Viðskiptin í samráði við Kauphöll 2. september 2004 00:01 Viðskipti Burðaráss og Orra Vigfússonar, bankaráðsmanns í Íslandsbanka, eru harðlega gagnrýnd úti á markaðnum. Kauphöllin gerði athugasemdir við viðskiptin, en taldi leiðrétta tilkynningu viðunandi. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar sagði að aðrir þættir viðskiptanna og eðli samningsins væru á verksviði Fjármálaeftirlitsins. Kauphöllin beindi því málinu þangað. Gagnrýnin beinist fyrst og fremst að því að fjárfestar hafi ekki verið upplýstir um hver bæri áhættu af bréfunum. Niðurstaðan er sú að Burðarás fær bréfin til baka á verði sem er langt undir núverandi markaðsgengi. Áhættan af breytingum á gengi bréfanna lá því allan tímann hjá Burðarási, en ekki hjá Orra eins og ætla mátti. Í kjölfarið hafa einnig verið settar fram spurningar um hvernig Íslandsbankabréfin voru bókfærð hjá Burðarási. Friðrik Jóhannsson forstjóri Burðaráss segir að farið hafi verið að öllum reglum varðandi viðskiptin og færslu þeirra í bókum félagsins. "Reikningsskil félagsins eru rétt og það þarf vart að ansa dylgjum um slíkt," segir Friðrik. "Við seldum bréfin á háu gengi í byrjun. Gengi sem var yfir markaðsgengi. Við töldum eftir samtal við Orra að hann gæti fengið erlenda fjárfesta að eignarhaldsfélagi sínu. Það gekk bara ekki eftir." Friðrik segir viðskiptin hafa verið með eðlilegum hætti. "Við höfðum samráð við Kauphöllina um tilkynninguna og þeir töldu hana í lagi. Svo skiptu þeir um skoðun sem er ekkert óeðlilegt." Friðrik segir að aðilar viðskiptanna hafi þegar komið til móts við Kauphöllina og sent nýja tilkynningu í samræmi við kröfur hennar. "Það var auðsótt mál af okkar hálfu að senda nýja tilkynningu." Fjármálaeftirlitið skoðar nú þessi viðskipti og fleiri þætti í sambandi við eignarhald Íslandsbanka. Þrír voru með stóra eignarhluti í framvirkum samningum í bankanum, auk Orra, eignarhaldsfélag í eigu Karls Wernerssonar og systkina hans. Það félag er komið yfir tíu prósenta hlut og fer því sjálfkrafa til skoðunar hjá Fjármálaeftirlitinu. Helgi Magnússon er einnig með framvirkan samning við Landsbankann um eignarhlut í bankanum. Honum var flaggað á sínum tíma og fyrir liggja allar upplýsingar um áhættu hvors aðila um sig af viðskiptunum. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Viðskipti Burðaráss og Orra Vigfússonar, bankaráðsmanns í Íslandsbanka, eru harðlega gagnrýnd úti á markaðnum. Kauphöllin gerði athugasemdir við viðskiptin, en taldi leiðrétta tilkynningu viðunandi. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar sagði að aðrir þættir viðskiptanna og eðli samningsins væru á verksviði Fjármálaeftirlitsins. Kauphöllin beindi því málinu þangað. Gagnrýnin beinist fyrst og fremst að því að fjárfestar hafi ekki verið upplýstir um hver bæri áhættu af bréfunum. Niðurstaðan er sú að Burðarás fær bréfin til baka á verði sem er langt undir núverandi markaðsgengi. Áhættan af breytingum á gengi bréfanna lá því allan tímann hjá Burðarási, en ekki hjá Orra eins og ætla mátti. Í kjölfarið hafa einnig verið settar fram spurningar um hvernig Íslandsbankabréfin voru bókfærð hjá Burðarási. Friðrik Jóhannsson forstjóri Burðaráss segir að farið hafi verið að öllum reglum varðandi viðskiptin og færslu þeirra í bókum félagsins. "Reikningsskil félagsins eru rétt og það þarf vart að ansa dylgjum um slíkt," segir Friðrik. "Við seldum bréfin á háu gengi í byrjun. Gengi sem var yfir markaðsgengi. Við töldum eftir samtal við Orra að hann gæti fengið erlenda fjárfesta að eignarhaldsfélagi sínu. Það gekk bara ekki eftir." Friðrik segir viðskiptin hafa verið með eðlilegum hætti. "Við höfðum samráð við Kauphöllina um tilkynninguna og þeir töldu hana í lagi. Svo skiptu þeir um skoðun sem er ekkert óeðlilegt." Friðrik segir að aðilar viðskiptanna hafi þegar komið til móts við Kauphöllina og sent nýja tilkynningu í samræmi við kröfur hennar. "Það var auðsótt mál af okkar hálfu að senda nýja tilkynningu." Fjármálaeftirlitið skoðar nú þessi viðskipti og fleiri þætti í sambandi við eignarhald Íslandsbanka. Þrír voru með stóra eignarhluti í framvirkum samningum í bankanum, auk Orra, eignarhaldsfélag í eigu Karls Wernerssonar og systkina hans. Það félag er komið yfir tíu prósenta hlut og fer því sjálfkrafa til skoðunar hjá Fjármálaeftirlitinu. Helgi Magnússon er einnig með framvirkan samning við Landsbankann um eignarhlut í bankanum. Honum var flaggað á sínum tíma og fyrir liggja allar upplýsingar um áhættu hvors aðila um sig af viðskiptunum.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira