Gagnrýnin byggð á misskilningi 1. september 2004 00:01 Fulltrúar atvinnulífsins gagnrýna tillögur nefndar um hringamyndum þess efnis að samkeppnisyfirvöldum verði gert kleift að krefjast uppstokkunar á fyrirtækjum sem ekki vinna í anda samkeppnislaga. Illugi Gunnarsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra og einn nefndarmanna, segir gagnrýnina byggða á misskilningi. Nefndin taldi ekki æskilegt að setja sérstök lög um hringamyndun. Fyrirtækjum verði áfram heimilt að hagræða starfsemi sinni með samþjöppun en að sama skapi geti Samkeppnislög látið skipta upp fyrirtækjum sem vinni ekki í anda samkeppnislaga. Nefndin klofnaði í málinu en einn nefndarmanna, Þórdís Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnendaskólans, taldi tillögurnar geta skaðað íslenskt viðskiptalíf. Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir fullyrðingu viðskiptaráðherra um að þetta sé það sem sé að gerast í öðrum löndum hæpna. Heimildin á Evrópuvettvangi sé á „annarri hæð“ en landsrétturinn og löndin í kringum okkur hafa ekki verið að taka upp slíka heimild. Það væri þá helst Noregur en þangað er auðvelt að sækja mjög sérkennileg lagafyrirmæli eða -ákvæði um marga hluti að sögn Ara. Atvinnurrekendur setja hins vegar spurningarmerki við banni við því að stjórnarformenn séu í fullu starfi. Illugi Gunnarsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra og einn höfunda skýrslunnar, segir gagnrýnina á misskilningi byggða. Það sé einfaldlega verið að tryggja að viðskiptafrelsið sé fyrir alla en ekki einungis fáa. Nefndin vilji ekki að stjórnarformenn sitji í framkvæmdastjórn fyrirtækja og eigi þannig að hafa eftirlit með sjálfum sér. Illugi segir það ekki þýða að stjórnarformenn geti ekki unnið ýmis verk fyrir stjórnir fyrirtækjanna, þegið laun fyrir það og verið í því í fullu starfi. Illugi segir að eins sé um heimild samkeppnisyfirvalda til að skipta upp fyrirtækjum. Menn verði að fara efir lögunum eins og þau eru. Að hans sögn verða til eftirlitsúrræði til að fylgjast með því hvernig menn haga sér á markaði, og úrræði sem eru nægjanleg sterk til að tryggja að menn taki það alvarlega sem samkeppnisyfirvöld gera athugasemdir við. Illugi segir það lykilatriði að ekki komi til uppskiptingar fyrirtækja ef mál ganga svo langt, nema öll önnur úrræði hafi verið tæmd og reynd og búið sé að fara fyrir dómstóla, ef fyrirtæki unir ekki úrskurði samkeppnisstofnunar. Myndin er af Illuga Gunnarssyni. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira
Fulltrúar atvinnulífsins gagnrýna tillögur nefndar um hringamyndum þess efnis að samkeppnisyfirvöldum verði gert kleift að krefjast uppstokkunar á fyrirtækjum sem ekki vinna í anda samkeppnislaga. Illugi Gunnarsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra og einn nefndarmanna, segir gagnrýnina byggða á misskilningi. Nefndin taldi ekki æskilegt að setja sérstök lög um hringamyndun. Fyrirtækjum verði áfram heimilt að hagræða starfsemi sinni með samþjöppun en að sama skapi geti Samkeppnislög látið skipta upp fyrirtækjum sem vinni ekki í anda samkeppnislaga. Nefndin klofnaði í málinu en einn nefndarmanna, Þórdís Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnendaskólans, taldi tillögurnar geta skaðað íslenskt viðskiptalíf. Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir fullyrðingu viðskiptaráðherra um að þetta sé það sem sé að gerast í öðrum löndum hæpna. Heimildin á Evrópuvettvangi sé á „annarri hæð“ en landsrétturinn og löndin í kringum okkur hafa ekki verið að taka upp slíka heimild. Það væri þá helst Noregur en þangað er auðvelt að sækja mjög sérkennileg lagafyrirmæli eða -ákvæði um marga hluti að sögn Ara. Atvinnurrekendur setja hins vegar spurningarmerki við banni við því að stjórnarformenn séu í fullu starfi. Illugi Gunnarsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra og einn höfunda skýrslunnar, segir gagnrýnina á misskilningi byggða. Það sé einfaldlega verið að tryggja að viðskiptafrelsið sé fyrir alla en ekki einungis fáa. Nefndin vilji ekki að stjórnarformenn sitji í framkvæmdastjórn fyrirtækja og eigi þannig að hafa eftirlit með sjálfum sér. Illugi segir það ekki þýða að stjórnarformenn geti ekki unnið ýmis verk fyrir stjórnir fyrirtækjanna, þegið laun fyrir það og verið í því í fullu starfi. Illugi segir að eins sé um heimild samkeppnisyfirvalda til að skipta upp fyrirtækjum. Menn verði að fara efir lögunum eins og þau eru. Að hans sögn verða til eftirlitsúrræði til að fylgjast með því hvernig menn haga sér á markaði, og úrræði sem eru nægjanleg sterk til að tryggja að menn taki það alvarlega sem samkeppnisyfirvöld gera athugasemdir við. Illugi segir það lykilatriði að ekki komi til uppskiptingar fyrirtækja ef mál ganga svo langt, nema öll önnur úrræði hafi verið tæmd og reynd og búið sé að fara fyrir dómstóla, ef fyrirtæki unir ekki úrskurði samkeppnisstofnunar. Myndin er af Illuga Gunnarssyni.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira