Engar kvaðir vegna dreifikerfisins 12. september 2004 00:01 Gríðarlega kostnaðarsamt yrði fyrir Landssímann að byggja upp dreifikerfi vegna GSM og gagnaflutninga um allt land. Rannveig Rist, stjórnarformaður Landssímans, segir kostnaðinn hlaupa á mörgum milljörðum króna og að engar slíkar kvaðir séu á fyrirtækinu í dag. Evróputilskipanir leyfa ekki að símafyrirtækjum séu sett slík skilyrði. Þegar Halldór Ásgrímsson verður forsætisráðherra þann 15. september breytist forystan í einkavæðingarnefnd og framsóknarmenn taka við. Þegar síðast var reynt að selja Símann stóð til að selja allt grunnnetið en nú gæti það breyst enda eru framsóknarmenn ekki á eitt sáttir um það. Margir framsóknarmenn eru ósáttir við að fyrirtækið verði selt án þess að lokið sé við uppbyggingu dreifikerfisins og segja að það hafi í raun verið skilyrði fyrir einkavæðingunni. Þar er margt undir, meðal annars GSM-kerfið, ADSL, ISDN og ljósleiðari. Uppbygging slíks kerfis um allt land myndi kosta marga milljarða. Rannveig Rist stjórnarformaður segir að sala Símans sé alfarið á könnu einkavæðinganefndar en hún segir það fyrst og fremst pólitíska ákvörðun hvort leggja eigi allt dreifikerfið á staði þar sem það svarar ekki kostnaði. Engar slíkar kvaðir séu á fyrirtækinu í dag nema hvað varðar venjulega heimilissíma og gagnaflutninga innan ákveðinna marka, en það sé svo gott sem uppfyllt eða 99,6 prósent. Hún segir Landssímann þó vinna stöðugt að því að bæta kerfið. Þar séu þó engin tímamörk. Nefnd á vegum samgönguráðherra og Fjarskiptastofnunar vinnur að því meðal annars að reikna út hvaða kostnaður yrði því samfara að leggja grunnnetið um allt land. Samkvæmt upplýsingum frá samgönguráðuneytinu heimila tilskipanir frá Evrópusambandinu ekki að setja svokallaðar alþjónustukvaðir á símafyrirtæki sem ná yfir alla gagnaflutninga og GSM-kerfið. Ríkið getur því ekki sett slíkar kvaðir heldur einungis beitt áhrifum sínum sem hluthafi. Samkvæmt því getur ríkið ekki látið slíkar kvaðir fylgja fyrirtækinu til nýs eiganda. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Gríðarlega kostnaðarsamt yrði fyrir Landssímann að byggja upp dreifikerfi vegna GSM og gagnaflutninga um allt land. Rannveig Rist, stjórnarformaður Landssímans, segir kostnaðinn hlaupa á mörgum milljörðum króna og að engar slíkar kvaðir séu á fyrirtækinu í dag. Evróputilskipanir leyfa ekki að símafyrirtækjum séu sett slík skilyrði. Þegar Halldór Ásgrímsson verður forsætisráðherra þann 15. september breytist forystan í einkavæðingarnefnd og framsóknarmenn taka við. Þegar síðast var reynt að selja Símann stóð til að selja allt grunnnetið en nú gæti það breyst enda eru framsóknarmenn ekki á eitt sáttir um það. Margir framsóknarmenn eru ósáttir við að fyrirtækið verði selt án þess að lokið sé við uppbyggingu dreifikerfisins og segja að það hafi í raun verið skilyrði fyrir einkavæðingunni. Þar er margt undir, meðal annars GSM-kerfið, ADSL, ISDN og ljósleiðari. Uppbygging slíks kerfis um allt land myndi kosta marga milljarða. Rannveig Rist stjórnarformaður segir að sala Símans sé alfarið á könnu einkavæðinganefndar en hún segir það fyrst og fremst pólitíska ákvörðun hvort leggja eigi allt dreifikerfið á staði þar sem það svarar ekki kostnaði. Engar slíkar kvaðir séu á fyrirtækinu í dag nema hvað varðar venjulega heimilissíma og gagnaflutninga innan ákveðinna marka, en það sé svo gott sem uppfyllt eða 99,6 prósent. Hún segir Landssímann þó vinna stöðugt að því að bæta kerfið. Þar séu þó engin tímamörk. Nefnd á vegum samgönguráðherra og Fjarskiptastofnunar vinnur að því meðal annars að reikna út hvaða kostnaður yrði því samfara að leggja grunnnetið um allt land. Samkvæmt upplýsingum frá samgönguráðuneytinu heimila tilskipanir frá Evrópusambandinu ekki að setja svokallaðar alþjónustukvaðir á símafyrirtæki sem ná yfir alla gagnaflutninga og GSM-kerfið. Ríkið getur því ekki sett slíkar kvaðir heldur einungis beitt áhrifum sínum sem hluthafi. Samkvæmt því getur ríkið ekki látið slíkar kvaðir fylgja fyrirtækinu til nýs eiganda.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira