Hiti yfir meðallagi í 29 mánuði 2. september 2004 15:00 Meðalhiti í Reykjavík í ágústmánuði var 12,6 stig, eða 2,3 stigum ofan við meðallag, samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Mánaðarhiti hefur nú verið yfir meðallagi í Reykjavík í 29 mánuði samfellt. Mánuðurinn var mjög hlýr um land allt og í annarri viku mánaðarins gerði mjög óvenjulega hitabylgju. Hennar gætti einkum um sunnan- og vestanvert landið og inn til landsins í öðrum landshlutum. Hitamet féllu víða, m.a. 113 ára gamalt hitamet í Reykjavík, en hiti komst þar í 24,8 stig þann 11. ágúst. Hitabylgjan var ekki síst óvenjuleg fyrir það hversu marga daga hún stóð og fór hiti yfir 20 stig í Reykjavík fjóra daga í röð, en ekki er vitað til þess að slíkt hafi gerst áður. Ágúst í fyrra var reyndar 0,2 stigum hlýrri en þessir tveir mánuðir eru þeir hlýjustu síðan samfelldar mælingar hófust í Reykjavík um 1870. Á Egilsstaðaflugvelli mældist hámarkshiti 29,2 stig þann 11. ágúst og er ekki vitað um jafn háan hita hér á landi í ágústmánuði. Ágúst varð nú meira ein einu stigi hlýrri en júlí en óvenjulegt er að svo miklu muni á mánuðunum tveimur á þennan veginn því ágúst er yfirleitt ívíð kaldari en júlí. Meðalhitinn á Akureyri mældist 12,1 stig og er það 2,1 stigi yfir meðallagi. Svo hlýtt verður í ágúst á Akureyri að jafnaði á 10 til 15 ára fresti. Eins og í Reykjavík var ágúst í fyrra hlýrri á Akureyri en nú. Meðalhiti í Akurnesi var 11,8 stig, og 9,3 á Hveravöllum. Á báðum síðasttöldu stöðvunum var ágúst í fyrra heldur hlýrri en nú. Úrkoma var nálægt meðallagi í Reykjavík og á Akureyri, í Reykjavík mældist hún 60 mm eða 96% af meðallagi, en á Akureyri mældist úrkoman 40 mm og er það 17% umfram meðallag. Í Akurnesi rigndi óvenju mikið fyrstu viku mánaðarins og mánaðarúrkoman varð 233 mm. Sólríkt var á landinu. Í Reykjavík mældust sólskinsstundirnar 248. Svo mikið sólskin hefur ekki mælst þar í ágúst síðan 1960, en þá mældust sólskinsstundirnar 278. Sólskinsstundafjöldinn nú er 93 umfram meðallag. Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 209 eða 73 umfram meðallag og hefur þar aldrei mælst jafn mikið sólskin í ágúst. Sumarið hefur verið hlýtt, meðalhitinn í Reykjavík var 11,5 stig og hafa þessir mánuðir aðeins þrisvar orðið hlýrri en nú, það var í fyrra, 1939 og 1880. Á Akureyri var meðalhiti þessara þriggja mánaða einnig 11,5 stig en nokkur sumur hafa orðið hlýrri þar, síðast í fyrra og síðan 1984 og 1976. Heildarúrkoma mánaðanna þriggja hefur verið nærri meðallagi í Reykjavík en þurrt var framan af sumri fyrir norðan. Úrkoma í öðrum landshlutum hefur ekki verið gerð upp. Sólríkt var síðustu þrjá mánuði. Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 650 og hafa sólskinsstundirnar ekki orðið fleiri á þessum tíma árs síðan 1960 en það sumar og sumarið 1971 voru sólskinsstundirnar ámóta margar. Fyrr á öldinni komu nokkur sumur með enn meira sólskini en nú. Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 610 og er það með mesta móti. Þó urðu sólskinsstundir á Akureyri ívið fleiri en nú í júní til ágúst árið 2000. Veður Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Meðalhiti í Reykjavík í ágústmánuði var 12,6 stig, eða 2,3 stigum ofan við meðallag, samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Mánaðarhiti hefur nú verið yfir meðallagi í Reykjavík í 29 mánuði samfellt. Mánuðurinn var mjög hlýr um land allt og í annarri viku mánaðarins gerði mjög óvenjulega hitabylgju. Hennar gætti einkum um sunnan- og vestanvert landið og inn til landsins í öðrum landshlutum. Hitamet féllu víða, m.a. 113 ára gamalt hitamet í Reykjavík, en hiti komst þar í 24,8 stig þann 11. ágúst. Hitabylgjan var ekki síst óvenjuleg fyrir það hversu marga daga hún stóð og fór hiti yfir 20 stig í Reykjavík fjóra daga í röð, en ekki er vitað til þess að slíkt hafi gerst áður. Ágúst í fyrra var reyndar 0,2 stigum hlýrri en þessir tveir mánuðir eru þeir hlýjustu síðan samfelldar mælingar hófust í Reykjavík um 1870. Á Egilsstaðaflugvelli mældist hámarkshiti 29,2 stig þann 11. ágúst og er ekki vitað um jafn háan hita hér á landi í ágústmánuði. Ágúst varð nú meira ein einu stigi hlýrri en júlí en óvenjulegt er að svo miklu muni á mánuðunum tveimur á þennan veginn því ágúst er yfirleitt ívíð kaldari en júlí. Meðalhitinn á Akureyri mældist 12,1 stig og er það 2,1 stigi yfir meðallagi. Svo hlýtt verður í ágúst á Akureyri að jafnaði á 10 til 15 ára fresti. Eins og í Reykjavík var ágúst í fyrra hlýrri á Akureyri en nú. Meðalhiti í Akurnesi var 11,8 stig, og 9,3 á Hveravöllum. Á báðum síðasttöldu stöðvunum var ágúst í fyrra heldur hlýrri en nú. Úrkoma var nálægt meðallagi í Reykjavík og á Akureyri, í Reykjavík mældist hún 60 mm eða 96% af meðallagi, en á Akureyri mældist úrkoman 40 mm og er það 17% umfram meðallag. Í Akurnesi rigndi óvenju mikið fyrstu viku mánaðarins og mánaðarúrkoman varð 233 mm. Sólríkt var á landinu. Í Reykjavík mældust sólskinsstundirnar 248. Svo mikið sólskin hefur ekki mælst þar í ágúst síðan 1960, en þá mældust sólskinsstundirnar 278. Sólskinsstundafjöldinn nú er 93 umfram meðallag. Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 209 eða 73 umfram meðallag og hefur þar aldrei mælst jafn mikið sólskin í ágúst. Sumarið hefur verið hlýtt, meðalhitinn í Reykjavík var 11,5 stig og hafa þessir mánuðir aðeins þrisvar orðið hlýrri en nú, það var í fyrra, 1939 og 1880. Á Akureyri var meðalhiti þessara þriggja mánaða einnig 11,5 stig en nokkur sumur hafa orðið hlýrri þar, síðast í fyrra og síðan 1984 og 1976. Heildarúrkoma mánaðanna þriggja hefur verið nærri meðallagi í Reykjavík en þurrt var framan af sumri fyrir norðan. Úrkoma í öðrum landshlutum hefur ekki verið gerð upp. Sólríkt var síðustu þrjá mánuði. Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 650 og hafa sólskinsstundirnar ekki orðið fleiri á þessum tíma árs síðan 1960 en það sumar og sumarið 1971 voru sólskinsstundirnar ámóta margar. Fyrr á öldinni komu nokkur sumur með enn meira sólskini en nú. Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 610 og er það með mesta móti. Þó urðu sólskinsstundir á Akureyri ívið fleiri en nú í júní til ágúst árið 2000.
Veður Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira