Sölu Símans skotið á frest 13. september 2004 00:01 Engar tímasetningar eru gefnar upp varðandi sölu á Símanum þótt vinna við söluna hafi verið komin á algjört lokastig. Til stóð að auglýsa eftir ráðgjöfum fyrir söluna og koma þannig einkavæðingarferlinu af stað. Skyndileg veðrabrigði virðast hafa orðið í afstöðu til sölunnar og nú er alls óvíst um hvenær hún fari af stað. Sjónarmið um hagstætt verð annars vegar og öflugt dreifikerfi hins vegar takast á. Framsóknarmenn munu ekki samþykkja að Síminn verði seldur nema þeir hafi fullvissu um að aðgangur að dreifikerfum Símans verði tryggður öllum íbúum á landsbyggðinni. Svo virðist sem áherslumunur milli flokkanna um aðferðir við söluna og uppbyggingu fjarskiptanets á landsbyggðinni valdi því að annar og hægari taktur er kominn í málið. Þeir sjálfstæðismenn sem vilja flýta sölunni telja að skilyrði Framsóknarflokksins kunni að flækja málin og tefja. Þeir eru minnugir þess að síðast þegar gerð var tilraun til að selja Símann var beðið of lengi þannig að markaðsaðstæður höfðu versnað þegar loks var haldið af stað og ekki tókst að fá ásættanlegt verð. Þá þykir einsýnt að ströng rekstrarskilyrði og miklar fjárfestingar í óarðbæru dreifikerfi komi til með að minnka verðmæti fyrirtækisins þegar það verður selt. Þetta hugnast sjálfstæðismönnum illa. Davíð Oddsson segir ágreining milli flokkanna hafa verið "kallaðan fram". Ekki sé um raunveruleg átök að ræða. Hann leggur áherslu á að til standi að selja fyrirtækið á þessu kjörtímabili en ríkisstjórnin væri "ekki á neinni hraðferð" í þeim efnum. Þá segir Davíð eðlilegt að Halldór Ásgrímsson, sem tekur við embætti forsætisráðherra á morgun, fái tíma til að móta hlutina. Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Engar tímasetningar eru gefnar upp varðandi sölu á Símanum þótt vinna við söluna hafi verið komin á algjört lokastig. Til stóð að auglýsa eftir ráðgjöfum fyrir söluna og koma þannig einkavæðingarferlinu af stað. Skyndileg veðrabrigði virðast hafa orðið í afstöðu til sölunnar og nú er alls óvíst um hvenær hún fari af stað. Sjónarmið um hagstætt verð annars vegar og öflugt dreifikerfi hins vegar takast á. Framsóknarmenn munu ekki samþykkja að Síminn verði seldur nema þeir hafi fullvissu um að aðgangur að dreifikerfum Símans verði tryggður öllum íbúum á landsbyggðinni. Svo virðist sem áherslumunur milli flokkanna um aðferðir við söluna og uppbyggingu fjarskiptanets á landsbyggðinni valdi því að annar og hægari taktur er kominn í málið. Þeir sjálfstæðismenn sem vilja flýta sölunni telja að skilyrði Framsóknarflokksins kunni að flækja málin og tefja. Þeir eru minnugir þess að síðast þegar gerð var tilraun til að selja Símann var beðið of lengi þannig að markaðsaðstæður höfðu versnað þegar loks var haldið af stað og ekki tókst að fá ásættanlegt verð. Þá þykir einsýnt að ströng rekstrarskilyrði og miklar fjárfestingar í óarðbæru dreifikerfi komi til með að minnka verðmæti fyrirtækisins þegar það verður selt. Þetta hugnast sjálfstæðismönnum illa. Davíð Oddsson segir ágreining milli flokkanna hafa verið "kallaðan fram". Ekki sé um raunveruleg átök að ræða. Hann leggur áherslu á að til standi að selja fyrirtækið á þessu kjörtímabili en ríkisstjórnin væri "ekki á neinni hraðferð" í þeim efnum. Þá segir Davíð eðlilegt að Halldór Ásgrímsson, sem tekur við embætti forsætisráðherra á morgun, fái tíma til að móta hlutina.
Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira