Varnarhugmyndir gagnrýndar 18. október 2004 00:01 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar kynnti nýjar hugmyndir framtíðarhóps á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar um helgina. Óhætt er að segja að "umræðuplagg" hópsins í varnarmálum hafi vakið mesta athygli. Lagt er til að Íslendingar taki að sér rekstur Keflavíkurflugvalla, dregið verði úr viðbúnaði enda teljist vist orustuþotnanna í Keflavík sem ríkisstjórnin hefur sett á oddinn fyrst og fremst pólitískt en ekki hernaðarlegt gildi. Ingibjörg Sólrún segir áherslu á dvöl herþotna hér á landi vafasama enda virtist hún af pólitískum en ekki hernaðarlegum toga. "Það má ekkert gleyma því að þegar Ísland gekk í NATO var gert ráð fyrir að landið yrði herlaust á friðartímum. Það er óumdeilt að hvergi í heiminum er jafn friðvænlegt og nú í norðurhöfum. Framtíðarhópurinn telur að mest hætta stafi af umhverfis- og mengunarslysum. Hann telur að við þurfum að huga að hvaða viðbúnaður eigi við í því efni. Aðrir segja að mesta hættan sé af hryðjuverkaárás. Þoturnar duga líka skammt í þeim efnum." Árni Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður Alþýðuflokksins sem sat flokksjórnarfundinn leggur áherslu á að þessar hugmyndir hafi ekki verið samþykktar. "Ég get sætt mig við þessa umræðu. En ég mun aldrei sætta mig við neinar hugmyndir sem skerða stöðu okkar í NATO." Ingibjörg Sólrún leggur áherslu á að hvorki sé talað um að hrófla við varnarsamningnum né aðild Íslands að NATO. "Hópurinn telur að í 5. grein varnarsamningsins felist í raun fullnægjandi trygging fyrir vörnum okkar." Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna segir hugmyndirnar "óttalega framsóknarlegar" enda sé hvorki tekið á varnarsamningnum né NATO og herinn sé hvort sem er á förum. Halldór Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að þvert á móti sé ekki við öðru að búast en slíkum hugmyndum frá herstöðvaandstæðingunum Össuri Skarphéðinssyni og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Fleiri fréttir Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar kynnti nýjar hugmyndir framtíðarhóps á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar um helgina. Óhætt er að segja að "umræðuplagg" hópsins í varnarmálum hafi vakið mesta athygli. Lagt er til að Íslendingar taki að sér rekstur Keflavíkurflugvalla, dregið verði úr viðbúnaði enda teljist vist orustuþotnanna í Keflavík sem ríkisstjórnin hefur sett á oddinn fyrst og fremst pólitískt en ekki hernaðarlegt gildi. Ingibjörg Sólrún segir áherslu á dvöl herþotna hér á landi vafasama enda virtist hún af pólitískum en ekki hernaðarlegum toga. "Það má ekkert gleyma því að þegar Ísland gekk í NATO var gert ráð fyrir að landið yrði herlaust á friðartímum. Það er óumdeilt að hvergi í heiminum er jafn friðvænlegt og nú í norðurhöfum. Framtíðarhópurinn telur að mest hætta stafi af umhverfis- og mengunarslysum. Hann telur að við þurfum að huga að hvaða viðbúnaður eigi við í því efni. Aðrir segja að mesta hættan sé af hryðjuverkaárás. Þoturnar duga líka skammt í þeim efnum." Árni Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður Alþýðuflokksins sem sat flokksjórnarfundinn leggur áherslu á að þessar hugmyndir hafi ekki verið samþykktar. "Ég get sætt mig við þessa umræðu. En ég mun aldrei sætta mig við neinar hugmyndir sem skerða stöðu okkar í NATO." Ingibjörg Sólrún leggur áherslu á að hvorki sé talað um að hrófla við varnarsamningnum né aðild Íslands að NATO. "Hópurinn telur að í 5. grein varnarsamningsins felist í raun fullnægjandi trygging fyrir vörnum okkar." Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna segir hugmyndirnar "óttalega framsóknarlegar" enda sé hvorki tekið á varnarsamningnum né NATO og herinn sé hvort sem er á förum. Halldór Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að þvert á móti sé ekki við öðru að búast en slíkum hugmyndum frá herstöðvaandstæðingunum Össuri Skarphéðinssyni og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur.
Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Fleiri fréttir Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið Sjá meira