Nauðsynlegt að selja Símann 19. október 2004 00:01 Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að kaup Símans í Skjá einum sýni að nauðsynlegt sé að selja Símann. Stjórn Símans hefur neitað Steingrími J. Sigfússyni um aukahluthafafund vegna kaupanna. Hann gefur lítið fyrir skýringarnar og hefur ítrekað beiðni sína. Sem kunnugt er hefur Síminn keypt meirihluta í Skjá einum og er ætlunin að festa sjónvarpsstöðina í sessi. Forsætisráðherra segist treysta stjórnendum Símans til að bera hagsmuni fyrirtækisins fyrir brjósti. Hann segir þetta mál sýna að æskilegt sé að sala Símans fari sem fyrst fram þannig að samkeppni geti gengið með þeim hætti að ekki sé verið að blanda ríkinu inn í. Ríkisstjórnin stefnir að því að selja Símann á næsta ári. Forsætisráðherra telur mikilvægt að öll fyrirtæki, sem að svona rekstri komi, geti sameinast um dreifikerfi en Ríkisútvarpið lagði á sínum tíma fé í uppbyggingu dreifikerfisins. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri sagði í síðustu viku að það skyti skökku við að Síminn skuli vera orðinn aðaleigandi að sjónvarpsstöð sem undirbyði RÚV á auglýsingamarkaði og yfirbyði í efniskaupum. Halldór segir að á meðan Síminn sé ekki seldur þurfi hann að gæta hagsmuna sinna. Stjórnendur fyrirtækisins eigi að gera það, enda séu þeir valdir til þess. „Þetta er ekki mál sem ráðherra á að hafa afskipti af,“ segir Halldór. Síminn er að 99% hluta í eigu ríkisins og það hefur verið gagnrýnt að almannafé sé notað í samkeppni, sem og að almannafé sé lagt í fyrirtæki sem jafnvel ekki hafi staðið vel. Halldór segist ekki ætla að fara að blanda sér inn í þessi samkeppnismál. Ekki hefur náðst í Rannveigu Rist, stjórnarformann Símans, vegna þessa máls. Steinrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, skrifaði henni í byrjun síðasta mánaðar og óskaði sem hluthafi eftir aukafundi vegna umræddra viðskipta. Fimm vikum síðar barst honum svar þar sem beiðni hans er hafnað þar sem hann eigi minna en tíunda hlut í fyrirtækinu og þar sem ekki sé um verulegar breytingar á rekstri Símans að ræða. Steingrímur svaraði bréfinu strax í dag þar sem hann segir ákvörðun stjórnarinnar valda sér vonbrigðum og veki sér undrun því aukafundur hefði verið merki um lýðræðislega og eðlilega stjórnunarhætti. Sem og að daginn eftir að hann fékk svar frá Símanum hefði fyrirtækið náð meirihluta í Skjá einum og þar með orðið fjölmiðlafyrirtæki og útilokað sé að halda því fram að slíkt séu ekki verulegar breytingar á rekstri Símans. Hann ítrekar því kröfu sína um aukafund, sérstaklega þar sem Skjár einn hljóti að teljast dótturfélag Símans í skilningi hlutafélagaréttar. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að kaup Símans í Skjá einum sýni að nauðsynlegt sé að selja Símann. Stjórn Símans hefur neitað Steingrími J. Sigfússyni um aukahluthafafund vegna kaupanna. Hann gefur lítið fyrir skýringarnar og hefur ítrekað beiðni sína. Sem kunnugt er hefur Síminn keypt meirihluta í Skjá einum og er ætlunin að festa sjónvarpsstöðina í sessi. Forsætisráðherra segist treysta stjórnendum Símans til að bera hagsmuni fyrirtækisins fyrir brjósti. Hann segir þetta mál sýna að æskilegt sé að sala Símans fari sem fyrst fram þannig að samkeppni geti gengið með þeim hætti að ekki sé verið að blanda ríkinu inn í. Ríkisstjórnin stefnir að því að selja Símann á næsta ári. Forsætisráðherra telur mikilvægt að öll fyrirtæki, sem að svona rekstri komi, geti sameinast um dreifikerfi en Ríkisútvarpið lagði á sínum tíma fé í uppbyggingu dreifikerfisins. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri sagði í síðustu viku að það skyti skökku við að Síminn skuli vera orðinn aðaleigandi að sjónvarpsstöð sem undirbyði RÚV á auglýsingamarkaði og yfirbyði í efniskaupum. Halldór segir að á meðan Síminn sé ekki seldur þurfi hann að gæta hagsmuna sinna. Stjórnendur fyrirtækisins eigi að gera það, enda séu þeir valdir til þess. „Þetta er ekki mál sem ráðherra á að hafa afskipti af,“ segir Halldór. Síminn er að 99% hluta í eigu ríkisins og það hefur verið gagnrýnt að almannafé sé notað í samkeppni, sem og að almannafé sé lagt í fyrirtæki sem jafnvel ekki hafi staðið vel. Halldór segist ekki ætla að fara að blanda sér inn í þessi samkeppnismál. Ekki hefur náðst í Rannveigu Rist, stjórnarformann Símans, vegna þessa máls. Steinrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, skrifaði henni í byrjun síðasta mánaðar og óskaði sem hluthafi eftir aukafundi vegna umræddra viðskipta. Fimm vikum síðar barst honum svar þar sem beiðni hans er hafnað þar sem hann eigi minna en tíunda hlut í fyrirtækinu og þar sem ekki sé um verulegar breytingar á rekstri Símans að ræða. Steingrímur svaraði bréfinu strax í dag þar sem hann segir ákvörðun stjórnarinnar valda sér vonbrigðum og veki sér undrun því aukafundur hefði verið merki um lýðræðislega og eðlilega stjórnunarhætti. Sem og að daginn eftir að hann fékk svar frá Símanum hefði fyrirtækið náð meirihluta í Skjá einum og þar með orðið fjölmiðlafyrirtæki og útilokað sé að halda því fram að slíkt séu ekki verulegar breytingar á rekstri Símans. Hann ítrekar því kröfu sína um aukafund, sérstaklega þar sem Skjár einn hljóti að teljast dótturfélag Símans í skilningi hlutafélagaréttar.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira