Bandaríkjamenn fá flest verðlaun 13. október 2004 00:01 Bandaríkjamenn héldu áfram að sópa til sín Nóbelsverðlaunum í vísindagreinum í ár. Sjö af tíu verðlaunahöfum eru frá Bandaríkjunum og hinir verðlaunahafarnir unnu sín verðlaun í samstarfi við bandaríska vísindamenn. Þessir yfirburðir eiga sér langa sögu, frá því Nóbelsverðlaunin voru fyrst afhent fyrir 103 árum hafa meira en tveir af hverjum fimm verðlaunahöfum, rúmlega 40 prósent, verið Bandaríkjamenn. Karl Gústaf XVI er því orðinn vanur því að taka í höndina á bandarískum vísindamönnum í desember, þegar verðlaunin eru afhent í Stokkhólmi. Þetta árið eru aðeins tveir Evrópubúar meðal verðlaunahafa. Annar er Norðmaðurinn Edward Prescott sem vann nóbelsverðlaunin í hagfræði í samstarfi við Bandaríkjamanninn Edward Prescott. Hinn verðlaunahafinn er hin austurríska Elfriede Jelinek sem vann bókmenntaverðlaun Nóbels. "Við gerum okkur fyllilega grein fyrir því að Evrópa stendur Bandaríkjunum að baki," sagði Fabio Fabbi, talsmaður Evrópusambandsins í rannsóknum og tækniþróun. "Við reynum að taka á þessu með margvíslegum hætti. Það er ástæða til að vera svartsýnn og hafa áhyggjur. Heildarmyndin er þó ekki alslæm. Það er mikið um afrek í Evrópu," sagði hann. Ein helsta ástæðan fyrir forskoti Bandaríkjamanna er að þeir verja tvöfalt meira fé til rannsókna og tækniþróunar en öllu ríki Evrópusambandsins til samans. Ástæðurnar eru þó fleiri, ekki síst sú að Bandaríkjamenn leggja mun meiri áherslu á nýjar uppgötvanir meðan Evrópubúar hafa lagt áherslu á hagnýtar rannsóknir. Bertil Anderson, forstjóri Vísindastofnunar Evrópu sagði að í Evrópu væri mönnum ekki umbunað fyrir að taka áhættu. "Til að hljóta Nóbelsverðlaun verður þú að uppgötva eitthvað nýtt," sagði hann. Þó Evrópusambandið stefni að því að setja jafn mikið fé í rannsóknir og Bandaríkjamenn ekki síðar en 2010 segir hann að fleira þurfi til. "Í dag er Evrópa of brotakennd," segir Anderson sem vill auka samstarf Evrópuríkja í rannsóknum og tækniþróun. Erlent Fréttir Nóbelsverðlaun Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira
Bandaríkjamenn héldu áfram að sópa til sín Nóbelsverðlaunum í vísindagreinum í ár. Sjö af tíu verðlaunahöfum eru frá Bandaríkjunum og hinir verðlaunahafarnir unnu sín verðlaun í samstarfi við bandaríska vísindamenn. Þessir yfirburðir eiga sér langa sögu, frá því Nóbelsverðlaunin voru fyrst afhent fyrir 103 árum hafa meira en tveir af hverjum fimm verðlaunahöfum, rúmlega 40 prósent, verið Bandaríkjamenn. Karl Gústaf XVI er því orðinn vanur því að taka í höndina á bandarískum vísindamönnum í desember, þegar verðlaunin eru afhent í Stokkhólmi. Þetta árið eru aðeins tveir Evrópubúar meðal verðlaunahafa. Annar er Norðmaðurinn Edward Prescott sem vann nóbelsverðlaunin í hagfræði í samstarfi við Bandaríkjamanninn Edward Prescott. Hinn verðlaunahafinn er hin austurríska Elfriede Jelinek sem vann bókmenntaverðlaun Nóbels. "Við gerum okkur fyllilega grein fyrir því að Evrópa stendur Bandaríkjunum að baki," sagði Fabio Fabbi, talsmaður Evrópusambandsins í rannsóknum og tækniþróun. "Við reynum að taka á þessu með margvíslegum hætti. Það er ástæða til að vera svartsýnn og hafa áhyggjur. Heildarmyndin er þó ekki alslæm. Það er mikið um afrek í Evrópu," sagði hann. Ein helsta ástæðan fyrir forskoti Bandaríkjamanna er að þeir verja tvöfalt meira fé til rannsókna og tækniþróunar en öllu ríki Evrópusambandsins til samans. Ástæðurnar eru þó fleiri, ekki síst sú að Bandaríkjamenn leggja mun meiri áherslu á nýjar uppgötvanir meðan Evrópubúar hafa lagt áherslu á hagnýtar rannsóknir. Bertil Anderson, forstjóri Vísindastofnunar Evrópu sagði að í Evrópu væri mönnum ekki umbunað fyrir að taka áhættu. "Til að hljóta Nóbelsverðlaun verður þú að uppgötva eitthvað nýtt," sagði hann. Þó Evrópusambandið stefni að því að setja jafn mikið fé í rannsóknir og Bandaríkjamenn ekki síðar en 2010 segir hann að fleira þurfi til. "Í dag er Evrópa of brotakennd," segir Anderson sem vill auka samstarf Evrópuríkja í rannsóknum og tækniþróun.
Erlent Fréttir Nóbelsverðlaun Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira