Innlent

Vísað út af bóka­safni fyrir að drekka inni á salerni

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti.
Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm

Lögregla vísaði manni út af bókasafni í dag en sá var að neyta áfengis á salerni þar innandyra sem, að sögn lögreglu, „samræmist ekki góðum bókasafnsháttum.“

Þetta er á meðal þess sem fram kemur í dagbók lögreglunnar sem heldur utan um verkefni lögreglu frá klukkan fimm í morgun til klukkan fimm síðdegis. Alls eru 85 mál skráð í kerfinu á fyrrnefndu tímabili og einn var vistaður í fangageymslu nú klukkan fimm.

Lögregla kom einnig á vettvang þar sem strætisvagn og fólksbíll höfðu lent saman. Engin slys voru á fólki og eignatjón minni háttar.

Í umdæmi lögreglustöðvar þrjú sem sinnir verkefnum í Kópavogi og Breiðholti kom lögregla á vettvang þar sem bíl hafði verið ekið á vegfaranda á rafmagnshlaupahjóli. Slys á fólki voru minni háttar og eignatjónið einnig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×