Innlent

Trúnaðarbrestur orsökin

Formaður Framsóknarflokksins segir að samstarfsörðugleikar og trúnaðarbrestur hafi valdið því að flokkurinn hafi ekki viljað að Kristinn H. Gunnarsson tæki sæti í þingnefndum. Halldór Ásgrímsson segir að Kristni hafi verið falinn mikill trúnaður í Framsóknarflokknum, meðal annars gerður að formanni þingflokksins og settur yfir Byggðastofnun. Það hafi hins vegar orðið trúnaðarbestur og samstarfsörðugleikar átt sér stað og þessi ákvörðun því tekin. Halldór kveðst harma hana en hún sé ekki að ástæðulausu. Spurður hvort Kristni sé sætt í flokknum segir Halldór að það sé ákvörðun Kristins. Hann hafi verið kosinn á þing og því hafi hann fullan rétt á að vera í þingflokknum.     Halldór segir af og frá að þetta sé dæmi um skoðanakúgun. Spurður hvort hægt sé að ræða trúnaðarmál á fundum Framsóknarflokksins að Kristni viðstöddum segir Halldór að það eigi eftir að reyna á það.  



Fleiri fréttir

Sjá meira


×