Hægt að afstýra verkfalli 14. september 2004 00:01 Hægt væri að afstýra kennaraverkfalli ef umræður um vinnutíma og kennsluskyldu væru teknar út af samningaborðinu. Það segir Gísli Baldvinsson, námsráðgjafi í Síðuskóla á Akureyri og fyrrum formaður Kennarafélags Reykjavíkur. Kristín Kolbeinsdóttir, formaður Bandalags kennara á Norðurlandi eystra, segir vinnutíma og kennsluskyldur það sem skipti kennara mestu máli í kjaraviðræðunum. Það stafi af álagi í starfi: "Ef við frestum þeim viðræðum núna náum við ekki að semja um þau atriði." Gísli segir að meðan deilendur séu læstir í skilgreiningu á vinnutíma og kennsluskyldu kennara komist þeir ekki áfram. "Ástæðan er mjög einföld. Kröfur kennara varðandi kennsluskylduna þýða fleiri kennara í skólana og jafnvel stærra húsnæði. Sveitarfélögin vilja eðlilega lengri tíma að þeirri aðlögun," segir Gísli. "Ef öðru en hækkun byrjunarlauna kennara væri sópað út af borðinu, sett í nefnd eða frestað væri hægt að semja á tiltölulega skömmum tíma. Ég myndi íhuga það verulega og afstýra verkfallinu," segir Gísli. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ, segir þær fjárhæðir sem rætt sé um í kjaraviðræðunum það háar að sveitarfélögin hafi ekki rekstrargetu til að uppfylla kröfunar. Um vinnutíma kennara þurfi samt að ræða. Gísli sat í stóru samninganefnd kennara fyrir kjaraviðræðurnar árið 1984. Hann kveðst hafa varað við flutningi grunnskóla til sveitarfélagana ásamt þáverandi formanni Kennarasambandsins, Svanhildi Kaaber. "Ástæðan er einfaldlega sú að við töldum að meðlag ríkisins væri of lágt. Það myndi gera það að verkum að sveitarfélögin kæmust í peningaþröng. Skólamál eru að verða stærsti hlutinn af útgjöldum margra sveitarfélaga. Tiltölulega lítil sveitarfélög eru að greiða frá 50-70% í menntamál," segir Gísli. Halldór segir sama hvort talað sé um grunnskóla eða önnur verkefni sem sveitarfélögin hafi tekið við af ríkinu. Fyrir liggi að þau hafi farið halloka í þeim samningum. Þrátt fyrir það sé ekki hægt að semja við kennara um gríðarlega hækkun launa og sækja síðan peninga til ríkisins til að mæta útgjöldunum. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Hægt væri að afstýra kennaraverkfalli ef umræður um vinnutíma og kennsluskyldu væru teknar út af samningaborðinu. Það segir Gísli Baldvinsson, námsráðgjafi í Síðuskóla á Akureyri og fyrrum formaður Kennarafélags Reykjavíkur. Kristín Kolbeinsdóttir, formaður Bandalags kennara á Norðurlandi eystra, segir vinnutíma og kennsluskyldur það sem skipti kennara mestu máli í kjaraviðræðunum. Það stafi af álagi í starfi: "Ef við frestum þeim viðræðum núna náum við ekki að semja um þau atriði." Gísli segir að meðan deilendur séu læstir í skilgreiningu á vinnutíma og kennsluskyldu kennara komist þeir ekki áfram. "Ástæðan er mjög einföld. Kröfur kennara varðandi kennsluskylduna þýða fleiri kennara í skólana og jafnvel stærra húsnæði. Sveitarfélögin vilja eðlilega lengri tíma að þeirri aðlögun," segir Gísli. "Ef öðru en hækkun byrjunarlauna kennara væri sópað út af borðinu, sett í nefnd eða frestað væri hægt að semja á tiltölulega skömmum tíma. Ég myndi íhuga það verulega og afstýra verkfallinu," segir Gísli. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ, segir þær fjárhæðir sem rætt sé um í kjaraviðræðunum það háar að sveitarfélögin hafi ekki rekstrargetu til að uppfylla kröfunar. Um vinnutíma kennara þurfi samt að ræða. Gísli sat í stóru samninganefnd kennara fyrir kjaraviðræðurnar árið 1984. Hann kveðst hafa varað við flutningi grunnskóla til sveitarfélagana ásamt þáverandi formanni Kennarasambandsins, Svanhildi Kaaber. "Ástæðan er einfaldlega sú að við töldum að meðlag ríkisins væri of lágt. Það myndi gera það að verkum að sveitarfélögin kæmust í peningaþröng. Skólamál eru að verða stærsti hlutinn af útgjöldum margra sveitarfélaga. Tiltölulega lítil sveitarfélög eru að greiða frá 50-70% í menntamál," segir Gísli. Halldór segir sama hvort talað sé um grunnskóla eða önnur verkefni sem sveitarfélögin hafi tekið við af ríkinu. Fyrir liggi að þau hafi farið halloka í þeim samningum. Þrátt fyrir það sé ekki hægt að semja við kennara um gríðarlega hækkun launa og sækja síðan peninga til ríkisins til að mæta útgjöldunum.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira