Landsbankinn og E*TRADE opna verðbréfamarkað á íslensku á netinu 5. október 2004 00:01 Landsbankinn, í samvinnu við E*TRADE, eitt þekktasta fyrirtæki heims á sviði verðbréfaviðskipta á netinu, opnar í dag íslenskan verðbréfavef, fyrir milliliðalaus viðskipti með verðbréf í Bandaríkjunum, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi. E*TRADE vefurinn er allur á íslensku og þóknanir fyrir viðskipti á honum eru lægri en áður hefur þekkst hérlendis. Notandinn stundar milliliðalaus viðskipti af einum reikningi með hlutabréf, skuldabréf og gjaldeyri í fimm gjaldmiðlum. Það eykur öryggi notenda að Landsbankinn er bakhjarl þjónustunnar og öll samskipti notenda hérlendis eru við bankann. "Það er okkur fagnaðarefni að E*TRADE hafi valið Landsbankann sem samstarfsaðila," segir Sigurjón Þ. Árnason bankastjóri Landsbankans. "Val þeirra er staðfesting á framsækni Landsbankans," segir hann. "E*TRADE er eitt öflugasta fyrirtæki á sviði alþjóðlegra verðbréfaviðskipta á netinu og við nýtum þau kerfi sem við höfum þegar byggt upp til þess að sækja inn á valda markaði", segir Jens Hoeyer, forstjóri E*TRADE Bank í Danmörku. "Við lýsum yfir ánægju með samstarf okkar við Landsbankann og erum sannfærðir um að viðskiptavinir bankans muni kunna að meta tækifæri til þess að kaupa og selja á fjórum mörkuðum með lægri þóknunum og auk þess greiðum aðgangi að öflugri upplýsingamiðlun um viðkomandi markaði." E*TRADE BANK A/S DANMARK er dótturfélag í eigu E*TRADE FINANCIAL Corporation. Fyrirtækið veitir fulla þjónustu á sviði verðbréfaviðskipta til fagfjárfesta og einstaklinga. Í Danmörku lýtur fyrirtækið umsjón danska fjármálaeftirlitsins og er meðlimur í dönsku kauphöllinni, CSE. Félagið hefur löggildingu til að stunda verðbréfamiðlun á Íslandi. E*TRADE Financial er skráð í kauphöllinni í New York með auðkennið ET. Markaðsverðmæti þess er u.þ.b. 310 milljarðar íslenskra króna og hjá félaginu starfa 3.400 manns í 12 löndum. "Með samstarfi okkar við E*TRADE gerum við viðskiptavinum Landsbankans kleift að eiga milliliðalaus viðskipti á spennandi mörkuðum, ekki bara á mjög aðgengilegan og einfaldan hátt heldur einnig á lægri kjörum en áður hefur þekkst hér á landi. Þjónustan hentar byrjendum jafnt sem lengra komnum og er t.d. tilvalin fyrir þá sem vilja ná fram aukinni eignadreifingu í verðbréfasafnið sitt", segir Steinþór Gunnarsson, forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans. Viðskipti Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Sjá meira
Landsbankinn, í samvinnu við E*TRADE, eitt þekktasta fyrirtæki heims á sviði verðbréfaviðskipta á netinu, opnar í dag íslenskan verðbréfavef, fyrir milliliðalaus viðskipti með verðbréf í Bandaríkjunum, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi. E*TRADE vefurinn er allur á íslensku og þóknanir fyrir viðskipti á honum eru lægri en áður hefur þekkst hérlendis. Notandinn stundar milliliðalaus viðskipti af einum reikningi með hlutabréf, skuldabréf og gjaldeyri í fimm gjaldmiðlum. Það eykur öryggi notenda að Landsbankinn er bakhjarl þjónustunnar og öll samskipti notenda hérlendis eru við bankann. "Það er okkur fagnaðarefni að E*TRADE hafi valið Landsbankann sem samstarfsaðila," segir Sigurjón Þ. Árnason bankastjóri Landsbankans. "Val þeirra er staðfesting á framsækni Landsbankans," segir hann. "E*TRADE er eitt öflugasta fyrirtæki á sviði alþjóðlegra verðbréfaviðskipta á netinu og við nýtum þau kerfi sem við höfum þegar byggt upp til þess að sækja inn á valda markaði", segir Jens Hoeyer, forstjóri E*TRADE Bank í Danmörku. "Við lýsum yfir ánægju með samstarf okkar við Landsbankann og erum sannfærðir um að viðskiptavinir bankans muni kunna að meta tækifæri til þess að kaupa og selja á fjórum mörkuðum með lægri þóknunum og auk þess greiðum aðgangi að öflugri upplýsingamiðlun um viðkomandi markaði." E*TRADE BANK A/S DANMARK er dótturfélag í eigu E*TRADE FINANCIAL Corporation. Fyrirtækið veitir fulla þjónustu á sviði verðbréfaviðskipta til fagfjárfesta og einstaklinga. Í Danmörku lýtur fyrirtækið umsjón danska fjármálaeftirlitsins og er meðlimur í dönsku kauphöllinni, CSE. Félagið hefur löggildingu til að stunda verðbréfamiðlun á Íslandi. E*TRADE Financial er skráð í kauphöllinni í New York með auðkennið ET. Markaðsverðmæti þess er u.þ.b. 310 milljarðar íslenskra króna og hjá félaginu starfa 3.400 manns í 12 löndum. "Með samstarfi okkar við E*TRADE gerum við viðskiptavinum Landsbankans kleift að eiga milliliðalaus viðskipti á spennandi mörkuðum, ekki bara á mjög aðgengilegan og einfaldan hátt heldur einnig á lægri kjörum en áður hefur þekkst hér á landi. Þjónustan hentar byrjendum jafnt sem lengra komnum og er t.d. tilvalin fyrir þá sem vilja ná fram aukinni eignadreifingu í verðbréfasafnið sitt", segir Steinþór Gunnarsson, forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans.
Viðskipti Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Sjá meira