna mánuði og misseri einkum hafa verið í verðbréfa- og fyrirtækjaviðskiptum. Sóknin hafi verið hlutfallslega minni á sviði einstaklingsviðskipta og að bankinn hafi í rauninni verið að undirbúa að hefja þá sókn sem hafi hafist í dag með nýju „vörunni“. Myndin er af Sigurjóni Þ. Árnasyni, bankastjóra Landsbankans.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira