Segist ekki mega spyrja um Skjá 1 20. október 2004 00:01 Geir H. Haarde, fjármálaráðherra neitaði í gær á Alþingi að svara spurningu Össurar Skarphéðinssonar, formanns Samfylkingarinnar um kostnað Símans á helmingshlut í Skjá 1. Sagðist fjármálaráðherra sem fer með 99% hlut ríkisins i Símanum ekki hafa rétt til þess umfram aðra eigendur að afla slíkra upplýsinga. Össur Skarphéðinsson veittist harkalega að fjármálaráðherra og sagði ríkisstjórnina stunda hjálparstarf til að bjarga gæðingum úr skuldasúpu. Sagði hann engin viðskiptaleg rök fyrir kaupunum á Skjá einum. Vakti hann athygli á að þeir þrír sem helst hefðu komið að ákvörðun Símans væru allir málsmetandi Sjálfstæðismenn, Brynjólfur Bjarnason, forstjóri, Orri Hauksson, þróunarstjóri og fyrrverandi aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar og Friðrik Friðriksson, breiðbandsstjóri og fyrrverandi kosningastjóri hans. Helsti seljandi hefði verið Gunnar J. Birgisson fyrrverandi borgarfulltrúi D-listans í Reykjavík. Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna sagði að svo virtist sem Síminn væri hvorki ríkisfyrirtæki né hlutafélag. Fjármálaráðherra neitaði nú upplýsingum því fyrirtækið væri hlutafélag en áður hefði honum sjálfum sem hluthafa verið neitað um hluthafafund þrátt fyrir ákvæði hlutafélagalaga. "Verður fjölmiðlahlutinn svo skilinn frá Símanum rétt fyrir einkavæðingu eins og VÍS frá Landsbankanum, rétt fyrir helmingaskiptin?" Sigurjón Þórðarson, Frjálslynda flokknum sakaði Geir H. Haarde um að misnota almannafé í "pólitískri herferð gegn Norðurljósum." Dagný Jónsdóttir, Framsóknarflokki benti á að Síminn hefði rekið fjölvarp á breiðbandinu um langt skeið og ekki hefði þá verið amast við því að hann "nýtti fjárfestinguna". Benti hún á að fólk víða um land gæti ekki stundað fjarnám eða atvinnurekstur vegna skorts á ADSL tengingum. Nú væri útlit fyrir að þarna yrði gert átak. Sagði hún kaldhæðnislegt ef opnað yrði á þetta "þökk sé enska boltanum". Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Geir H. Haarde, fjármálaráðherra neitaði í gær á Alþingi að svara spurningu Össurar Skarphéðinssonar, formanns Samfylkingarinnar um kostnað Símans á helmingshlut í Skjá 1. Sagðist fjármálaráðherra sem fer með 99% hlut ríkisins i Símanum ekki hafa rétt til þess umfram aðra eigendur að afla slíkra upplýsinga. Össur Skarphéðinsson veittist harkalega að fjármálaráðherra og sagði ríkisstjórnina stunda hjálparstarf til að bjarga gæðingum úr skuldasúpu. Sagði hann engin viðskiptaleg rök fyrir kaupunum á Skjá einum. Vakti hann athygli á að þeir þrír sem helst hefðu komið að ákvörðun Símans væru allir málsmetandi Sjálfstæðismenn, Brynjólfur Bjarnason, forstjóri, Orri Hauksson, þróunarstjóri og fyrrverandi aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar og Friðrik Friðriksson, breiðbandsstjóri og fyrrverandi kosningastjóri hans. Helsti seljandi hefði verið Gunnar J. Birgisson fyrrverandi borgarfulltrúi D-listans í Reykjavík. Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna sagði að svo virtist sem Síminn væri hvorki ríkisfyrirtæki né hlutafélag. Fjármálaráðherra neitaði nú upplýsingum því fyrirtækið væri hlutafélag en áður hefði honum sjálfum sem hluthafa verið neitað um hluthafafund þrátt fyrir ákvæði hlutafélagalaga. "Verður fjölmiðlahlutinn svo skilinn frá Símanum rétt fyrir einkavæðingu eins og VÍS frá Landsbankanum, rétt fyrir helmingaskiptin?" Sigurjón Þórðarson, Frjálslynda flokknum sakaði Geir H. Haarde um að misnota almannafé í "pólitískri herferð gegn Norðurljósum." Dagný Jónsdóttir, Framsóknarflokki benti á að Síminn hefði rekið fjölvarp á breiðbandinu um langt skeið og ekki hefði þá verið amast við því að hann "nýtti fjárfestinguna". Benti hún á að fólk víða um land gæti ekki stundað fjarnám eða atvinnurekstur vegna skorts á ADSL tengingum. Nú væri útlit fyrir að þarna yrði gert átak. Sagði hún kaldhæðnislegt ef opnað yrði á þetta "þökk sé enska boltanum".
Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira