Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. október 2025 19:37 Guðmundur Fylkisson aðalvarðstjóri hefur leitað að börnum í ellefu ár. Það hefur aldrei verið eins mikið að gera. Hann er reiður og vill að ráðamenn opni augun. Vísir Lögreglan hefur aldrei þurft að leita að eins mörgum börnum og í ár. Lögreglumaður sem sinnir þessum verkefnum segir ráðaleysi ríkja í málaflokknum og nú verði ráðamenn að opna augun fyrir vandanum. Mæður lýsa honum sem bjargvætti. Það sem af er ári hafa barnaverndaryfirvöld óskað 312 sinnum eftir því að lögregla leiti að börnum sem hafa strokið eða týnst. Í flestum tilvikum frá heimilum þeirra en í einum þriðja hluta tilvika frá meðferðarstofnunum. Til samanburðar voru beiðnirnar næstflestar allt árið 2018 eða um 260 talsins. Tvö tvilvik bættust í leitarbeiðnirnar í dag þannig að það sem af er ári eru þær orðnar 312 talsins. Vísir/Hjalti Úrræðaleysi og þyngri mál Guðmundur Fylkisson, eða Gummi eins og hann vill láta kalla sig, hefur sinnt slíkum málum í ellefu ár og aldrei haft meira að gera. Fréttastofa slóst í för með honum við Spöngina í Grafarvogi þar sem hann byrjar oft leitina að börnunum. „Ástandið hefur verið óvenju slæmt í ár. Ég er flesta daga að leita að fleiri en einu barni. Dagarnir eru oft langir og síðustu vikuna hef ég verið að leita að börnum langt fram á nótt. Þá eru þungu einstaklingarnir þ.e. þeir sem ég leita að aftur og aftur í verri stöðu en áður,“ segir Guðmundur. Við ökum frá Spönginni þar sem hann er vanur að leita að týndum krökkum og upp í Háholt í Mosfellsbæ. „Krakkarnir vilja núna helst vera við verslunarmiðstöðina í Mosfellsbænum og Spönginni og ég leita oft fyrst þar,“ segir hann. Hann segir úrræðaleysi ríkja í málaflokknum og er reiður. „Ég er reiður þessa dagana út af umræðunni. Það er kominn tími til að þeir sem ráða opni augun. Ég ætla ekkert að fara dýpra ofan í það,“ segir hann og vill ekki ræða meira um þetta mál að sinni. Þakklátar mæður Við stöldrum við í Mosfellsbæ þar sem Gummi fær að sjá bút úr viðtali Fréttastofu Sýnar við þær Ingibjörgu Einarsdóttur og Maríu Ericsdóttur sem eru honum afar þakklátar fyrir að leita að og finna börnin þeirra. Þær stigu fram í fjölmiðlum í gær og lýstu úrræðaleysi hér á landi fyrir börnin þeirra sem eiga í vanda. Í viðtalinu sem hann fær að sjá kemur eftirfarandi fram: „Það er ótrúlega oft sem hann (Gummi, innsk blaðamanns) hefur bjargað okkur mikið líka. Hann er ótrúlegur. Hann er með þetta. Fyrir utan það að vera stuðningur og leita að börnunum okkar þá tekst honum að lesa þegar maður hefur verið í molum. Hann athugar hvernig maður hefur það. Hann kemur líka fram við börnin okkar af virðingu og væntumþykju sem er ótrúlega sjaldgæft,“ sögðu þær stöllur í viðtali við Margréti Helgu Erlingsdóttur fréttamann. Gummi var ánægður með kveðjuna og sagði að foreldrar og börn væru oft afar þakklát. Hér að neðan má sjá viðtal við Gumma í fullri lengd þar sem fréttastofa fylgir honum eftir í störfum hans. Klippa: Á ferð með Guðmundi Fylkissyni Ofbeldi gegn börnum Meðferðarheimili Lögreglan Áfengi Börn og uppeldi Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira
Það sem af er ári hafa barnaverndaryfirvöld óskað 312 sinnum eftir því að lögregla leiti að börnum sem hafa strokið eða týnst. Í flestum tilvikum frá heimilum þeirra en í einum þriðja hluta tilvika frá meðferðarstofnunum. Til samanburðar voru beiðnirnar næstflestar allt árið 2018 eða um 260 talsins. Tvö tvilvik bættust í leitarbeiðnirnar í dag þannig að það sem af er ári eru þær orðnar 312 talsins. Vísir/Hjalti Úrræðaleysi og þyngri mál Guðmundur Fylkisson, eða Gummi eins og hann vill láta kalla sig, hefur sinnt slíkum málum í ellefu ár og aldrei haft meira að gera. Fréttastofa slóst í för með honum við Spöngina í Grafarvogi þar sem hann byrjar oft leitina að börnunum. „Ástandið hefur verið óvenju slæmt í ár. Ég er flesta daga að leita að fleiri en einu barni. Dagarnir eru oft langir og síðustu vikuna hef ég verið að leita að börnum langt fram á nótt. Þá eru þungu einstaklingarnir þ.e. þeir sem ég leita að aftur og aftur í verri stöðu en áður,“ segir Guðmundur. Við ökum frá Spönginni þar sem hann er vanur að leita að týndum krökkum og upp í Háholt í Mosfellsbæ. „Krakkarnir vilja núna helst vera við verslunarmiðstöðina í Mosfellsbænum og Spönginni og ég leita oft fyrst þar,“ segir hann. Hann segir úrræðaleysi ríkja í málaflokknum og er reiður. „Ég er reiður þessa dagana út af umræðunni. Það er kominn tími til að þeir sem ráða opni augun. Ég ætla ekkert að fara dýpra ofan í það,“ segir hann og vill ekki ræða meira um þetta mál að sinni. Þakklátar mæður Við stöldrum við í Mosfellsbæ þar sem Gummi fær að sjá bút úr viðtali Fréttastofu Sýnar við þær Ingibjörgu Einarsdóttur og Maríu Ericsdóttur sem eru honum afar þakklátar fyrir að leita að og finna börnin þeirra. Þær stigu fram í fjölmiðlum í gær og lýstu úrræðaleysi hér á landi fyrir börnin þeirra sem eiga í vanda. Í viðtalinu sem hann fær að sjá kemur eftirfarandi fram: „Það er ótrúlega oft sem hann (Gummi, innsk blaðamanns) hefur bjargað okkur mikið líka. Hann er ótrúlegur. Hann er með þetta. Fyrir utan það að vera stuðningur og leita að börnunum okkar þá tekst honum að lesa þegar maður hefur verið í molum. Hann athugar hvernig maður hefur það. Hann kemur líka fram við börnin okkar af virðingu og væntumþykju sem er ótrúlega sjaldgæft,“ sögðu þær stöllur í viðtali við Margréti Helgu Erlingsdóttur fréttamann. Gummi var ánægður með kveðjuna og sagði að foreldrar og börn væru oft afar þakklát. Hér að neðan má sjá viðtal við Gumma í fullri lengd þar sem fréttastofa fylgir honum eftir í störfum hans. Klippa: Á ferð með Guðmundi Fylkissyni
Ofbeldi gegn börnum Meðferðarheimili Lögreglan Áfengi Börn og uppeldi Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira