Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. október 2025 19:37 Guðmundur Fylkisson aðalvarðstjóri hefur leitað að börnum í ellefu ár. Það hefur aldrei verið eins mikið að gera. Hann er reiður og vill að ráðamenn opni augun. Vísir Lögreglan hefur aldrei þurft að leita að eins mörgum börnum og í ár. Lögreglumaður sem sinnir þessum verkefnum segir ráðaleysi ríkja í málaflokknum og nú verði ráðamenn að opna augun fyrir vandanum. Mæður lýsa honum sem bjargvætti. Það sem af er ári hafa barnaverndaryfirvöld óskað 312 sinnum eftir því að lögregla leiti að börnum sem hafa strokið eða týnst. Í flestum tilvikum frá heimilum þeirra en í einum þriðja hluta tilvika frá meðferðarstofnunum. Til samanburðar voru beiðnirnar næstflestar allt árið 2018 eða um 260 talsins. Tvö tvilvik bættust í leitarbeiðnirnar í dag þannig að það sem af er ári eru þær orðnar 312 talsins. Vísir/Hjalti Úrræðaleysi og þyngri mál Guðmundur Fylkisson, eða Gummi eins og hann vill láta kalla sig, hefur sinnt slíkum málum í ellefu ár og aldrei haft meira að gera. Fréttastofa slóst í för með honum við Spöngina í Grafarvogi þar sem hann byrjar oft leitina að börnunum. „Ástandið hefur verið óvenju slæmt í ár. Ég er flesta daga að leita að fleiri en einu barni. Dagarnir eru oft langir og síðustu vikuna hef ég verið að leita að börnum langt fram á nótt. Þá eru þungu einstaklingarnir þ.e. þeir sem ég leita að aftur og aftur í verri stöðu en áður,“ segir Guðmundur. Við ökum frá Spönginni þar sem hann er vanur að leita að týndum krökkum og upp í Háholt í Mosfellsbæ. „Krakkarnir vilja núna helst vera við verslunarmiðstöðina í Mosfellsbænum og Spönginni og ég leita oft fyrst þar,“ segir hann. Hann segir úrræðaleysi ríkja í málaflokknum og er reiður. „Ég er reiður þessa dagana út af umræðunni. Það er kominn tími til að þeir sem ráða opni augun. Ég ætla ekkert að fara dýpra ofan í það,“ segir hann og vill ekki ræða meira um þetta mál að sinni. Þakklátar mæður Við stöldrum við í Mosfellsbæ þar sem Gummi fær að sjá bút úr viðtali Fréttastofu Sýnar við þær Ingibjörgu Einarsdóttur og Maríu Ericsdóttur sem eru honum afar þakklátar fyrir að leita að og finna börnin þeirra. Þær stigu fram í fjölmiðlum í gær og lýstu úrræðaleysi hér á landi fyrir börnin þeirra sem eiga í vanda. Í viðtalinu sem hann fær að sjá kemur eftirfarandi fram: „Það er ótrúlega oft sem hann (Gummi, innsk blaðamanns) hefur bjargað okkur mikið líka. Hann er ótrúlegur. Hann er með þetta. Fyrir utan það að vera stuðningur og leita að börnunum okkar þá tekst honum að lesa þegar maður hefur verið í molum. Hann athugar hvernig maður hefur það. Hann kemur líka fram við börnin okkar af virðingu og væntumþykju sem er ótrúlega sjaldgæft,“ sögðu þær stöllur í viðtali við Margréti Helgu Erlingsdóttur fréttamann. Gummi var ánægður með kveðjuna og sagði að foreldrar og börn væru oft afar þakklát. Hér að neðan má sjá viðtal við Gumma í fullri lengd þar sem fréttastofa fylgir honum eftir í störfum hans. Klippa: Á ferð með Guðmundi Fylkissyni Ofbeldi gegn börnum Meðferðarheimili Lögreglan Áfengi Börn og uppeldi Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
Það sem af er ári hafa barnaverndaryfirvöld óskað 312 sinnum eftir því að lögregla leiti að börnum sem hafa strokið eða týnst. Í flestum tilvikum frá heimilum þeirra en í einum þriðja hluta tilvika frá meðferðarstofnunum. Til samanburðar voru beiðnirnar næstflestar allt árið 2018 eða um 260 talsins. Tvö tvilvik bættust í leitarbeiðnirnar í dag þannig að það sem af er ári eru þær orðnar 312 talsins. Vísir/Hjalti Úrræðaleysi og þyngri mál Guðmundur Fylkisson, eða Gummi eins og hann vill láta kalla sig, hefur sinnt slíkum málum í ellefu ár og aldrei haft meira að gera. Fréttastofa slóst í för með honum við Spöngina í Grafarvogi þar sem hann byrjar oft leitina að börnunum. „Ástandið hefur verið óvenju slæmt í ár. Ég er flesta daga að leita að fleiri en einu barni. Dagarnir eru oft langir og síðustu vikuna hef ég verið að leita að börnum langt fram á nótt. Þá eru þungu einstaklingarnir þ.e. þeir sem ég leita að aftur og aftur í verri stöðu en áður,“ segir Guðmundur. Við ökum frá Spönginni þar sem hann er vanur að leita að týndum krökkum og upp í Háholt í Mosfellsbæ. „Krakkarnir vilja núna helst vera við verslunarmiðstöðina í Mosfellsbænum og Spönginni og ég leita oft fyrst þar,“ segir hann. Hann segir úrræðaleysi ríkja í málaflokknum og er reiður. „Ég er reiður þessa dagana út af umræðunni. Það er kominn tími til að þeir sem ráða opni augun. Ég ætla ekkert að fara dýpra ofan í það,“ segir hann og vill ekki ræða meira um þetta mál að sinni. Þakklátar mæður Við stöldrum við í Mosfellsbæ þar sem Gummi fær að sjá bút úr viðtali Fréttastofu Sýnar við þær Ingibjörgu Einarsdóttur og Maríu Ericsdóttur sem eru honum afar þakklátar fyrir að leita að og finna börnin þeirra. Þær stigu fram í fjölmiðlum í gær og lýstu úrræðaleysi hér á landi fyrir börnin þeirra sem eiga í vanda. Í viðtalinu sem hann fær að sjá kemur eftirfarandi fram: „Það er ótrúlega oft sem hann (Gummi, innsk blaðamanns) hefur bjargað okkur mikið líka. Hann er ótrúlegur. Hann er með þetta. Fyrir utan það að vera stuðningur og leita að börnunum okkar þá tekst honum að lesa þegar maður hefur verið í molum. Hann athugar hvernig maður hefur það. Hann kemur líka fram við börnin okkar af virðingu og væntumþykju sem er ótrúlega sjaldgæft,“ sögðu þær stöllur í viðtali við Margréti Helgu Erlingsdóttur fréttamann. Gummi var ánægður með kveðjuna og sagði að foreldrar og börn væru oft afar þakklát. Hér að neðan má sjá viðtal við Gumma í fullri lengd þar sem fréttastofa fylgir honum eftir í störfum hans. Klippa: Á ferð með Guðmundi Fylkissyni
Ofbeldi gegn börnum Meðferðarheimili Lögreglan Áfengi Börn og uppeldi Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira