Bætir mjög stöðu hluthafa 31. ágúst 2004 00:01 Samkeppnisstofnun verður skipt upp, stjórnarformanni hlutafélags verður bannað að starfa jafnframt að framkvæmdastjórn sama fyrirtækis og réttur minnihluta verður efldur, samkvæmt tillögum sem viðskiptaráðherra hyggst setja í lagafrumvörp í því skyni að auka traust á íslensku viðskiptalífi. Það var í byrjun árs sem ríkisstjórnin ákvað að skipa nefnd til að gera tillögur um hvernig bregðast mætti við aukinni samþjöppun í íslensku viðskiptalífi og hvernig mætti auka skilvirkni og traust á markaðnum. Viðskiptaráðherra og formaður nefndarinnar kynntu tillögurnar í dag en ráðherra boðaði jafnframt lagafrumvörp á Alþingi í haust á grundvelli þeirra. Nefndin er þó ekki á því að staðan hérlendis sé slæm. Gylfi Magnússon, formaður nefndarinnar segir stöðuna mun betri en hún hefur verið áður, hinsvegar geti hún orðið ennþá betri og það hafi verið stefna nefndarinnar. Hann segir að nefndin hafi ekki verið ánægð með allt í íslensku viðskiptalífi og reynt hafi verið að taka á því. Einnig hafi verið reynt að koma í veg fyrir þau vandamál komi upp hér á landi sem hafa verið að brenna fólk erlendis eins og ýmiskonar fyrirtækjahneiksli. Helsta tillagan lítur að því að skerpa eftirlit með samkeppnihömlum á markaði, veita meiru fjármagni til samkeppnisyfirvalda og að kljúfa Samkeppnisstofnun upp þannig að þau verkefni sem áður heyrðu undir Verðlagsstofnun fari annað. Þá er lagt til að samkeppnisyfirvöldum verði veitt heimild, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, til að krefjast þess að fyrirtæki, sem brotið hafa gegn ákvæðum samkeppnislaga, breyti skipulagi sínu. Tillögur nefndarinnar miða að því að auka minnihlutavernd í hlutafélögum, bæta upplýsingagjöf til hluthafa og gera hluthöfum auðveldara um vik að hafa áhrif á stjórn hlutafélaga á hluthafafundum. Athygli vekur tillaga um að stjórnarformanni hlutafélags verði ekki heimilt að taka að sér önnur störf fyrir félagið en þau sem falla undir eðlileg störf stjórnarformanns. Samkvæmt athugun nefndarinnar fyrr á árinu höfðu sjö fyrirtæki í Kauphöll starfandi stjórnarformann en þau voru Bakkavör, Eimskip, Eskja, KB banki, Líf, Opin kerfi og Samherji. Þá vekur athygli tillaga um að hluthöfum verði auðveldað að fara fram á sérstaka rannsókn á starfsemi félags, og að nægilegt sé að tillaga um rannsókn hljóti fylgi hluthafa sem ráða yfir 1/10 hlutafjárins. Valgerður Sverrisdóttir, viðskiptaráðherra telur það einna þýðingarmest að styrkja stöðu minni hluthafa. Hún segir markaðinn vera til fyrir almenning en ekki fyrir fyrirtækin og forstjórana. Gylfi Magnússon telur að þegar upp sé staðið muni breytingarnar á samkeppnisyfirvöldum skipta mestu máli. Þegar til lengri tíma sé litið muni þó bættir stjórnhættir fyrirtækja skila verulegum ávinningi fyrir þjóðarbúið. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hvernig get ég ávaxtað peninga barnanna minna sem best? Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Viðskipti innlent Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Sjá meira
Samkeppnisstofnun verður skipt upp, stjórnarformanni hlutafélags verður bannað að starfa jafnframt að framkvæmdastjórn sama fyrirtækis og réttur minnihluta verður efldur, samkvæmt tillögum sem viðskiptaráðherra hyggst setja í lagafrumvörp í því skyni að auka traust á íslensku viðskiptalífi. Það var í byrjun árs sem ríkisstjórnin ákvað að skipa nefnd til að gera tillögur um hvernig bregðast mætti við aukinni samþjöppun í íslensku viðskiptalífi og hvernig mætti auka skilvirkni og traust á markaðnum. Viðskiptaráðherra og formaður nefndarinnar kynntu tillögurnar í dag en ráðherra boðaði jafnframt lagafrumvörp á Alþingi í haust á grundvelli þeirra. Nefndin er þó ekki á því að staðan hérlendis sé slæm. Gylfi Magnússon, formaður nefndarinnar segir stöðuna mun betri en hún hefur verið áður, hinsvegar geti hún orðið ennþá betri og það hafi verið stefna nefndarinnar. Hann segir að nefndin hafi ekki verið ánægð með allt í íslensku viðskiptalífi og reynt hafi verið að taka á því. Einnig hafi verið reynt að koma í veg fyrir þau vandamál komi upp hér á landi sem hafa verið að brenna fólk erlendis eins og ýmiskonar fyrirtækjahneiksli. Helsta tillagan lítur að því að skerpa eftirlit með samkeppnihömlum á markaði, veita meiru fjármagni til samkeppnisyfirvalda og að kljúfa Samkeppnisstofnun upp þannig að þau verkefni sem áður heyrðu undir Verðlagsstofnun fari annað. Þá er lagt til að samkeppnisyfirvöldum verði veitt heimild, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, til að krefjast þess að fyrirtæki, sem brotið hafa gegn ákvæðum samkeppnislaga, breyti skipulagi sínu. Tillögur nefndarinnar miða að því að auka minnihlutavernd í hlutafélögum, bæta upplýsingagjöf til hluthafa og gera hluthöfum auðveldara um vik að hafa áhrif á stjórn hlutafélaga á hluthafafundum. Athygli vekur tillaga um að stjórnarformanni hlutafélags verði ekki heimilt að taka að sér önnur störf fyrir félagið en þau sem falla undir eðlileg störf stjórnarformanns. Samkvæmt athugun nefndarinnar fyrr á árinu höfðu sjö fyrirtæki í Kauphöll starfandi stjórnarformann en þau voru Bakkavör, Eimskip, Eskja, KB banki, Líf, Opin kerfi og Samherji. Þá vekur athygli tillaga um að hluthöfum verði auðveldað að fara fram á sérstaka rannsókn á starfsemi félags, og að nægilegt sé að tillaga um rannsókn hljóti fylgi hluthafa sem ráða yfir 1/10 hlutafjárins. Valgerður Sverrisdóttir, viðskiptaráðherra telur það einna þýðingarmest að styrkja stöðu minni hluthafa. Hún segir markaðinn vera til fyrir almenning en ekki fyrir fyrirtækin og forstjórana. Gylfi Magnússon telur að þegar upp sé staðið muni breytingarnar á samkeppnisyfirvöldum skipta mestu máli. Þegar til lengri tíma sé litið muni þó bættir stjórnhættir fyrirtækja skila verulegum ávinningi fyrir þjóðarbúið.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hvernig get ég ávaxtað peninga barnanna minna sem best? Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Viðskipti innlent Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Sjá meira