Óvíst hvort allt verði boðið út 4. september 2004 00:01 "Það er engan veginn gefið að öll fjarskiptaþjónusta ríkisins sé útboðshæf," segir Stefán Jón Friðriksson, sérfræðingur á sviði opinberra innkaupa og útboða hjá fjármálaráðuneytinu og starfsmaður framkvæmdanefndar um einkavæðingu. Aðeins tvö ríkisfyrirtæki hafa boðið út fjarskiptaþjónustu þrátt fyrir yfirlýsta stefnu stjórnvalda um að bjóða út rekstur þar sem því verði við komið. Útboðin eru í undirbúningi Ríkiskaupa. "Fjarskiptaþjónusta er ekki útboðsskyld samkvæmt lögum um opinber innkaup heldur er verið að gæta samræmis í stefnu stjórnvalda. Það er hluti af skýringunni hve seint var hafist handa við að undirbúa útboð þjónustunnar en einnig að fjarskiptamarkaðurinn er orðinn miklu þroskaðari og því er nú rétti tíminn til breytinga," segir Stefán. Sé horft til 52% sparnaðar sem Reykjavíkurborg náði við útboð á öllum símakostnaði ásamt kostnaði við gagnaflutninga og gagnalínuleigu má ætla að um verulegar fjárhæðir sé að ræða fyrir ríkissjóð; jafnvel um 745 milljónir króna. Stefán segir ekki rétt að bera saman ólíka hluti eins og gert sé í þessu tilviki. "Í útboði Reykjavíkurborgar er talað um takmarkaðan þátt af heildarfjarskiptum Reykjavíkurborgar. Inn í rúmlega 1.350 milljóna kostnaðartölu ríkisins gæti til dæmis reiknast rekstur á skipafjarskiptum og flugfjarskiptum. Það er allt annar hlutur og ekki víst að unnt sé að bjóða hann út þó það verði skoðað," segir Stefán. Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir samkeppni fjarskiptafyrirtækja óeðlilega og að sumir haldi því fram að ríkisstjórnin sé að reyna að auka verðgildi Símans í fyrirhuguðu útboði með því að láta markaðinn halda að viðskipti við ríkissjóð fylgi með. "Það stenst engan veginn skoðun því nýr eigandi Símans getur ekki gengið að því vísu að ríkissjóður sé alltaf í viðskiptum við eitt og sama fyrirtækið," segir Guðmundur. Stefán segir ekki beðið með fjarskiptaútboð ríkisfyrirtækja til að auka verðmæti Símans fyrir sölu. Miklu fremur sé þess vænst að hagræðing og sparnaður náist með umræddu útboði. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Sjá meira
"Það er engan veginn gefið að öll fjarskiptaþjónusta ríkisins sé útboðshæf," segir Stefán Jón Friðriksson, sérfræðingur á sviði opinberra innkaupa og útboða hjá fjármálaráðuneytinu og starfsmaður framkvæmdanefndar um einkavæðingu. Aðeins tvö ríkisfyrirtæki hafa boðið út fjarskiptaþjónustu þrátt fyrir yfirlýsta stefnu stjórnvalda um að bjóða út rekstur þar sem því verði við komið. Útboðin eru í undirbúningi Ríkiskaupa. "Fjarskiptaþjónusta er ekki útboðsskyld samkvæmt lögum um opinber innkaup heldur er verið að gæta samræmis í stefnu stjórnvalda. Það er hluti af skýringunni hve seint var hafist handa við að undirbúa útboð þjónustunnar en einnig að fjarskiptamarkaðurinn er orðinn miklu þroskaðari og því er nú rétti tíminn til breytinga," segir Stefán. Sé horft til 52% sparnaðar sem Reykjavíkurborg náði við útboð á öllum símakostnaði ásamt kostnaði við gagnaflutninga og gagnalínuleigu má ætla að um verulegar fjárhæðir sé að ræða fyrir ríkissjóð; jafnvel um 745 milljónir króna. Stefán segir ekki rétt að bera saman ólíka hluti eins og gert sé í þessu tilviki. "Í útboði Reykjavíkurborgar er talað um takmarkaðan þátt af heildarfjarskiptum Reykjavíkurborgar. Inn í rúmlega 1.350 milljóna kostnaðartölu ríkisins gæti til dæmis reiknast rekstur á skipafjarskiptum og flugfjarskiptum. Það er allt annar hlutur og ekki víst að unnt sé að bjóða hann út þó það verði skoðað," segir Stefán. Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir samkeppni fjarskiptafyrirtækja óeðlilega og að sumir haldi því fram að ríkisstjórnin sé að reyna að auka verðgildi Símans í fyrirhuguðu útboði með því að láta markaðinn halda að viðskipti við ríkissjóð fylgi með. "Það stenst engan veginn skoðun því nýr eigandi Símans getur ekki gengið að því vísu að ríkissjóður sé alltaf í viðskiptum við eitt og sama fyrirtækið," segir Guðmundur. Stefán segir ekki beðið með fjarskiptaútboð ríkisfyrirtækja til að auka verðmæti Símans fyrir sölu. Miklu fremur sé þess vænst að hagræðing og sparnaður náist með umræddu útboði.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Sjá meira