Pastellitanámskeið hjá Mími 12. október 2004 00:01 Námskeið í pastellitamálun er að hefjast hjá Mími símenntun og það er nýjung þar á bæ. Kennari er Birgir Rafn Friðriksson myndlistamaður sem er aðdáandi pastellita en segir þá hafa goldið þess síðustu ár að vera ekki í tísku. "Pastel er þó virt tegund innan myndlistar í heiminum og gamlir meistarar eins og Svavar Guðnason og Hringur Jóhannesson tileinkuðu sér hana, að ógleymdum hinum spánska Míró," segir listamaðurinn brosandi þar sem við hittum hann á vinnustofu sinni Gallerí Teiti í Engihjallanum. Þar lifir listin góðu lífi og pastellitirnir liggja á borðinu. Þeir líkjast vaxlitum í útliti. Birgir Rafn segir þá mjög handhæga, ekki síst þurrpastel sem hann muni nota á námskeiðunum. "Það er gaman að handleika þessa liti og hægt að leika sér heilmikið með þá. Það má eiginlega segja að þeir séu mitt á milli vatnslita og olíulita og notkun þeirra sameinar veigamestu þætti myndlistar svo sem teikningu, lita- og formskilning," segir hann. Ýmis verkfæri og hjálparmeðul nýtast með pastellitunum, svo sem sköfur og tannburstar og einnig sprey til að festa pastelinn niður svo hægt sé að fara fleiri umferðir. Birgir Rafn segir auðvelt að skapa mismunandi áferð á myndirnar, með áhöldum og ólíkum tegundum pappírs. Námskeiðið verður á Grensásveginum í höfuðstöðvum Mímis og stendur í átta vikur. Birgir Rafn segir það verða miðað út frá því að það henti bæði byrjendum og lengra komnum. Nám Mest lesið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Námskeið í pastellitamálun er að hefjast hjá Mími símenntun og það er nýjung þar á bæ. Kennari er Birgir Rafn Friðriksson myndlistamaður sem er aðdáandi pastellita en segir þá hafa goldið þess síðustu ár að vera ekki í tísku. "Pastel er þó virt tegund innan myndlistar í heiminum og gamlir meistarar eins og Svavar Guðnason og Hringur Jóhannesson tileinkuðu sér hana, að ógleymdum hinum spánska Míró," segir listamaðurinn brosandi þar sem við hittum hann á vinnustofu sinni Gallerí Teiti í Engihjallanum. Þar lifir listin góðu lífi og pastellitirnir liggja á borðinu. Þeir líkjast vaxlitum í útliti. Birgir Rafn segir þá mjög handhæga, ekki síst þurrpastel sem hann muni nota á námskeiðunum. "Það er gaman að handleika þessa liti og hægt að leika sér heilmikið með þá. Það má eiginlega segja að þeir séu mitt á milli vatnslita og olíulita og notkun þeirra sameinar veigamestu þætti myndlistar svo sem teikningu, lita- og formskilning," segir hann. Ýmis verkfæri og hjálparmeðul nýtast með pastellitunum, svo sem sköfur og tannburstar og einnig sprey til að festa pastelinn niður svo hægt sé að fara fleiri umferðir. Birgir Rafn segir auðvelt að skapa mismunandi áferð á myndirnar, með áhöldum og ólíkum tegundum pappírs. Námskeiðið verður á Grensásveginum í höfuðstöðvum Mímis og stendur í átta vikur. Birgir Rafn segir það verða miðað út frá því að það henti bæði byrjendum og lengra komnum.
Nám Mest lesið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira