Stórtíðindi fyrir læknavísindin 19. október 2004 00:01 Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar hafa fengið jákvæðar niðurstöður úr tilraunum með nýtt lyf sem draga á úr líkunum á því að fólk fái hjartaáfall. Kári Stefánsson forstjóri segir þetta stórtíðindi fyrir fyrirtækið jafnt sem læknavísindin. Hann segir nú fara í hönd umfangsmiklar tilraunir sem vonandi leiði til markaðssetningar lyfsins eftir um þrjú ár. Þróun lyfsins hófst í reynd fyrir átta árum þegar Íslensk erfðagreining var stofnuð. Þá hófust rannsóknar á þeim erfðaþáttum sem valda hjartaáföllum og vann hópur, undir stjórn Önnu Helgadóttur, að því. Meingenið fannst og þá hófst vinna við að þróa lyf. Lyfjaþróunardeild ÍE tók þá við kyndlinum ef svo mætti segja. Í dag var svo greint frá jákvæðum niðurstöðum prófana á 176 sjúklingum hjartadeildar Landspítalans - háskólasjúkrahúss. Þessar prófanir sýna, að sögn Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, að lyfið hefur marktæk áhrif á áhættuþætti hjartaáfalls og veldur ekki aukaverkunum. Næsta skref er að semja rannsóknaráætlun sem felur í sér að gera þarf tilraunir á 1500 til 2000 sjúklingum í Bandaríkjunum, á Íslandi og öðrum löndum Evrópu. Gangi allt að óskum gera forsvarsmenn Íslenskrar erfðagreiningar sér vonir um að lyfið verði sett á markað eftir þrjú til fimm ár. Þá yrði fjárhagsleg framtíð fyrirtækisins styrkt til muna en lyf sem þetta er hugsað fyrir stóran hóp fólks, eða alla þá sem hafa einhverja áhættuþætti fyrir hjartaáföllum. Upphaflega geri Kári þó ráð fyrir að lyfið verði notað af þeim sem hafi sérstaka arfgenga áhættu. „Þeir munu nota þetta lyf að staðaldri sem eins konar forvörn, nákvæmlega eins og þeir hafa notað fitulækkandi lyf sme forvörn,“ segir Kári. Kári segir þetta stórtíðindi í læknavísindum og einnig fyrir Íslenska erfðagreining því nú sé sýnt fram á að grundvallarforsendurnar fyrir stofnun fyrirtækisins gangi upp. Það að hægt sé að finna erfðafræðilega þætti sjúkdóma og þróa lyf út frá þeim rannsóknum. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Sjá meira
Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar hafa fengið jákvæðar niðurstöður úr tilraunum með nýtt lyf sem draga á úr líkunum á því að fólk fái hjartaáfall. Kári Stefánsson forstjóri segir þetta stórtíðindi fyrir fyrirtækið jafnt sem læknavísindin. Hann segir nú fara í hönd umfangsmiklar tilraunir sem vonandi leiði til markaðssetningar lyfsins eftir um þrjú ár. Þróun lyfsins hófst í reynd fyrir átta árum þegar Íslensk erfðagreining var stofnuð. Þá hófust rannsóknar á þeim erfðaþáttum sem valda hjartaáföllum og vann hópur, undir stjórn Önnu Helgadóttur, að því. Meingenið fannst og þá hófst vinna við að þróa lyf. Lyfjaþróunardeild ÍE tók þá við kyndlinum ef svo mætti segja. Í dag var svo greint frá jákvæðum niðurstöðum prófana á 176 sjúklingum hjartadeildar Landspítalans - háskólasjúkrahúss. Þessar prófanir sýna, að sögn Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, að lyfið hefur marktæk áhrif á áhættuþætti hjartaáfalls og veldur ekki aukaverkunum. Næsta skref er að semja rannsóknaráætlun sem felur í sér að gera þarf tilraunir á 1500 til 2000 sjúklingum í Bandaríkjunum, á Íslandi og öðrum löndum Evrópu. Gangi allt að óskum gera forsvarsmenn Íslenskrar erfðagreiningar sér vonir um að lyfið verði sett á markað eftir þrjú til fimm ár. Þá yrði fjárhagsleg framtíð fyrirtækisins styrkt til muna en lyf sem þetta er hugsað fyrir stóran hóp fólks, eða alla þá sem hafa einhverja áhættuþætti fyrir hjartaáföllum. Upphaflega geri Kári þó ráð fyrir að lyfið verði notað af þeim sem hafi sérstaka arfgenga áhættu. „Þeir munu nota þetta lyf að staðaldri sem eins konar forvörn, nákvæmlega eins og þeir hafa notað fitulækkandi lyf sme forvörn,“ segir Kári. Kári segir þetta stórtíðindi í læknavísindum og einnig fyrir Íslenska erfðagreining því nú sé sýnt fram á að grundvallarforsendurnar fyrir stofnun fyrirtækisins gangi upp. Það að hægt sé að finna erfðafræðilega þætti sjúkdóma og þróa lyf út frá þeim rannsóknum.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Sjá meira