Arðbær fjárfesting 5. september 2004 00:01 Forstjóri Símans segir kaupin á sýningarréttinum á ensku knattspyrnunni og fjórðungshlut í Skjá einum vera arðsama fjárfestingu en neitar að upplýsa hversu dýru verði hún hafi verið keypt. Samkeppnisstofnun ætlar að skoða viðskipti Símans og Skjás eins. Sem kunnugt er keypti Síminn fjórðungshlut Skjás eins í fyrradag og sýningarréttinn á enska fótboltanum. Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans segir að Síminn hafi yfir afar góðu dreifikerfi að ráða sem fyrirtækið vilji nýta betur. Síminn hafi mikinn áhuga á að dreifa stafrænt fyrir aðrar sjónvarpsstöðvar og að þá komist háhraðasambandið víðar til landsbyggðarinnar. Í þeim tilgangi hefði því verið fest kaup á góðu efni til að dreifa á kerfi Símans. Þetta væri því fyrst og fremst arðsöm fjárfesting oggert til að nýta betur eignir Símans. Eitt af yfirlýstum markmiðum ríkisstjórnarinnar er að selja Símann á næstunni. Brynjólfur segir ástæðuna fyrir því að ráðist sé í þessi viðskipti núna þá að stjórnendur vilji hafa virði eignanna sem mest, og virðið muni aukast með þessum aðgerðum. Hann vildi ekki gefa upp kaupverðið en sagði ekki ólíklegt að það yrði gefið upp síðar. Aðspurður að því hver hagur Símans væri að eiga útsendingarrét af útlenskum fótbolta sagði Brynjólfur að fótbolinn væri eftirsótt efni, mikið hefði verið keppt um þetta mál og það kæmi til með að auka útbreiðslu á neti Símans og áhuga á því að fá Símann til að dreifa sjónvarpsefni. Aðdragandinn að þessum viðskiptum er um tveir og hálfur mánuður. Brynjólfur segir að þegar Stöð 2 sleit viðræðum við Símann í júnímánuði hafi þurft að ákveða hvernig væri hægt að tryggja gott efni fyrir kerfi Símans og það hefði endað með þessum kaupum. Brynjólfur segir að hann og stjórn Símans hafi tekið ákvörðun um þessi viðskipti, og að fjármálaráðherra sem fer með 99% hlut ríkisins í Símanum hafi hvergi komið þar nærri. Sigurður G. Guðjónsson, forstjóri Norðurljósa, sem m.a. rekur Stöð 2, ætlar að setja sig í samband við Samkeppnisstofnun á morgun og biðja hana um að athuga hvort það samræmist samkeppnislögum að Síminn noti fé frá öðrum deildum fyrirtækisins til að standa í sjónvarpsrekstri. Guðmundur Sigurðsson hjá Samkeppnisstofnun staðfesti í samtali við fréttastofu í dag, að stofnunin ætlaði að taka viðskipti Símans og Skjás eins til skoðunar. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Forstjóri Símans segir kaupin á sýningarréttinum á ensku knattspyrnunni og fjórðungshlut í Skjá einum vera arðsama fjárfestingu en neitar að upplýsa hversu dýru verði hún hafi verið keypt. Samkeppnisstofnun ætlar að skoða viðskipti Símans og Skjás eins. Sem kunnugt er keypti Síminn fjórðungshlut Skjás eins í fyrradag og sýningarréttinn á enska fótboltanum. Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans segir að Síminn hafi yfir afar góðu dreifikerfi að ráða sem fyrirtækið vilji nýta betur. Síminn hafi mikinn áhuga á að dreifa stafrænt fyrir aðrar sjónvarpsstöðvar og að þá komist háhraðasambandið víðar til landsbyggðarinnar. Í þeim tilgangi hefði því verið fest kaup á góðu efni til að dreifa á kerfi Símans. Þetta væri því fyrst og fremst arðsöm fjárfesting oggert til að nýta betur eignir Símans. Eitt af yfirlýstum markmiðum ríkisstjórnarinnar er að selja Símann á næstunni. Brynjólfur segir ástæðuna fyrir því að ráðist sé í þessi viðskipti núna þá að stjórnendur vilji hafa virði eignanna sem mest, og virðið muni aukast með þessum aðgerðum. Hann vildi ekki gefa upp kaupverðið en sagði ekki ólíklegt að það yrði gefið upp síðar. Aðspurður að því hver hagur Símans væri að eiga útsendingarrét af útlenskum fótbolta sagði Brynjólfur að fótbolinn væri eftirsótt efni, mikið hefði verið keppt um þetta mál og það kæmi til með að auka útbreiðslu á neti Símans og áhuga á því að fá Símann til að dreifa sjónvarpsefni. Aðdragandinn að þessum viðskiptum er um tveir og hálfur mánuður. Brynjólfur segir að þegar Stöð 2 sleit viðræðum við Símann í júnímánuði hafi þurft að ákveða hvernig væri hægt að tryggja gott efni fyrir kerfi Símans og það hefði endað með þessum kaupum. Brynjólfur segir að hann og stjórn Símans hafi tekið ákvörðun um þessi viðskipti, og að fjármálaráðherra sem fer með 99% hlut ríkisins í Símanum hafi hvergi komið þar nærri. Sigurður G. Guðjónsson, forstjóri Norðurljósa, sem m.a. rekur Stöð 2, ætlar að setja sig í samband við Samkeppnisstofnun á morgun og biðja hana um að athuga hvort það samræmist samkeppnislögum að Síminn noti fé frá öðrum deildum fyrirtækisins til að standa í sjónvarpsrekstri. Guðmundur Sigurðsson hjá Samkeppnisstofnun staðfesti í samtali við fréttastofu í dag, að stofnunin ætlaði að taka viðskipti Símans og Skjás eins til skoðunar.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira