Kaupin rýra verð Landssímans 4. september 2004 00:01 Kaup Landssímans á Fjörgný, sem á fjórðungshlut í Skjá einum og sýningarrétt á ensku knattspyrnunni, mun draga úr verðgildi félagsins við einkavæðingu að mati Skarphéðins Berg Steinarssonar, stjórnarformanns Norðurljósa. Hann segir þróunina vera þá að sjónvarpsefni verði í auknum mæli sent út í gegnum dreifikerfi símafyrirtækjanna og Landssíminn hefði orðið leiðandi á því sviði að hans mati. Kaup félagsins á Fjörgný geri það hins vegar að verkum að Norðurljós fari ekki í samstarf um uppbyggingu slíks kerfis. ,,Ef Landssíminn hefði stillt sig um að fara í beina samkeppni á sjónvarpsmarkaði hefði hann getað verið í fararbroddi við að byggja um dreifikerfi í samstarfi við öll fjölmiðlafyrirtækin. Í stað þess er opinbert fé notað til að styrkja fjárhagslega veika sjónvarpsstöð á samkeppnismarkaði. Þetta er sérkennileg forgangsröðun." Skarpéðinn telur viðskiptin tengjast átökunum sem stóðu um fjölmiðlafrumvarpið. ,,Aðdáendur fjölmiðlafrumvarpsins eru að nota peninga Landssímans til að halda þeim leik áfram. Þeim gekk ekki að koma höggi á Norðurljós með frumvarpinu og þá eru aðrar leiðir farnar til þess. Við höfðum átt í óformlegum viðræðum við aðstandendur Fjörgnýs um að kaupa félagið en svo kemur Landsíminn inn í myndina með opinbert fé og nær viðskiptunum." Skarphéðinn telur að Landssíminn hafi skuldbundið sig fyrir að minnsta kosti hálfan milljarð króna með kaupunum á Fjörgný. Hann vísar því á bug, sem haldið hefur verið fram í fréttum, að forsvarsmenn Norðurljósa hafi leitað til Landsbankans til að reyna að koma í veg fyrir viðskiptin, en bankinn er helsti lánadrottinn Skjás eins. Ekki náðist í forsvarsmenn Landssímans í gær. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hvernig get ég ávaxtað peninga barnanna minna sem best? Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Viðskipti innlent Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Sjá meira
Kaup Landssímans á Fjörgný, sem á fjórðungshlut í Skjá einum og sýningarrétt á ensku knattspyrnunni, mun draga úr verðgildi félagsins við einkavæðingu að mati Skarphéðins Berg Steinarssonar, stjórnarformanns Norðurljósa. Hann segir þróunina vera þá að sjónvarpsefni verði í auknum mæli sent út í gegnum dreifikerfi símafyrirtækjanna og Landssíminn hefði orðið leiðandi á því sviði að hans mati. Kaup félagsins á Fjörgný geri það hins vegar að verkum að Norðurljós fari ekki í samstarf um uppbyggingu slíks kerfis. ,,Ef Landssíminn hefði stillt sig um að fara í beina samkeppni á sjónvarpsmarkaði hefði hann getað verið í fararbroddi við að byggja um dreifikerfi í samstarfi við öll fjölmiðlafyrirtækin. Í stað þess er opinbert fé notað til að styrkja fjárhagslega veika sjónvarpsstöð á samkeppnismarkaði. Þetta er sérkennileg forgangsröðun." Skarpéðinn telur viðskiptin tengjast átökunum sem stóðu um fjölmiðlafrumvarpið. ,,Aðdáendur fjölmiðlafrumvarpsins eru að nota peninga Landssímans til að halda þeim leik áfram. Þeim gekk ekki að koma höggi á Norðurljós með frumvarpinu og þá eru aðrar leiðir farnar til þess. Við höfðum átt í óformlegum viðræðum við aðstandendur Fjörgnýs um að kaupa félagið en svo kemur Landsíminn inn í myndina með opinbert fé og nær viðskiptunum." Skarphéðinn telur að Landssíminn hafi skuldbundið sig fyrir að minnsta kosti hálfan milljarð króna með kaupunum á Fjörgný. Hann vísar því á bug, sem haldið hefur verið fram í fréttum, að forsvarsmenn Norðurljósa hafi leitað til Landsbankans til að reyna að koma í veg fyrir viðskiptin, en bankinn er helsti lánadrottinn Skjás eins. Ekki náðist í forsvarsmenn Landssímans í gær.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hvernig get ég ávaxtað peninga barnanna minna sem best? Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Viðskipti innlent Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Sjá meira