Engin samkeppni án Íbúðalánasjóðs 27. ágúst 2004 00:01 Íbúðalánasjóður tilkynnti í gær að frá og með næsta mánudegi verði vextir á lánum sjóðsins 4,35 prósent. Þetta er 0,05 prósentustigum lægra en bankarnir hafa boðið í þessari viku. Hallur Magnússon hjá Íbúðalánasjóði segir að tekin hafi verið ákvörðun um það í fyrradag að í stað þess að vaxtabreytingar sjóðsins hlaupi á heilum tugum þá séu þær á heilum og hálfum tugi. Þetta hefur það í för með sér að vextir á lánunum verða 4,35 prósent en ekki 4,4 prósent. Að sögn Halls var þetta ákveðið í fyrrakvöld en hann segir að Íbúðalánasjóður sé þó ekki að keppa við bankana sem í vikunni hafa boðið 4,4 prósent vexti. "Við erum ekki að keppa við einn eða neinn í þessu," segir Hallur. Bankarnir hafa gagnrýnt Íbúðalánasjóð fyrir að fara ekki í opin útboð um skuldabréf í íbúðalánakerfinu en Hallur segir að vegna aðstöðunnar á bankamarkaði nú hafi verið gripið til þess ráðs að hafa útboðið lokað. "Og það er líka alveg ljóst að þessa dagana hefðu hagsmunir bankanna verið að hækka ávöxtunarkröfu bréfanna," segir Hallur. Hallur segir að hjá Íbúðalánasjóði hafi menn efasemdir um að bankarnir geti staðið undir því að bjóða lán með þeim kjörum sem hafa verið auglýst. "Hvernig á Sparisjóðurinn að geta boðið 4,4 prósent vexti ef langtímavextir lækka ekki á næstu örfáu mánuðum. Þeir geta ekkert fjármagnað þetta," segir Hallur. Hallur telur að þótt bankarnir séu farnir að bjóða svo lága vexti til íbúðakaupa þá ógni það ekki tilvist Íbúðalánasjóðs. "Í fyrsta lagi þá hefði þetta tilboð KB banka aldrei orðið nema með tilstilli Íbúðalánasjóðs. Þetta er bein afleiðing af tvennu; endurskipulagningu skuldabréfaútboða hjá okkur þar sem við tryggðum okkur og lækkuðum vaxtagólfið í landinu með sölu á íbúðabréfum á erlenda markaði og úrskurðar ESA um að starfsemi okkar félli innan ákvæða EES-samningsins," segir hann. Hann segir að Íbúðalánasjóður hafi það markmið að tryggja jafnræði á lánamarkaði og lækka vextina. Það sé hins vegar ekki markmið að Íbúðalánasjóður haldi svo hárri markaðshlutdeild sem hingað til. "Þvert á móti þá er þetta mjög ánægjuleg þróun að bankarnir séu að koma inn á þetta í meiri mæli," segir Hallur. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Íbúðalánasjóður tilkynnti í gær að frá og með næsta mánudegi verði vextir á lánum sjóðsins 4,35 prósent. Þetta er 0,05 prósentustigum lægra en bankarnir hafa boðið í þessari viku. Hallur Magnússon hjá Íbúðalánasjóði segir að tekin hafi verið ákvörðun um það í fyrradag að í stað þess að vaxtabreytingar sjóðsins hlaupi á heilum tugum þá séu þær á heilum og hálfum tugi. Þetta hefur það í för með sér að vextir á lánunum verða 4,35 prósent en ekki 4,4 prósent. Að sögn Halls var þetta ákveðið í fyrrakvöld en hann segir að Íbúðalánasjóður sé þó ekki að keppa við bankana sem í vikunni hafa boðið 4,4 prósent vexti. "Við erum ekki að keppa við einn eða neinn í þessu," segir Hallur. Bankarnir hafa gagnrýnt Íbúðalánasjóð fyrir að fara ekki í opin útboð um skuldabréf í íbúðalánakerfinu en Hallur segir að vegna aðstöðunnar á bankamarkaði nú hafi verið gripið til þess ráðs að hafa útboðið lokað. "Og það er líka alveg ljóst að þessa dagana hefðu hagsmunir bankanna verið að hækka ávöxtunarkröfu bréfanna," segir Hallur. Hallur segir að hjá Íbúðalánasjóði hafi menn efasemdir um að bankarnir geti staðið undir því að bjóða lán með þeim kjörum sem hafa verið auglýst. "Hvernig á Sparisjóðurinn að geta boðið 4,4 prósent vexti ef langtímavextir lækka ekki á næstu örfáu mánuðum. Þeir geta ekkert fjármagnað þetta," segir Hallur. Hallur telur að þótt bankarnir séu farnir að bjóða svo lága vexti til íbúðakaupa þá ógni það ekki tilvist Íbúðalánasjóðs. "Í fyrsta lagi þá hefði þetta tilboð KB banka aldrei orðið nema með tilstilli Íbúðalánasjóðs. Þetta er bein afleiðing af tvennu; endurskipulagningu skuldabréfaútboða hjá okkur þar sem við tryggðum okkur og lækkuðum vaxtagólfið í landinu með sölu á íbúðabréfum á erlenda markaði og úrskurðar ESA um að starfsemi okkar félli innan ákvæða EES-samningsins," segir hann. Hann segir að Íbúðalánasjóður hafi það markmið að tryggja jafnræði á lánamarkaði og lækka vextina. Það sé hins vegar ekki markmið að Íbúðalánasjóður haldi svo hárri markaðshlutdeild sem hingað til. "Þvert á móti þá er þetta mjög ánægjuleg þróun að bankarnir séu að koma inn á þetta í meiri mæli," segir Hallur.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira