Stærst sinnar tegundar 15. október 2004 00:01 Um áramót verður til nýtt flugrekstrarfyrirtæki á Íslandi sem gæti orðið stærsta fyrirtækið á íslenskum markaði ef áform um skráningu ganga eftir. Magnús Þorsteinsson, aðaleigandi Air Atlanta, kynnti í gær áætlanir um að stofna fyrirtæki í kringum rekstur Air Atlanta, Excel Airways og Íslandsflugs. Hið nýja fyrirtæki ber nafnið Avion group og er heildarvelta þess í kringum sjötíu milljarðar króna miðað við veltu fyrirtækjanna í samstæðunni í ár. Það er tíu milljörðum meira en velta SH í fyrra en SH er veltumesta félag á Íslandi samkvæmt tímaritinu Frjálsri verslun. Magnús Þorsteinsson verður starfandi stjórnarformaður Avion. Hann segir að fyrirtækið verði hið langstærsta í heiminum á sviði útleigu flugvéla með áhöfn, þjónustu og tryggingum. Hann telur að þessi markaður sé vaxandi. "Flugfélög gera sér gjarnan grein fyrir þvi að þau eru góð í að selja sæti og markaðssetja sína vöru en vilja ekki endilega standa í því að reka flugvélar. En þessu er öfugt farið hjá okkur. Við einbeitum okkur að rekstri flugvélanna sjálfra;" segir Magnús. Á blaðamannafundi í gær var einnig tilkynnt um kaup Atlanta á auknum hlut í breska flugfélaginu Excel. Fyrir átti Atlanta um fjörutíu prósent en hefur nú keypt þrjátíu prósent til viðbótar af grísku ferðaskrifstofunni Libra. Stjórnendur Excel eiga enn um tuttugu prósent í félaginu og segir Magnús líklegt að þeir muni halda þeirri fjárfestingu og taka þátt í því starfi sem fram undan er. Avion mun hafa til umráða 63 flugvélar og hafa tæplega 3.200 manns í vinnu. Starfstöðvar eru í öllum heimsálfum að Suðurskautslandinu undanskildu. Félög innan samsteypunnar munu áfram fljúga undir eigin merkjum og lúta daglegri stjórn forstjóra á hverju sviði en meginstefnumótum fer fram hjá stjórn samsteypunnar. Arngrímur Jóhannesson stofnaði Air Atlanta og á nú um fjórðungshlut í félaginu á móti 75 prósenta hlut Magnúsar. Ekki fæst uppgefið hvort og hvernig þessi hlutföll breytast í kjölfar stofnunar Avion. Viðskipti Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira
Um áramót verður til nýtt flugrekstrarfyrirtæki á Íslandi sem gæti orðið stærsta fyrirtækið á íslenskum markaði ef áform um skráningu ganga eftir. Magnús Þorsteinsson, aðaleigandi Air Atlanta, kynnti í gær áætlanir um að stofna fyrirtæki í kringum rekstur Air Atlanta, Excel Airways og Íslandsflugs. Hið nýja fyrirtæki ber nafnið Avion group og er heildarvelta þess í kringum sjötíu milljarðar króna miðað við veltu fyrirtækjanna í samstæðunni í ár. Það er tíu milljörðum meira en velta SH í fyrra en SH er veltumesta félag á Íslandi samkvæmt tímaritinu Frjálsri verslun. Magnús Þorsteinsson verður starfandi stjórnarformaður Avion. Hann segir að fyrirtækið verði hið langstærsta í heiminum á sviði útleigu flugvéla með áhöfn, þjónustu og tryggingum. Hann telur að þessi markaður sé vaxandi. "Flugfélög gera sér gjarnan grein fyrir þvi að þau eru góð í að selja sæti og markaðssetja sína vöru en vilja ekki endilega standa í því að reka flugvélar. En þessu er öfugt farið hjá okkur. Við einbeitum okkur að rekstri flugvélanna sjálfra;" segir Magnús. Á blaðamannafundi í gær var einnig tilkynnt um kaup Atlanta á auknum hlut í breska flugfélaginu Excel. Fyrir átti Atlanta um fjörutíu prósent en hefur nú keypt þrjátíu prósent til viðbótar af grísku ferðaskrifstofunni Libra. Stjórnendur Excel eiga enn um tuttugu prósent í félaginu og segir Magnús líklegt að þeir muni halda þeirri fjárfestingu og taka þátt í því starfi sem fram undan er. Avion mun hafa til umráða 63 flugvélar og hafa tæplega 3.200 manns í vinnu. Starfstöðvar eru í öllum heimsálfum að Suðurskautslandinu undanskildu. Félög innan samsteypunnar munu áfram fljúga undir eigin merkjum og lúta daglegri stjórn forstjóra á hverju sviði en meginstefnumótum fer fram hjá stjórn samsteypunnar. Arngrímur Jóhannesson stofnaði Air Atlanta og á nú um fjórðungshlut í félaginu á móti 75 prósenta hlut Magnúsar. Ekki fæst uppgefið hvort og hvernig þessi hlutföll breytast í kjölfar stofnunar Avion.
Viðskipti Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira