Hiti yfir meðallagi í 29 mánuði 2. september 2004 15:00 Meðalhiti í Reykjavík í ágústmánuði var 12,6 stig, eða 2,3 stigum ofan við meðallag, samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Mánaðarhiti hefur nú verið yfir meðallagi í Reykjavík í 29 mánuði samfellt. Mánuðurinn var mjög hlýr um land allt og í annarri viku mánaðarins gerði mjög óvenjulega hitabylgju. Hennar gætti einkum um sunnan- og vestanvert landið og inn til landsins í öðrum landshlutum. Hitamet féllu víða, m.a. 113 ára gamalt hitamet í Reykjavík, en hiti komst þar í 24,8 stig þann 11. ágúst. Hitabylgjan var ekki síst óvenjuleg fyrir það hversu marga daga hún stóð og fór hiti yfir 20 stig í Reykjavík fjóra daga í röð, en ekki er vitað til þess að slíkt hafi gerst áður. Ágúst í fyrra var reyndar 0,2 stigum hlýrri en þessir tveir mánuðir eru þeir hlýjustu síðan samfelldar mælingar hófust í Reykjavík um 1870. Á Egilsstaðaflugvelli mældist hámarkshiti 29,2 stig þann 11. ágúst og er ekki vitað um jafn háan hita hér á landi í ágústmánuði. Ágúst varð nú meira ein einu stigi hlýrri en júlí en óvenjulegt er að svo miklu muni á mánuðunum tveimur á þennan veginn því ágúst er yfirleitt ívíð kaldari en júlí. Meðalhitinn á Akureyri mældist 12,1 stig og er það 2,1 stigi yfir meðallagi. Svo hlýtt verður í ágúst á Akureyri að jafnaði á 10 til 15 ára fresti. Eins og í Reykjavík var ágúst í fyrra hlýrri á Akureyri en nú. Meðalhiti í Akurnesi var 11,8 stig, og 9,3 á Hveravöllum. Á báðum síðasttöldu stöðvunum var ágúst í fyrra heldur hlýrri en nú. Úrkoma var nálægt meðallagi í Reykjavík og á Akureyri, í Reykjavík mældist hún 60 mm eða 96% af meðallagi, en á Akureyri mældist úrkoman 40 mm og er það 17% umfram meðallag. Í Akurnesi rigndi óvenju mikið fyrstu viku mánaðarins og mánaðarúrkoman varð 233 mm. Sólríkt var á landinu. Í Reykjavík mældust sólskinsstundirnar 248. Svo mikið sólskin hefur ekki mælst þar í ágúst síðan 1960, en þá mældust sólskinsstundirnar 278. Sólskinsstundafjöldinn nú er 93 umfram meðallag. Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 209 eða 73 umfram meðallag og hefur þar aldrei mælst jafn mikið sólskin í ágúst. Sumarið hefur verið hlýtt, meðalhitinn í Reykjavík var 11,5 stig og hafa þessir mánuðir aðeins þrisvar orðið hlýrri en nú, það var í fyrra, 1939 og 1880. Á Akureyri var meðalhiti þessara þriggja mánaða einnig 11,5 stig en nokkur sumur hafa orðið hlýrri þar, síðast í fyrra og síðan 1984 og 1976. Heildarúrkoma mánaðanna þriggja hefur verið nærri meðallagi í Reykjavík en þurrt var framan af sumri fyrir norðan. Úrkoma í öðrum landshlutum hefur ekki verið gerð upp. Sólríkt var síðustu þrjá mánuði. Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 650 og hafa sólskinsstundirnar ekki orðið fleiri á þessum tíma árs síðan 1960 en það sumar og sumarið 1971 voru sólskinsstundirnar ámóta margar. Fyrr á öldinni komu nokkur sumur með enn meira sólskini en nú. Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 610 og er það með mesta móti. Þó urðu sólskinsstundir á Akureyri ívið fleiri en nú í júní til ágúst árið 2000. Veður Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn Sjá meira
Meðalhiti í Reykjavík í ágústmánuði var 12,6 stig, eða 2,3 stigum ofan við meðallag, samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Mánaðarhiti hefur nú verið yfir meðallagi í Reykjavík í 29 mánuði samfellt. Mánuðurinn var mjög hlýr um land allt og í annarri viku mánaðarins gerði mjög óvenjulega hitabylgju. Hennar gætti einkum um sunnan- og vestanvert landið og inn til landsins í öðrum landshlutum. Hitamet féllu víða, m.a. 113 ára gamalt hitamet í Reykjavík, en hiti komst þar í 24,8 stig þann 11. ágúst. Hitabylgjan var ekki síst óvenjuleg fyrir það hversu marga daga hún stóð og fór hiti yfir 20 stig í Reykjavík fjóra daga í röð, en ekki er vitað til þess að slíkt hafi gerst áður. Ágúst í fyrra var reyndar 0,2 stigum hlýrri en þessir tveir mánuðir eru þeir hlýjustu síðan samfelldar mælingar hófust í Reykjavík um 1870. Á Egilsstaðaflugvelli mældist hámarkshiti 29,2 stig þann 11. ágúst og er ekki vitað um jafn háan hita hér á landi í ágústmánuði. Ágúst varð nú meira ein einu stigi hlýrri en júlí en óvenjulegt er að svo miklu muni á mánuðunum tveimur á þennan veginn því ágúst er yfirleitt ívíð kaldari en júlí. Meðalhitinn á Akureyri mældist 12,1 stig og er það 2,1 stigi yfir meðallagi. Svo hlýtt verður í ágúst á Akureyri að jafnaði á 10 til 15 ára fresti. Eins og í Reykjavík var ágúst í fyrra hlýrri á Akureyri en nú. Meðalhiti í Akurnesi var 11,8 stig, og 9,3 á Hveravöllum. Á báðum síðasttöldu stöðvunum var ágúst í fyrra heldur hlýrri en nú. Úrkoma var nálægt meðallagi í Reykjavík og á Akureyri, í Reykjavík mældist hún 60 mm eða 96% af meðallagi, en á Akureyri mældist úrkoman 40 mm og er það 17% umfram meðallag. Í Akurnesi rigndi óvenju mikið fyrstu viku mánaðarins og mánaðarúrkoman varð 233 mm. Sólríkt var á landinu. Í Reykjavík mældust sólskinsstundirnar 248. Svo mikið sólskin hefur ekki mælst þar í ágúst síðan 1960, en þá mældust sólskinsstundirnar 278. Sólskinsstundafjöldinn nú er 93 umfram meðallag. Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 209 eða 73 umfram meðallag og hefur þar aldrei mælst jafn mikið sólskin í ágúst. Sumarið hefur verið hlýtt, meðalhitinn í Reykjavík var 11,5 stig og hafa þessir mánuðir aðeins þrisvar orðið hlýrri en nú, það var í fyrra, 1939 og 1880. Á Akureyri var meðalhiti þessara þriggja mánaða einnig 11,5 stig en nokkur sumur hafa orðið hlýrri þar, síðast í fyrra og síðan 1984 og 1976. Heildarúrkoma mánaðanna þriggja hefur verið nærri meðallagi í Reykjavík en þurrt var framan af sumri fyrir norðan. Úrkoma í öðrum landshlutum hefur ekki verið gerð upp. Sólríkt var síðustu þrjá mánuði. Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 650 og hafa sólskinsstundirnar ekki orðið fleiri á þessum tíma árs síðan 1960 en það sumar og sumarið 1971 voru sólskinsstundirnar ámóta margar. Fyrr á öldinni komu nokkur sumur með enn meira sólskini en nú. Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 610 og er það með mesta móti. Þó urðu sólskinsstundir á Akureyri ívið fleiri en nú í júní til ágúst árið 2000.
Veður Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn Sjá meira