Innlent

Allt annað en feluleik

Meta á stöðu varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli út frá hernaðarlegum fremur en efnahagslegum forsendum samkvæmt tillögum framtíðarhóps Samfylkingarinnar. Jón Gunnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi Alþýðuflokksmaður af Suðurnesjum segir að sú tillaga að Íslendingar taki að sér rekstur flugvallarins í vaxandi mæli valdi sér ekki áhyggjum. "Það sem ég er hræddastur við er sú þögn og feluleikur sem hefur verið ríkjandi. Þeir fjölmörgu sem vinna á vellinum vilja vita hvar það stendur." Jón bendir á að ekki sé gert ráð fyrir uppsögn varnarsamningsins. "Við þurfum að vita á hvaða leið við erum til þess að geta brugðist við." Alþingismaðurinn segir að ræða þurfi við Bandaríkjamenn. "Kannski vilja þeir uppfylla varnarsamninginn með öðrum hætti en að hafa til dæmis orustuþoturnar hérna, en það er betra að vita það en að lifa í óvissu. Hættan er sú að Bandaríkjaþing skrúfi fyrir allar fjárveitingar og herstöðinni sé sjálfslokað."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×