Kristinn H. fallinn í ónáð 28. september 2004 00:01 Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, mun ekki sitja í þingnefndum fyrir hönd flokksins í vetur. Þingflokkur framsóknarmanna ákvað það í gærkvöld. Kristinn sat í fjórum nefndum á vegum flokksins á liðnum þingvetri, þar á meðal sem formaður í iðnaðarnefnd þingsins. Hjálmar Árnason, formaður þingflokksins, sagði að loknum fundi í gær, að þingmenn flokksins treystu Kristni ekki lengur til að fara með með trúnaðarstörf í þingnefndum. Aðspurður um hvað hafi valdið þessum trúnaðarbresti sagði Hjálmar að þar væri ekki um einhvern einn atburð að ræða. ,,Þetta hefur byggst upp á löngum tíma, byrjaði sem samstarfsörðugleikar en síðan brast hver strengurinn á fætur öðrum þangað til algjör trúnaðarbrestur var orðin rauninn. Þetta var eins og hjá hjónum sem áttuðu sig á því að ástin, traustið og vináttan voru farin." Aðspurður hvort þetta veikti ekki stöðu Framsóknarflokksins í stjórnarsamstarfinu sagði Hjálmar að fámenn en sterk liðsheild væri betri en veik og fjölmenn. Kristinn H. Gunnarsson segist ekki vera hættur í þingflokknum eftir atburði gærkvöldsins. ,,Þingflokkurinn fann ekki að störfum mínum í þingnefndunum. Þetta eru frekar viðbrögð við sjálfstæði mínu í tveimur málum, fjölmiðlamálinu og Íraksmálinu. Forystunni líkar ekki að þingmenn setji fram skoðanir sem fylgja ekki þeirra línu. Sér í lagi held ég að þeim hafi sárnað það þegar ég upplýsti að þátttaka Íslendinga í hópi hinna viljugu þjóða í Íraksstríðinu hafi ekki verið borin undir þingflokkinn. Kristinn segir að þessi breytta staða í þingflokknum og afstaða sín verði rædd á vettvangi flokksins. Framundan séu fundir kjördæmasambanda, miðstjórnar og flokksþing. Á fundi þingflokksins í gærkvöld var ákveðið að Birkir J. Jónsson tæki við formennsku af Hjálmari í iðnaðarnefnd og varaformennsku í sjávarútvegsnefnd. Dagný Jónsdóttir tók við varaformennsku af Kristni í efnahags- og viðskiptanefnd og Hjálmar Árnason tók sæti hans sem varaformaður samgöngunefndar. Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra, var falin formennska í félagsmálanefnd og varaformennska í utanríkismálanefnd og heilbrigðis- og trygginganefnd. Sjá fréttaskýringu Guðmundar H. Guðmundssonar Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, mun ekki sitja í þingnefndum fyrir hönd flokksins í vetur. Þingflokkur framsóknarmanna ákvað það í gærkvöld. Kristinn sat í fjórum nefndum á vegum flokksins á liðnum þingvetri, þar á meðal sem formaður í iðnaðarnefnd þingsins. Hjálmar Árnason, formaður þingflokksins, sagði að loknum fundi í gær, að þingmenn flokksins treystu Kristni ekki lengur til að fara með með trúnaðarstörf í þingnefndum. Aðspurður um hvað hafi valdið þessum trúnaðarbresti sagði Hjálmar að þar væri ekki um einhvern einn atburð að ræða. ,,Þetta hefur byggst upp á löngum tíma, byrjaði sem samstarfsörðugleikar en síðan brast hver strengurinn á fætur öðrum þangað til algjör trúnaðarbrestur var orðin rauninn. Þetta var eins og hjá hjónum sem áttuðu sig á því að ástin, traustið og vináttan voru farin." Aðspurður hvort þetta veikti ekki stöðu Framsóknarflokksins í stjórnarsamstarfinu sagði Hjálmar að fámenn en sterk liðsheild væri betri en veik og fjölmenn. Kristinn H. Gunnarsson segist ekki vera hættur í þingflokknum eftir atburði gærkvöldsins. ,,Þingflokkurinn fann ekki að störfum mínum í þingnefndunum. Þetta eru frekar viðbrögð við sjálfstæði mínu í tveimur málum, fjölmiðlamálinu og Íraksmálinu. Forystunni líkar ekki að þingmenn setji fram skoðanir sem fylgja ekki þeirra línu. Sér í lagi held ég að þeim hafi sárnað það þegar ég upplýsti að þátttaka Íslendinga í hópi hinna viljugu þjóða í Íraksstríðinu hafi ekki verið borin undir þingflokkinn. Kristinn segir að þessi breytta staða í þingflokknum og afstaða sín verði rædd á vettvangi flokksins. Framundan séu fundir kjördæmasambanda, miðstjórnar og flokksþing. Á fundi þingflokksins í gærkvöld var ákveðið að Birkir J. Jónsson tæki við formennsku af Hjálmari í iðnaðarnefnd og varaformennsku í sjávarútvegsnefnd. Dagný Jónsdóttir tók við varaformennsku af Kristni í efnahags- og viðskiptanefnd og Hjálmar Árnason tók sæti hans sem varaformaður samgöngunefndar. Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra, var falin formennska í félagsmálanefnd og varaformennska í utanríkismálanefnd og heilbrigðis- og trygginganefnd. Sjá fréttaskýringu Guðmundar H. Guðmundssonar
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira