Áhyggjur af lagabreytingum 16. september 2004 00:01 Valgerður Sverrisdóttir segir að drög að breytingum á lögum um hlutafélög og einkahlutafélög verði sett á Netið í næstu viku og hagsmunaaðilum gefist færi á að veita umsögn sína. Í drögunum er að finna lagabreytingar sem lagðar eru í til í kjölfar skýrslu viðskiptaráðherra um umhverfi íslensks viðskiptalífs. Hún sagði hins vegar að fyrirhugaðar breytingar á samkeppnislögum yrðu ekki lagðar fram strax. Hún sagði að flest benti til þess að góð umræða gæti skapast um tillögurnar. Fundarmenn á morgunverðarfundi Verslunarráðs í gær lýstu áhyggjum af því að boðuð löggjöf um viðskiptaumhverfi yrði til hagsbóta. Á fundinum fjölluðu auk Valgerðar þau Þórunn Guðmundsdóttir hæstaréttarlögmaður og Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Verslunarráðs Íslands, um skýrsluna. Í máli Þórunnar komu fram miklar efasemdir varðandi tillögur nefndarinnar um breytingar á samkeppnislögum. Hún gagnrýnir fyrirhugaðar breytingar á skipulagi samkeppnisyfirvalda en stærstan varhug geldur hún við hugmyndum um að yfirvöld fái heimild til þess að mæla fyrir um skipulagsbreytingar hjá fyrirtækjum sem ekki verða við tilmælum Samkeppnisstofnunar. Þórunn segir að ekkert í umhverfi viðskiptalífsins á Íslandi kalli á að valdheimildir samkeppnisyfirvalda verði auknar með svo afgerandi hætti. Hún bendir einnig á að skýrsluhöfundar hafi tiltekið sérstaklega að ekki hafi verið sýnt fram á að uppbrot fyrirtækja hafi haft tilætlaðan árangur í för með sér. Þetta sé til dæmis reynsla Bandaríkjamanna. Þór Sigfússon lagði fyrst og fremst áherslu það í máli sínu að ef reglur um stjórnarhætti í fyrirtækjum verða lögfestar geti það reynst smáum fyrirtækjum erfitt. Hann tók sem dæmi að í litlum fjölskyldufyrirtækjum sé það óeðlileg krafa að svo skýr skil séu milli stjórnar og framkvæmdastjórnar eins og eðlilegt er að gera kröfu um í skráðum fyrirtækjum. Þór óttast að flóknari reglur kunni að draga úr framtaki í íslensku athafnalífi. Hann segir að vernda þurfi frumkvöðlaeðlið í þjóðinni en það kunni að heftast ef flóknar reglur um stjórnarhætti eigi að ná til allra fyrirtækja óháð stærð þeirra. Hann leggur ennfremur áherslu á að atvinnulífið hafi haft frumkvæði um að auka gagnsæi í viðskiptalífinu og telur heppilegast ef slíkt frumkvæði er áfram í höndum þess. Viðskipti Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Valgerður Sverrisdóttir segir að drög að breytingum á lögum um hlutafélög og einkahlutafélög verði sett á Netið í næstu viku og hagsmunaaðilum gefist færi á að veita umsögn sína. Í drögunum er að finna lagabreytingar sem lagðar eru í til í kjölfar skýrslu viðskiptaráðherra um umhverfi íslensks viðskiptalífs. Hún sagði hins vegar að fyrirhugaðar breytingar á samkeppnislögum yrðu ekki lagðar fram strax. Hún sagði að flest benti til þess að góð umræða gæti skapast um tillögurnar. Fundarmenn á morgunverðarfundi Verslunarráðs í gær lýstu áhyggjum af því að boðuð löggjöf um viðskiptaumhverfi yrði til hagsbóta. Á fundinum fjölluðu auk Valgerðar þau Þórunn Guðmundsdóttir hæstaréttarlögmaður og Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Verslunarráðs Íslands, um skýrsluna. Í máli Þórunnar komu fram miklar efasemdir varðandi tillögur nefndarinnar um breytingar á samkeppnislögum. Hún gagnrýnir fyrirhugaðar breytingar á skipulagi samkeppnisyfirvalda en stærstan varhug geldur hún við hugmyndum um að yfirvöld fái heimild til þess að mæla fyrir um skipulagsbreytingar hjá fyrirtækjum sem ekki verða við tilmælum Samkeppnisstofnunar. Þórunn segir að ekkert í umhverfi viðskiptalífsins á Íslandi kalli á að valdheimildir samkeppnisyfirvalda verði auknar með svo afgerandi hætti. Hún bendir einnig á að skýrsluhöfundar hafi tiltekið sérstaklega að ekki hafi verið sýnt fram á að uppbrot fyrirtækja hafi haft tilætlaðan árangur í för með sér. Þetta sé til dæmis reynsla Bandaríkjamanna. Þór Sigfússon lagði fyrst og fremst áherslu það í máli sínu að ef reglur um stjórnarhætti í fyrirtækjum verða lögfestar geti það reynst smáum fyrirtækjum erfitt. Hann tók sem dæmi að í litlum fjölskyldufyrirtækjum sé það óeðlileg krafa að svo skýr skil séu milli stjórnar og framkvæmdastjórnar eins og eðlilegt er að gera kröfu um í skráðum fyrirtækjum. Þór óttast að flóknari reglur kunni að draga úr framtaki í íslensku athafnalífi. Hann segir að vernda þurfi frumkvöðlaeðlið í þjóðinni en það kunni að heftast ef flóknar reglur um stjórnarhætti eigi að ná til allra fyrirtækja óháð stærð þeirra. Hann leggur ennfremur áherslu á að atvinnulífið hafi haft frumkvæði um að auka gagnsæi í viðskiptalífinu og telur heppilegast ef slíkt frumkvæði er áfram í höndum þess.
Viðskipti Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira