Kaupverð EasyJet 6,3 milljarðar 23. október 2004 00:01 Breskir fjölmiðlar og fjármálasérfræðingar velta fyrir sér kaupum Flugleiða á 8,4 prósenta hlut í lággjaldaflugfélaginu EasyJet í gær. Fullyrt er í blaðinu Independent að kaupverðið á hlutnum sé fimmtíu milljónir punda, eða um 6,3 milljarðar króna. Eftir að greint var frá því síðdegis í gær að Flugleiðasamsteypan hefði keypt ríflega átta prósenta hlut í EasyJet virðist sem sögusagnirnar hafi fyrst farið á kreik. Í Guardian í dag segir að háværar raddist heyrist sem haldi því fram að Icelandair stefni að því að taka félagið yfir. Haft er eftir forráðamönnum félagsins að hugsanlega verði keyptur stærri hlutur í EasyJet á næstunni. Telegraph hefur eftir sérfræðingi á fjármálamarkaði í Lundúnum að það væri í takt við viðskiptahætti Íslendinga að tvínóna ekki við frekari kaup heldur drífa þau af. Haft er eftir honum að Íslendingar séu metnaðargjarnir og þoli ekkert hangs. Ástæða þess sé sú að þeir séu smá þjóð en afar vel menntuð. Talsmenn EasyJet staðfestu að kaupin hefðu gengið hratt fyrir sig því þeir sögðust aldrei hafa rætt við fulltrúa Icelandair fyrr en í gærdag, hvorki um hlutafjárkaup né annað. Fjármálasérfræðingar segja við Guardian að þetta sé líkast til rétti tíminn til að bjóða í EasyJet því verð hlutabréfa í því sé í lágmarki þó að gengið hafi tekið kipp í ljósi fregna af kaupum Flugleiða. Haft er eftir einum sérfræðingi að þó að flugmarkaðurinn sé erfiður núna verði EasyJet gulls ígildi eftir þrjú ár eða svo. En menn velta einnig fyrir sér stærðamuninum og bent er á að Flugleiðir séu aðeins brot af stærð EasyJet. Félagið sé með tólf vélar í áætlunarflugi og tuttugu og einn áfangastað en EasyJet sé með níutíu og fimm vélar í rekstri og fimmtíu og sex áætlunarstaði. Icelandair hafi flutt ríflega milljón farþega í fyrra en EasyJet ríflega tuttugu milljónir. EasyJet flytur um sex hundruð þúsund farþega í hverri viku samkvæmt Independent - helmingi fleiri en allir íbúar Íslands. Í Independent er haft eftir ónafngreindum fjármálasérfræðingi að efasemdir ríki um bolmagn Icelandair til að taka EasyJet yfir, en hluturinn sem keyptur var í gær mun hafa kostað fimmtíu milljónir punda - 6,3 milljarða króna. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Breskir fjölmiðlar og fjármálasérfræðingar velta fyrir sér kaupum Flugleiða á 8,4 prósenta hlut í lággjaldaflugfélaginu EasyJet í gær. Fullyrt er í blaðinu Independent að kaupverðið á hlutnum sé fimmtíu milljónir punda, eða um 6,3 milljarðar króna. Eftir að greint var frá því síðdegis í gær að Flugleiðasamsteypan hefði keypt ríflega átta prósenta hlut í EasyJet virðist sem sögusagnirnar hafi fyrst farið á kreik. Í Guardian í dag segir að háværar raddist heyrist sem haldi því fram að Icelandair stefni að því að taka félagið yfir. Haft er eftir forráðamönnum félagsins að hugsanlega verði keyptur stærri hlutur í EasyJet á næstunni. Telegraph hefur eftir sérfræðingi á fjármálamarkaði í Lundúnum að það væri í takt við viðskiptahætti Íslendinga að tvínóna ekki við frekari kaup heldur drífa þau af. Haft er eftir honum að Íslendingar séu metnaðargjarnir og þoli ekkert hangs. Ástæða þess sé sú að þeir séu smá þjóð en afar vel menntuð. Talsmenn EasyJet staðfestu að kaupin hefðu gengið hratt fyrir sig því þeir sögðust aldrei hafa rætt við fulltrúa Icelandair fyrr en í gærdag, hvorki um hlutafjárkaup né annað. Fjármálasérfræðingar segja við Guardian að þetta sé líkast til rétti tíminn til að bjóða í EasyJet því verð hlutabréfa í því sé í lágmarki þó að gengið hafi tekið kipp í ljósi fregna af kaupum Flugleiða. Haft er eftir einum sérfræðingi að þó að flugmarkaðurinn sé erfiður núna verði EasyJet gulls ígildi eftir þrjú ár eða svo. En menn velta einnig fyrir sér stærðamuninum og bent er á að Flugleiðir séu aðeins brot af stærð EasyJet. Félagið sé með tólf vélar í áætlunarflugi og tuttugu og einn áfangastað en EasyJet sé með níutíu og fimm vélar í rekstri og fimmtíu og sex áætlunarstaði. Icelandair hafi flutt ríflega milljón farþega í fyrra en EasyJet ríflega tuttugu milljónir. EasyJet flytur um sex hundruð þúsund farþega í hverri viku samkvæmt Independent - helmingi fleiri en allir íbúar Íslands. Í Independent er haft eftir ónafngreindum fjármálasérfræðingi að efasemdir ríki um bolmagn Icelandair til að taka EasyJet yfir, en hluturinn sem keyptur var í gær mun hafa kostað fimmtíu milljónir punda - 6,3 milljarða króna.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira