SH veltir SÍF úr sessi 7. október 2004 00:01 Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna er stærsta fyrirtækið á Íslandi ef miðað er við veltutölur. Keppinauturinn SÍF laut í lægra haldi og tapaði fyrsta sætinu á lista Frjálsrar verslunar um 300 stærstu fyrirtækin. Velta hvors félags er tæpir 60 milljarðar króna. Listinn er byggður á ársuppgjörum fyrirtækja fyrir síðasta ár. KB banki stekkur í þriðja sætið úr því níunda milli ára með ríflega 50 milljarða veltu. Veltuaukning KB banka skýrist meðal annars af sameiningu við Búnaðarbankann. KB banki vermir toppsætið þegar litið er til hagnaðar. Bankinn hagnaðist um tæpa 9,4 milljarða á árinu 2003. Baugur kemur fast á hæla KB banka með 9,3 milljarða í hagnað. Þessi tvö félög skera sig nokkuð úr og eiga Íslandsmet í hagnaði. Baugur átti fyrra met sem var 7,4 milljarðar króna. Íslandsbanki er í þriðja sæti með 6,4 milljarða í hagnað. KB banki er einnig með mest eigið fé allra fyrirtækja á listanum. Actavis er með flesta starfsmenn allra fyrirtækjanna með ríflega 6.500 ársverk. Meirihluti starfmanna er á erlendri grundu. Landspítali - háskólasjúkrahús kemur næst með tæplega 3.900 ársverk. KEA greiðir hæst meðallaun allra fyrirtækja. Starfsmenn eru tveir og meðaltal launa þeirra er 9,4 milljónir á árinu 2003 sem gera ríflega 780 þúsund á mánuði. Í næstu sætum eru útgerðarfélög sem jafnan hafa vermt efstu sætin. Þar á eftir kemur Byggðastofnun sem greiðir 25 starfsmönnum 520 þúsund að meðaltali á mánuði. Það eru svipuð mánaðarlaun og KB banki greiðir sínum ríflega tólfhundruð starfsmönnum að meðaltali. Mesta tap fyrirtækis á árinu 2003 var hjá Íslenskri erfðagreiningu og nam það 2,5 milljörðum króna. Tap fyrirtækisins minnkaði verulega frá fyrra ári, en þá var það 10,7 milljarðar króna. Eimskipafélag Íslands er samkvæmt listanum í 88. sæti yfir veltumestu félögin. Fyrir níu árum var Eimskipafélagið níunda stærsta fyrirtækið á Íslandi. Viðskipti Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna er stærsta fyrirtækið á Íslandi ef miðað er við veltutölur. Keppinauturinn SÍF laut í lægra haldi og tapaði fyrsta sætinu á lista Frjálsrar verslunar um 300 stærstu fyrirtækin. Velta hvors félags er tæpir 60 milljarðar króna. Listinn er byggður á ársuppgjörum fyrirtækja fyrir síðasta ár. KB banki stekkur í þriðja sætið úr því níunda milli ára með ríflega 50 milljarða veltu. Veltuaukning KB banka skýrist meðal annars af sameiningu við Búnaðarbankann. KB banki vermir toppsætið þegar litið er til hagnaðar. Bankinn hagnaðist um tæpa 9,4 milljarða á árinu 2003. Baugur kemur fast á hæla KB banka með 9,3 milljarða í hagnað. Þessi tvö félög skera sig nokkuð úr og eiga Íslandsmet í hagnaði. Baugur átti fyrra met sem var 7,4 milljarðar króna. Íslandsbanki er í þriðja sæti með 6,4 milljarða í hagnað. KB banki er einnig með mest eigið fé allra fyrirtækja á listanum. Actavis er með flesta starfsmenn allra fyrirtækjanna með ríflega 6.500 ársverk. Meirihluti starfmanna er á erlendri grundu. Landspítali - háskólasjúkrahús kemur næst með tæplega 3.900 ársverk. KEA greiðir hæst meðallaun allra fyrirtækja. Starfsmenn eru tveir og meðaltal launa þeirra er 9,4 milljónir á árinu 2003 sem gera ríflega 780 þúsund á mánuði. Í næstu sætum eru útgerðarfélög sem jafnan hafa vermt efstu sætin. Þar á eftir kemur Byggðastofnun sem greiðir 25 starfsmönnum 520 þúsund að meðaltali á mánuði. Það eru svipuð mánaðarlaun og KB banki greiðir sínum ríflega tólfhundruð starfsmönnum að meðaltali. Mesta tap fyrirtækis á árinu 2003 var hjá Íslenskri erfðagreiningu og nam það 2,5 milljörðum króna. Tap fyrirtækisins minnkaði verulega frá fyrra ári, en þá var það 10,7 milljarðar króna. Eimskipafélag Íslands er samkvæmt listanum í 88. sæti yfir veltumestu félögin. Fyrir níu árum var Eimskipafélagið níunda stærsta fyrirtækið á Íslandi.
Viðskipti Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira