Efast um bolmagn bankanna 27. ágúst 2004 00:01 Hallur Magnússon hjá Íbúðalánasjóði telur hæpið að bankarnir geti staðið undir því að bjóða 4,4 prósent vexti nema þeir geri lægri ávöxtunarkröfu en eðlilegt sé. Hann hefur einkum efasemdir um getu Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis til að bjóða upp á lán á þessum kjörum. "Vonandi hafa þeir bolmagn en til lengri tíma, að gefnu því að raunvaxtastig lækki ekki, þá er ljóst að þessi útlán þeirra eru ekki að gefa þeim ásættanlega ávöxtun sem eigendur bankanna gera til sinnar fjárfestingar," segir Hallur. Hann telur að bankarnir dragi þá ályktun að vaxtastig muni lækka á næstunni og því geti vaxtastigið skilað bönkunum ásættanlegum ábata. Lækki vaxtastigið hins vegar ekki telur Hallur að bankarnir séu í raun að borga með nýju lánunum. Um það að bankarnir séu komnir í beina samkeppni við Íbúðalánasjóð segir Hallur að gert hafi verið ráð fyrir því þegar kerfisbreytingar voru ákveðnar. "Við gerðum ráð fyrir svona ástandi. Reyndar ekki svona fljótt eða svona lágt. Við töldum ekki að menn hefðu bolmagn til að fara í 4,4 enda hafa þeir það ekki til lengri tíma litið," segir Hallur. Hann nefnir sérstaklega Sparisjóð Reykjavíkur og nágrennis í þessu samhengi, en SPRON hefur boðið 4,4 prósent vexti. "Hvernig á Sparisjóðurinn að geta boðið 4,4 prósent vexti ef langtímavextir lækka ekki á næstu örfáu mánuðum. Þeir geta ekkert fjármagnað þetta," segir Hallur. Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri hjá Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis, er undrandi á ummælum Halls. "Ég veit ekki hvað honum gengur til með slíkum ummælum. Við teljum okkur standa fullkomlega vel í þessu. Við skulum bara horfa til þess að sparisjóðirnir hafa veitt húsnæðislán á Íslandi í áratugi og það hafa ýmsar aðstæður verið á markaði," segir hann. Hann segir að sparisjóðirnir hafi alltaf fundið farveg í þeirri þróun og að það sé ekkert sem bendi til þess að þeir geti ekki tekið þátt í því sem sé að gerast núna. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Hallur Magnússon hjá Íbúðalánasjóði telur hæpið að bankarnir geti staðið undir því að bjóða 4,4 prósent vexti nema þeir geri lægri ávöxtunarkröfu en eðlilegt sé. Hann hefur einkum efasemdir um getu Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis til að bjóða upp á lán á þessum kjörum. "Vonandi hafa þeir bolmagn en til lengri tíma, að gefnu því að raunvaxtastig lækki ekki, þá er ljóst að þessi útlán þeirra eru ekki að gefa þeim ásættanlega ávöxtun sem eigendur bankanna gera til sinnar fjárfestingar," segir Hallur. Hann telur að bankarnir dragi þá ályktun að vaxtastig muni lækka á næstunni og því geti vaxtastigið skilað bönkunum ásættanlegum ábata. Lækki vaxtastigið hins vegar ekki telur Hallur að bankarnir séu í raun að borga með nýju lánunum. Um það að bankarnir séu komnir í beina samkeppni við Íbúðalánasjóð segir Hallur að gert hafi verið ráð fyrir því þegar kerfisbreytingar voru ákveðnar. "Við gerðum ráð fyrir svona ástandi. Reyndar ekki svona fljótt eða svona lágt. Við töldum ekki að menn hefðu bolmagn til að fara í 4,4 enda hafa þeir það ekki til lengri tíma litið," segir Hallur. Hann nefnir sérstaklega Sparisjóð Reykjavíkur og nágrennis í þessu samhengi, en SPRON hefur boðið 4,4 prósent vexti. "Hvernig á Sparisjóðurinn að geta boðið 4,4 prósent vexti ef langtímavextir lækka ekki á næstu örfáu mánuðum. Þeir geta ekkert fjármagnað þetta," segir Hallur. Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri hjá Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis, er undrandi á ummælum Halls. "Ég veit ekki hvað honum gengur til með slíkum ummælum. Við teljum okkur standa fullkomlega vel í þessu. Við skulum bara horfa til þess að sparisjóðirnir hafa veitt húsnæðislán á Íslandi í áratugi og það hafa ýmsar aðstæður verið á markaði," segir hann. Hann segir að sparisjóðirnir hafi alltaf fundið farveg í þeirri þróun og að það sé ekkert sem bendi til þess að þeir geti ekki tekið þátt í því sem sé að gerast núna.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira