Verðtrygging ekki alslæm 2. september 2004 00:01 Með umræðu um lækkandi raunvexti hefur vaknað umræða um verðtryggingu lána. Óverðtryggð lán eru algengari en verðtryggð í nágrannalöndum okkar. "Ísland er verðbólguland, það hefur aldrei verið stöðugleiki hér um lengri tíma," segir Ásgeir Jónsson, hagfræðigur greiningardeildar KB banka. Hann segir að þegar til lengri tíma hafi verið litið hafi fólk grætt á því að vera með lán sín verðtryggð. Ásgeir segir að með kröfu um afnám verðtryggingar sé verið að skjóta sendiboðann "Vandamálið er verðbólgan ekki verðtryggingin." Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ, tekur undir það að verðtryggingin sjálf sé ekki afleit. "Það sem skiptir einstaklinginn eða fyrirtækið sem tekur lánið máli er hvert vaxtastigið er. Ef við tökum óverðtryggt lán þá getum við búist við því að lánveitandinn leggi verðbólguálag á lánið með hærri vöxtum." Ólafur segir að engin trygging sé fyrir því að óverðtryggða lánið sé ódýrara fyrir lántakandann þegar upp sé staðið. "Það er örugglega hægt að segja að það er ekki sjálfgefið að óverðtryggða lánið verði ódýrara en það verðtryggða." Ólafur bætir því við að í langflestum tilfellum séu óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum og verðbólguvæntingar á hverjum tíma komi fram í vaxtastigi þeirra lána. Björn Rúnar Guðmundsson, hagfræðingur greiningardeildar Landsbankans, segir að til þess að óverðtryggð lán verði tekin upp í einhverjum mæli þurfi menn að trúa á að stöðugleiki muni ríkja til lengri tíma. "Verðtrygging er að verða vinsælli erlendis. Menn eru farnir að átta sig á því að þetta form getur haft áhugaverða eiginleika.," segir Björn. Hann segir að með verðtryggingu útiloki menn einn þátt áhættunnar við útgáfu skuldabréfsins. "Þar af leiðandi ættu menn að geta boðið lægri raunvexti." Hagfræðingarnir segja lækkandi raunvexti eins og menn hafa verið að sjá í aukinni samkeppni á markaði séu mun ánægjulegri tíðindi fyrir lántakendur, heldur en það hvort vertrygging yrði afnumin. Ásgeir segir að hins vegar megi deila um hvaða þættir séu settir inn í vísitöluna sem ákvarða verðtrygginguna. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Með umræðu um lækkandi raunvexti hefur vaknað umræða um verðtryggingu lána. Óverðtryggð lán eru algengari en verðtryggð í nágrannalöndum okkar. "Ísland er verðbólguland, það hefur aldrei verið stöðugleiki hér um lengri tíma," segir Ásgeir Jónsson, hagfræðigur greiningardeildar KB banka. Hann segir að þegar til lengri tíma hafi verið litið hafi fólk grætt á því að vera með lán sín verðtryggð. Ásgeir segir að með kröfu um afnám verðtryggingar sé verið að skjóta sendiboðann "Vandamálið er verðbólgan ekki verðtryggingin." Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ, tekur undir það að verðtryggingin sjálf sé ekki afleit. "Það sem skiptir einstaklinginn eða fyrirtækið sem tekur lánið máli er hvert vaxtastigið er. Ef við tökum óverðtryggt lán þá getum við búist við því að lánveitandinn leggi verðbólguálag á lánið með hærri vöxtum." Ólafur segir að engin trygging sé fyrir því að óverðtryggða lánið sé ódýrara fyrir lántakandann þegar upp sé staðið. "Það er örugglega hægt að segja að það er ekki sjálfgefið að óverðtryggða lánið verði ódýrara en það verðtryggða." Ólafur bætir því við að í langflestum tilfellum séu óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum og verðbólguvæntingar á hverjum tíma komi fram í vaxtastigi þeirra lána. Björn Rúnar Guðmundsson, hagfræðingur greiningardeildar Landsbankans, segir að til þess að óverðtryggð lán verði tekin upp í einhverjum mæli þurfi menn að trúa á að stöðugleiki muni ríkja til lengri tíma. "Verðtrygging er að verða vinsælli erlendis. Menn eru farnir að átta sig á því að þetta form getur haft áhugaverða eiginleika.," segir Björn. Hann segir að með verðtryggingu útiloki menn einn þátt áhættunnar við útgáfu skuldabréfsins. "Þar af leiðandi ættu menn að geta boðið lægri raunvexti." Hagfræðingarnir segja lækkandi raunvexti eins og menn hafa verið að sjá í aukinni samkeppni á markaði séu mun ánægjulegri tíðindi fyrir lántakendur, heldur en það hvort vertrygging yrði afnumin. Ásgeir segir að hins vegar megi deila um hvaða þættir séu settir inn í vísitöluna sem ákvarða verðtrygginguna.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira