Karpað um skatta, öryrkja og Írak 13. október 2005 14:44 Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra flutti fyrstu stefnuræðu sína á Alþingi í gærkvöld. Í ræðu sinni sagði hann að stjórnarflokkunum hefði tekist að koma á stöðugleika í efnahagsmálum, minnka atvinnuleysi og auka kaupmátt launþega verulega. Lýsti hann því markmiði að kaupmáttur myndi hafa aukist um 50% frá valdatöku stjórnarflokkanna þegar nýtt kjörtímabil hæfist. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði að það sem væri athyglisverðast í ræðu Halldórs Ásgrímssonar væri það sem ekki væri í henni. "Ræðu hans verður minnst fyrir þögnina um Írak, þögnina um gereyðingarvopnin, þögnina um ábyrgð Íslendinga, ábyrgð hans sjálfs á ástandinu þar." Davíð Oddsson, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að stjórnarandstöðuflokkunum hefði aðeins tekist að komast að samkomulagi um einn hlut á samráðsfundi sínum fyrir helgi og það væru Íraksmálin sem væru nógu langt frá heimahögunum. Kvaðst Davíð stoltur af því að Ísland hefði lagt sitt lóð á vogarskálarnar til að hrekja harðstjórann Saddam Hussein frá völdum. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, sagðist verða að endurtaka þau orð sem hann hefði oft látið falla að stefnuræðan væri sú ömurlegasta sem hann hefði heyrt. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði að stefnuræðan bæri þess merki að engu skipti hver væri forsætisráðherrann. Halldór og Davíð hefðu sömu stefnu þótt sá fyrrnefndi væri stundum fylgjandi aðild að Evrópusambandinu. Hart var tekist á um málefni öryrkja og kennaraverkfallið. Halldór Ásgrímsson sakaði stjórnarandstöðuna um að vekja falsvonir og jafnvel spilla líkum á lausn kennaraverkfallsins með kröfum um að ríkið hlypi undir bagga með sveitarfélögunum til að hægt væri að hækka laun kennara. Alþingi Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra flutti fyrstu stefnuræðu sína á Alþingi í gærkvöld. Í ræðu sinni sagði hann að stjórnarflokkunum hefði tekist að koma á stöðugleika í efnahagsmálum, minnka atvinnuleysi og auka kaupmátt launþega verulega. Lýsti hann því markmiði að kaupmáttur myndi hafa aukist um 50% frá valdatöku stjórnarflokkanna þegar nýtt kjörtímabil hæfist. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði að það sem væri athyglisverðast í ræðu Halldórs Ásgrímssonar væri það sem ekki væri í henni. "Ræðu hans verður minnst fyrir þögnina um Írak, þögnina um gereyðingarvopnin, þögnina um ábyrgð Íslendinga, ábyrgð hans sjálfs á ástandinu þar." Davíð Oddsson, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að stjórnarandstöðuflokkunum hefði aðeins tekist að komast að samkomulagi um einn hlut á samráðsfundi sínum fyrir helgi og það væru Íraksmálin sem væru nógu langt frá heimahögunum. Kvaðst Davíð stoltur af því að Ísland hefði lagt sitt lóð á vogarskálarnar til að hrekja harðstjórann Saddam Hussein frá völdum. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, sagðist verða að endurtaka þau orð sem hann hefði oft látið falla að stefnuræðan væri sú ömurlegasta sem hann hefði heyrt. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði að stefnuræðan bæri þess merki að engu skipti hver væri forsætisráðherrann. Halldór og Davíð hefðu sömu stefnu þótt sá fyrrnefndi væri stundum fylgjandi aðild að Evrópusambandinu. Hart var tekist á um málefni öryrkja og kennaraverkfallið. Halldór Ásgrímsson sakaði stjórnarandstöðuna um að vekja falsvonir og jafnvel spilla líkum á lausn kennaraverkfallsins með kröfum um að ríkið hlypi undir bagga með sveitarfélögunum til að hægt væri að hækka laun kennara.
Alþingi Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira