Hefði stangast á við fjölmiðlalög 4. september 2004 00:01 Forsætisráðherra telur að kaup Símans á stórum hlut í Skjá einum hefðu brotið í bága við lög ef fjölmiðlafrumvarpið sem hann lagði fram í vor hefði orðið að lögum. Menntamálaráðherra tekur í sama streng. Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur marga þingmenn flokksins vera andvíga þessum viðskiptum. Eins og fram kom í fréttum í gær þá hefur Landssíminn, sem er í eigu ríkisins, ákveðið að kaupa rúmlega fjórðungs hlut í Skjá einum. Davíð Oddsson, forsætisráðherra segist hafa heyrt af þessu fyrst í gærkvöld. Hann hafi ekki kynnt sér málið nánar, vegna veikindafjarvista, en honum sýnist, í ljósi þess að Síminn er með markaðsráðandi stöðu á fjarskiptamarkaði, að viðskiptin séu í andstöðu við fjölmiðlafrumvarpið sem ríkisstjórnin lagði fram í vor. Menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, segir Símann vera sjálfstætt fyrirtæki og ekki hennar að blanda sér í málefni þess. Þetta sé í samræmi við gildandi lög, en annað mál hvort þetta sé í samræmi við fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Í fljótu bragði sýnist henni sem það geri það ekki. Hún segir þó meginmálið nú að fá þá aðila sem fjölmiðlamálið snertir til að vinna að málinu í góðri sátt. Fjármálaráðherra sem fer með eignarhald ríkisins í Símanum segist ekki hafa verið hafður með í ráðum við viðskiptin, en segir ákvörðun stjórnenda símans vera viðskiptalegs eðlis, og gerir hann enga athugsemd við hana. Geir H. Haarde telur viðskiptin ekki ganga gegn stefnu sjálfstæðisflokksins í fjölmiðlamálinu. Hins vegar styrki það mástað þeirra sem vilji einkavæða fyrirtæki. Sigurður Kári Kristjánsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins telur þessi viðskipti vera í andstöðu við stefnu Sjálfstæðisflokksins, og að kaup á svona stórum hluta í Skjá einum sé ekki í samræmi við þau stefnumið sem talað hafi verið fyrir í sumar í tengslum við fjölmiðlalögin. Hann telur fleiri flokksmenn sína á sama máli. Stjónvarpsstjóri Skjás eins, Magnús Ragnarsson, hafði sent inn umsókn um stöðu Þjóðleikhússtjóra til menntamálaráðuneytisins. Hann dró þá umsókn til baka í vikunni eftir að ljóst var að samningar Landssímans og Skjás eins væru í burðarliðnum. Þá má geta þess að Magnús var einarður stuðningsmaður fjölmiðlafrumvarpsins í vor sem kvað á um það að markaðsráðandi fyrirtækjum væri bannað að eiga hlut í ljósvakamiðlum. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Skapa íslenska sundstemningu í New York Viðskipti erlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Forsætisráðherra telur að kaup Símans á stórum hlut í Skjá einum hefðu brotið í bága við lög ef fjölmiðlafrumvarpið sem hann lagði fram í vor hefði orðið að lögum. Menntamálaráðherra tekur í sama streng. Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur marga þingmenn flokksins vera andvíga þessum viðskiptum. Eins og fram kom í fréttum í gær þá hefur Landssíminn, sem er í eigu ríkisins, ákveðið að kaupa rúmlega fjórðungs hlut í Skjá einum. Davíð Oddsson, forsætisráðherra segist hafa heyrt af þessu fyrst í gærkvöld. Hann hafi ekki kynnt sér málið nánar, vegna veikindafjarvista, en honum sýnist, í ljósi þess að Síminn er með markaðsráðandi stöðu á fjarskiptamarkaði, að viðskiptin séu í andstöðu við fjölmiðlafrumvarpið sem ríkisstjórnin lagði fram í vor. Menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, segir Símann vera sjálfstætt fyrirtæki og ekki hennar að blanda sér í málefni þess. Þetta sé í samræmi við gildandi lög, en annað mál hvort þetta sé í samræmi við fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Í fljótu bragði sýnist henni sem það geri það ekki. Hún segir þó meginmálið nú að fá þá aðila sem fjölmiðlamálið snertir til að vinna að málinu í góðri sátt. Fjármálaráðherra sem fer með eignarhald ríkisins í Símanum segist ekki hafa verið hafður með í ráðum við viðskiptin, en segir ákvörðun stjórnenda símans vera viðskiptalegs eðlis, og gerir hann enga athugsemd við hana. Geir H. Haarde telur viðskiptin ekki ganga gegn stefnu sjálfstæðisflokksins í fjölmiðlamálinu. Hins vegar styrki það mástað þeirra sem vilji einkavæða fyrirtæki. Sigurður Kári Kristjánsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins telur þessi viðskipti vera í andstöðu við stefnu Sjálfstæðisflokksins, og að kaup á svona stórum hluta í Skjá einum sé ekki í samræmi við þau stefnumið sem talað hafi verið fyrir í sumar í tengslum við fjölmiðlalögin. Hann telur fleiri flokksmenn sína á sama máli. Stjónvarpsstjóri Skjás eins, Magnús Ragnarsson, hafði sent inn umsókn um stöðu Þjóðleikhússtjóra til menntamálaráðuneytisins. Hann dró þá umsókn til baka í vikunni eftir að ljóst var að samningar Landssímans og Skjás eins væru í burðarliðnum. Þá má geta þess að Magnús var einarður stuðningsmaður fjölmiðlafrumvarpsins í vor sem kvað á um það að markaðsráðandi fyrirtækjum væri bannað að eiga hlut í ljósvakamiðlum.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Skapa íslenska sundstemningu í New York Viðskipti erlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira