Vextir þeir hæstu í Evrópu 30. ágúst 2004 00:01 Þrátt fyrir vaxtalækkanir fullyrðir formaður Neytendasamtakanna að vextir á lánum til íbúðarkaupa hér á landi séu þeir hæstu í Evrópu. Hann kennir verðtryggingu um. Fáir draga í efa kosti þess að vextir af lánum Íbúðalánasjóðs fara lækkandi og að viðskiptabankarnir bjóða lán til húsnæðiskaupa og endurfjármögnunar. Neytendasamtökin telja þessi kjör þó enn ekki sambærileg við það sem gerist í nágrannalöndunum. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakann, segir að taka verði tillit til þess að Ísland sé nánast eina landið í heiminum þar sem verðtrygging tíkist. Jóhannes telur að vextir á Íslandi séu hæstir í Evrópu ef litið er til þess að verðtryggingin bætist ofan á 4,4 % vexti. Jóhannes tekur sem dæmi að íbúðalán í Noregi beri tveggja prósenta vexti og í Danmörku fjögurra til fimm prósenta vexti. Þar er verðtrygging ekki til staðar og reyndar eru verðtryggð húsnæðislán afar sjaldséð nema í löndum sem hafa átt við langvarandi verðbólgu að stríða, eins og til dæmis Mexíkó og Brasilía. Verðtrygging fjármagns var heimiluð hér á landi árið1979 með það að markmiði að verja lánsfé og sparifé frá því að brenna upp í verðbólgu, og enn tíðkast verðtryggingin. Ólafur segir að það verði að endurskoða verðtrygginguna þegar allar forsendur fyrir henni séu brostnar. Fjármál heimilanna hafa einnig bent á að afnám verðtryggingar á íbúðalán sé löngu tímabært, enda íbúðalán öruggustu lánin á markaðinum með fyrsta veðrétt í fasteign. Tekið er dæmi um 8 milljóna króna lán, til fjörutíu ára, annars vegar verðtryggt með sex prósenta raunvöxtum og hins vegar óverðtryggt með 8,65 prósenta nafnvöxtum. Gert er ráð fyrir að verðbólgan sé að jafnaði 2,5 prósent. Greiðslubyrðin er vissulega þyngri í byrjun á óverðtryggða láninu, en dæmið snýst við eftir rúm 12 ár. Ráðgjafastofan kemst að þeirri niðurstöðu að þegar upp sé staðið nemi heildarkosnaður lántakanda, vegna verðtryggingarinnar, 7,5 milljónum króna. Og það - þrátt fyrir að óverðtryggða lánið beri mun hærri vexti. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Þrátt fyrir vaxtalækkanir fullyrðir formaður Neytendasamtakanna að vextir á lánum til íbúðarkaupa hér á landi séu þeir hæstu í Evrópu. Hann kennir verðtryggingu um. Fáir draga í efa kosti þess að vextir af lánum Íbúðalánasjóðs fara lækkandi og að viðskiptabankarnir bjóða lán til húsnæðiskaupa og endurfjármögnunar. Neytendasamtökin telja þessi kjör þó enn ekki sambærileg við það sem gerist í nágrannalöndunum. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakann, segir að taka verði tillit til þess að Ísland sé nánast eina landið í heiminum þar sem verðtrygging tíkist. Jóhannes telur að vextir á Íslandi séu hæstir í Evrópu ef litið er til þess að verðtryggingin bætist ofan á 4,4 % vexti. Jóhannes tekur sem dæmi að íbúðalán í Noregi beri tveggja prósenta vexti og í Danmörku fjögurra til fimm prósenta vexti. Þar er verðtrygging ekki til staðar og reyndar eru verðtryggð húsnæðislán afar sjaldséð nema í löndum sem hafa átt við langvarandi verðbólgu að stríða, eins og til dæmis Mexíkó og Brasilía. Verðtrygging fjármagns var heimiluð hér á landi árið1979 með það að markmiði að verja lánsfé og sparifé frá því að brenna upp í verðbólgu, og enn tíðkast verðtryggingin. Ólafur segir að það verði að endurskoða verðtrygginguna þegar allar forsendur fyrir henni séu brostnar. Fjármál heimilanna hafa einnig bent á að afnám verðtryggingar á íbúðalán sé löngu tímabært, enda íbúðalán öruggustu lánin á markaðinum með fyrsta veðrétt í fasteign. Tekið er dæmi um 8 milljóna króna lán, til fjörutíu ára, annars vegar verðtryggt með sex prósenta raunvöxtum og hins vegar óverðtryggt með 8,65 prósenta nafnvöxtum. Gert er ráð fyrir að verðbólgan sé að jafnaði 2,5 prósent. Greiðslubyrðin er vissulega þyngri í byrjun á óverðtryggða láninu, en dæmið snýst við eftir rúm 12 ár. Ráðgjafastofan kemst að þeirri niðurstöðu að þegar upp sé staðið nemi heildarkosnaður lántakanda, vegna verðtryggingarinnar, 7,5 milljónum króna. Og það - þrátt fyrir að óverðtryggða lánið beri mun hærri vexti.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira